Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 121
— 119
1964
Sýni bárust frá eftirtöldum aðilum:
Borgarlæknir í Reykjavík............
Héraðslæknir á Hellu ...............
Héraðslæknir á Húsavík .............
Héraðslæknir í Laugarási ...........
Sjúkrahúsið á Akranesi .............
Fj órðungssj úkrahús Akureyrar......
Borgarspítalinn í Reykjavík ........
Landakotsspítali ...................
Landsspítalinn, barnadeild .........
— lyflæknisdeild .....
— handlæknisdeild ....
— fæðingardeild
Aðrir starfandi læknar .............
sendi sýni frá 5 sjúkl
— — — 14 —
_ _ _ 25 —
_ _ _ 17 _
_ _ _ 68 —
_ _ _ 84 —
_ _ _ 30 _
Fyrri hluta ársins voru flest sýni send vegna gruns um veiru-
lungnabólgu. I blóði fjögurra sjúklinga fundust há komplementbind-
undi mótefni fyrir fýlapest. Nokkrir höfðu vott af mótefnum fyrir
Q-fever í komplementprófi. Allmargir höfðu jákvætt kulda-agglutina-
tionspróf. Engin inflúenza fannst á árinu. Úr sýnum, sendum af hér-
aðslækninum á Hellu, ræktuðust adenoveirur. Mænusóttarveirur rækt-
uðust ekki á þessu ári.
í september fóru að berast sýni vegna gruns um pleurodynia. Komu
fyrstu sýnin frá Akureyri, og úr þeim ræktaðist coxsackieveira B5.
Síðar fannst sama veiran í sýnum frá sjúklingum í Reykjavík, Húsa-
vík og A.-Skaftafellssýslu. Alls voru rannsökuð sýni úr 101 sjúklingi
vegna þessa coxsackie-B5-faraldurs. Tókst að staðfesta sýkingu hjá
53 af þessum sjúklingum. 84 þeirra sjúklinga, sem tilraun var gerð
til að rækta frá, voru á sjúkrahúsum, margir þeirra með einkenni
Pericarditis og myocarditis, og tókst að sýna fram á smit með B5 cox-
sackieveiru í 11 þeirra.
Fyrirhugað er að birta heildaryfirlit yfir þennan faraldur í sér-
stakri ritgerð.
Mótefni gegn mænusótt í blóói bólusóttra barna.
Samkvæmt beiðni landlæknis voru athuguð neutraliserandi mótefni
gegn öllum týpum mænusóttar í blóði 99 barna, sem höfðu verið full-
bólusett í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Halldór Hansen yngri, yfir-
læknir ungbarnaverndar Heilsuverndarstöðvarinnar, sá um söfnun
blóðsýna til þessara rannsókna. Börnin, sem athuguð voru, eru fædd
á árunum 1956 og 1957 og höfðu öll fengið 4 inndælingar af mænu-
sóttarbóluefni samkvæmt settum reglum árin 1957—1963. Athuguð
voru mótefni í serumþynningunni % gegn 100 TCID50 af hverri týpu,