Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 136
1964
— 134
við vatnsveituna, en þó ber nokkuð á vatnsskorti í sumum bæjar-
hverfum.
Stykkishólms. Neyzluvatn er ófullnægjandi bæði að magni og gæð-
um í Grafarnesi og Stykkishólmi. 1 Grafarnesi var á árinu borað eftir
vatni með ágætum árangri, og munu framkvæmdir við vatnsveitugerð
hefjast á yfirstandandi ári. I Stykkishólmi, þar sem neyzluvatn er
ónóg, mun ekki von á úrbótum í bráð.
Reykhóla. Húsakynni virðast allgóð nema á 2—3 bæjum, þar sem
segja má, að húsnæði sé heilsuspillandi. Lús og rottur finnast ekki.
Mikið af músum á vetrum.
Patreksfj. Húsakynni mega teljast góð yfirleitt og fara batn-
andi. Allmikið byggt hér og í Tálknafirði og einnig nokkuð í sveitum.
Þrifnaður er yfirleitt góður. Engin lús er í héraðinu, svo ég viti. All-
mikið um rottur á Patreksfirði, en fer minnkandi.
Hólmavíkur. Þrifnaður úti og inni fer batnandi.
Hofsós. Húsakynni yfirleitt góð. Haldið var áfram lagfæringu á
héraðslæknisbústaðnum.
Dalvíkur. Neyzluvatn Dalvíkinga hefur farið minnkandi, er oft lítið,
og stundum ekki sem hreinast. Leitað var til sérfræðinga, sem ráðlögðu
að bora eftir vatni. Var þá fenginn Jón Jónsson jarðfræðingur til að
staðsetja borholur. Borað var á tveim stöðum. Vatnsmagnið reyndist
nægilegt, a. m. k. 28 1/sek. samanlagt úr báðum holunum. Rannsókn
sýndi vatnið gott til neyzlu. Eftir er að fá dælistöð og annan útbúnað
til að veita nýja vatninu inn í dreifikerfið.
Akureyrar. Þrifnaður má teljast hér í betra lagi bæði utanhúss og
innan. Skepnuhald í bænum fer sem betur fer minnkandi, og er að því
mikill þrifnaður. Þó eru menn ennþá með talsvert af hestum í alls
konar kompum og skúrum nálægt eða í miðbænum, og er umgengnin oft
eftir húsakynnunum og því ekki upp á marga fiska.
Grenivíkur. Húsakynni í allgóðu lagi, og þrifnaður bæði innanhúss
og utan verður að teljast sæmilegur og góður víðast. Frárennsli frá
húsum á Grenivík mætti þó vera betra. Neyzluvatn er gott.
Þórshafnar. Nokkuð er af rottum í Þistilfirði. Hins vegar engar á
Þórshöfn eða á Bakkafirði. Músagangur er nokkur. Alltaf er eitrað
öðru hverju fyrir þessi dýr.
Seyðisfj. Þrifnaður og umgengni utanhúss er víða ábótavant. Sorp-
tunnur ekki nógu oft tæmdar.
Eskifj. Unnið að undirbúningi á útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis
á Eskifirði og Reyðarfirði.
Búða. Nýlega tekið í notkun nýtt vatnsból á Búðum, og er það til
mikilla bóta. Þrifnaður utanhúss mætti vera betri.
Djúpavogs. Haldið áfram framkvæmdum við vatnsveitu fyrir Djúpa-
vogskauptún. Áhugi fer vaxandi á þrifalegri umgengni.
Eyrarbakka. Mjög hefur verið reynd borun eftir neyzluvatni á Eyr-