Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 162
1964
160 —
„Sérálit Daví’ðs Daviðssonar.
Með tilliti til framanskráðs og síðar getinnar heimildar verður svar
mitt eftirfarandi.
Ad a. Já.
Ad b. Já. Ekki er hægt að segja fyrir um muninn.
Ad c. Að svo miklu leyti sem ályktun próf. Dungals er byggð á alkóhól-
ákvörðun í blóði hins látna, hlýt ég að draga hana í efa (sbr.
svar við a og b).
Ad d. Nei. Ég finn ekkert í krufningarskýrslu próf. Dungals, sem
útilokar möguleika á undanfarandi áfengisneyzlu af hendi G.
heitins, er hann drukknaði.
Heimildir:
Bonnichsen, Halström, Möller & Theorell: Acta pharmacologica
et toxicologica 1953, 9, p. 352—361.“
„Sérálit Þorkels Jóhannessonar.
Sé tekið tillit til þess, hve mikið etýlalkóhól mældist í blóði, verður
þannig að áliti undirritaðs að öllu jöfnu að teljast líklegt, að hinn látni
hafi neytt áfengra drykkja í lifanda lífi og verið ölvaður, er hann lézt.
Ógerlegt er þó að kveða nánar á um, eins og gögn málsins liggja fyrir,
hve mikils magns hann kann að hafa neytt, þar eð etýlalkóhól var ekki
ákvarðað í þvagi (útskilið etýlalkóhól), eða hver áhrif breytingar post
mortem kunni að hafa haft á magn etýlalkóhóls í blóði og vefjum hins
látna (sjá að framan). Ólíklegt er þó, að breytingar post- mortem hafi
verið miklar, þar eð maðurinn lá stutt í vatni (í mesta lagi 3 sólar-
hringa). Þá er þess enn að gæta, að jafnvel þótt breytingar post mortem
hafi verið svo miklar á þann veg, að innihald blóðsins mældist 1.0%o
meira en rétt væri, myndu líkur þó engu að síður styðja þá ályktun, að
maðurinn hafi verið ölvaður, er hann lézt, sbr. niðurstöðutölur Andre-
sens, er áður getur um.“
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék prófessor dr. med. Ólafur
Bjarnason sæti, en í stað hans kom prófessor Kristinn Stefánsson. Enn-
fremur voru þeir prófessor Davíð Davíðsson og Þorkell Jóhannesson
læknir kvaddir á fund réttarmáladeildar, áður en ályktun var gerð,
sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 14/1942.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Fellst læknaráð á ákvörðun Níelsar heitins Dungal prófessors í
krufningarskýrslunni á dskj. nr. 6, þegar virt eru gögn málsins?
Ef svo er ekki, óskast álit læknaráðs á þeim atriðum, er þar greinir.
2. Fellst læknaráð á ákvörðun Níelsar heitins Dungal prófessors á
dánarvottorðinuádskj. nr. 10, sbr. dskj. nr. 19 og 20, að því er varðar