Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 16
16
Börn og menning
um höfund þeirrar bókar en hann reyndist
hafa heitið Franz Hoffmann og verið uppi á
19. öld. Og ég er aldeilis ekki sú eina sem
man eftir þessari bók hans, sem kom víst fyrst
út á íslandi 1915. íslensk Fésbókarsíða hefur
verið stofnuð til heiðurs Bláskjá og þar lýsir
fólk eftir eintökum af bókinni sem það segist
gjarnan vilja lesa fyrir börnin sín.
Ég held hins vegar að nostalgísk þrá
eftir Bláskjá sé skólabókardæmi um það
hve fjarlægðin getur gert fjöllin blá. Ég
fann enska útgáfu bókarinnar nefnilega á
netinu - The Forest Cave, heitir hún - og
þetta rit reyndist hreinasta skaðræði. Já, Ijúfa
barnabókin sem ég sá í hillingum!
Titillinn vísar til aðalpersónu sögunnar,
drengs með blá augu, sem alist hefur upp (
dimmum helli sígauna sem rændu honum úr
höllinni þar sem hann fæddist. Drengurinn
liggur mest á fleti, fjarri hinu fólkinu og heyrir
samtöl þess, hlátur og öskur, úr fjarlægð.
Og í barnæsku, þegar ég lá iðulega með
háan hita, kvef og astma, fannst mér ég oft
breytast í Bláskjá. Suðið í lungunum á mér
varð ómurinn af samskíptum sígaunanna inni
í hellinum.
Ég get ekki þrætt fyrir að hafa lesið bókina
mér til ánægju sem barn og lifað mig inn í
örlög drengsins með bláu augun af einlægri
tilfinningu. Ég gerði mér akkúrat enga grein
fyrir því hvað bókin er yfirfull af fordómum
í garð fólks sem er dökkt yfirlitum og með
brún augu. Það sé ég núna fyrst við að
rifja upp kynni af bókinni á gamalsaldri.
Sígaunum er stillt upp sem andstæðu við
bláeyga drenginn og þeir sagðir grófir,
óreglusamir, þjófóttir og fleira í þeim dúr.
Þetta sýnir hvaða ógöngur nostalgían
getur leitt mann í - að sjá í hillingum
einhverja skruddu sem gæti hæglega
hafa verið ein af uppáhaldsbókum Hitlers!
Bláskjár er sem sagt bók sem maður ætti
hvorki að mæra né leita að á Fésbók
heldur henda beint á næsta bálköst.
Ég veit ekki hvers vegna engin íslensk bók
kemur upp í hugann víð þessa upprifjun.
En ég heillaðist ekki tiltakanlega af neinum
íslenskum barnabókum, nema ef Skólaljóðin
geta talist til barnabóka. Þau gat ég lesið
endalaust.
Spyri og Blyton
Ég marglas líka bækurnar um hina
munaðarlausu Heiðu sem var send til hrjúfa
afans í Ölpunum og kynntist svo hínni
lömuðu og gullfallegu Klöru sem borin var
upp í fjöllin en kom gangandi til baka.
Höfundur bókanna var Johanna Spyri, sem
uppi var á 19. öld, og sem betur fer fann
ég ekkert Ijótt um hana á netinu. Það hefði
alveg farið með mig.
Eitt af því sem heillaði mig við Heiðu-
bækurnar, fyrir utan hvað allt fór einstaklega
vel að lokum, var maturinn. Núna get ég
auðvitað ekki lýst fæðinu nákvæmlega en
afinn eldaði einfaldan sveitamat handa
stelpunum og mig minnir að hnöttóttur
geitaostur hafi komið mikið við sögu. M.a.
ostur sem var glóðaður yfir opnum eldi.
Það var m.a. spenvolga geitamjólkin og
fjallaloftið sem komu Klöru á fætur og af
því að ég var bæði lasarus og mathákur
langaði mig óskaplega að komast í fæði til
afa hennar Heiðu. Og enn þann dag í dag
hugsa ég til þessara bóka þegar ég borða
bræddan ost.
Svo er það hún Enid Blyton. Þegar ég
var að vaxa úr grasi var ég alveg vitlaus í
bækurnar hennar. Sumar þeirra hafði systir
mín eignast á undan mér og það upphófst
mikil lestrarorgía daginn sem ég kveikti á
hvað þetta væri spennandi lesning. Síðan
kárnaði gamanið, því eftir það þurfti ég alltaf
að bíða í heilt ár eftir næstu bókum.
En aðfaranótt jóladagsfékk ég loksins næsta
skammt, enda bækur Blyton ávallt efstar á
óskalistanum fyrir jólin: Ævintýrabækurnar,
Fimmbækurnar og Dularfullu-bækurnar. Og
það brást ekki að ég læsi með vasaljós undir
sæng, langt fram á morgun, og væri ekki
viðræðuhæf á jóladag vegna bóklesturs. Á
annan í jólum var ég svo yfirleitt búin með
mínar bækur og farin að lesa það sem bróðir
minn hafði fengið.
í dag gæti ég ekki rakið söguþráð
í einni einustu Enid Blyton bók. Ég man
bara eftir spennunni við að lesa þær og