Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 161
159
1964
(ca. +4°C). Ætla má, að etýlalkóhól hafi verið ákvarðað fljótlega í
blóði hins látna, eftir að hann var krufinn. Engar upplýsingar er þó
að finna um þetta atriði í meðfylgjandi gögnum, né heldur um geymslu
blóðsýnisins. Enn skortir heimildir um það, hve margar ákvarðanir
voru gerðar eða hver var meðalskekkja á tölugildum ákvarðananna
(standard error of the mean).
Ef maður hefur neytt etýlalkóhóls skömmu fyrir dauða sinn, eru við
venjulegar aðstæður líkur til þess, að etýlalkóhólmagnið í vefjunum
(ninnki eftir dauðann. Virðist minnkunin vera háð eróbri rotnun. Þann-
ig breytist alkóhólmagnið mjög lítið við +4°C fyrstu 7 dagana eftir
andlát, en lækkar verulega við stofuhita (ca +22°C) á sama tímabili
(um helming eða meira). Hínsvegar virðist nefnd þverrun ekki verða
að sama marki í vefjum drukkinna manna, er drukknað hafa og lengi
iegið á kafi í vatni eða sjó. I slíkum tilfellum virðist svo sem etýlalkóhól-
magnið sé með ólíkindum mikið í vefjum hinna látnu, og er þá vitan-
iega miðað við sem sannastar upplýsingar um áfengisneyzlu hinna
drukknuðu í lifanda lífi. Engum getur þó dulizt, að slíkar upplýsingar
eru oft ónákvæmar. 1 þessu sambandi má ennfremur geta þess, að senni-
iega myndast mun meira etýlalkóhól við aneróba rotnun undir vatni
en við eróba rotnun. Því fer þó fjarri, að þetta atriði sé nægilega rann-
sakað, né heldur hitt, hvern þátt önnur rokgjörn, reducerandi efni, er
myndast post mortem við rotnun, kunna að eiga í alkóhólákvörðunum
með aðferð Widmarks.
Líkið hefur, ef að líkum lætur, ekki verið rotið að marki, er það
var krufið (sbr. að framan). Líffæri manna rotna þó misfljótt,
°g er talið, að heilinn rotni síðast allra líffæra. í tilfellum sem þessum
ber því að ákvarða etýlalkóhól í heila og jafnvel í fleiri líffærum og
bera saman við niðurstöðutölur ákvarðana á etýlalkóhóli í blóði og
þvagi (sjá síðar). Sé þetta gert, og einungis þannig, má gera sér grein
fyrir því, hvort og hversu mikils magns hinir látnu kunni að hafa neytt
°g hver áhrif breytingar post mortem kunni að hafa haft á ákvarðanir
etýlalkóhóls.
Við mat málgagna ber að minnast þess, að etýlalkóhólmagnið í blóði
hins látna var mikið (2,4%c). 1 þessu sambandi ber að geta, að við klín-
ískt mat á 2438 mönnum (mest megnis ökumenn), er höfðu drukkið
áfenga drykki, voru liðlega 90% þeirra, er höfðu 2.5%c af etýlalkóhóli
1 blóði, taldir ölvaðir. Þessi rannsókn leiddi ennfremur í ljós, að 75%
þeirra, er höfðu 1.5%0 af etýlalkóhóli í blóði, töldust ölvaðir (Andresen,
p- H.: Juristen 1939, 21. 577.).
Aðalheimild:
T. A. Gonzales, M. Vance, M. Helpern & C. J.
Umberger: Legal Medicine, Pathology & Toxicology."