Börn og menning - 01.04.2012, Page 23

Börn og menning - 01.04.2012, Page 23
Barnaborgin 23 17.-22. apríi Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2012 þetta hefði verið mjög gagnleg simenntun og ég er ekki í vafa um að visindamennirnir úr HÍ hafi líka haft gagn og gaman af. Þegar hefur verið ákveðið að hafa framhald á verkefninu því að fyrirhuguð eru námskeið og starfsþróunarverkefni fyrir kennara í grunnskólum Reykjavíkur í þeim tilgangi að geta boðið öllum grunnskólum í borginni að taka þátt í „Biophilia í skólum" fyrir nemendur (5.-7. bekk. Oddný: „Biophilia í Hörpunni var fyrir 50 börn en það eru rúmlega 14.000 börn í grunnskólum borgarinnar. Til að sem flest börn geti fengið að upplifa Biophiliu höfum við útbúið verkfærakistu sem getur farið i hvern og einn skóla. Við fengum kærkominn styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að útbúa verkfærakistuna og þar verður allt að finna sem þarf til að vinna með Biophiliu, m.a. múlinexblandara, lopapeysu og greiðu sem var allt notað í tónvísindasmlðjunni i Hörpu. Visindamennirnir sem tóku þátt i Hörpuverkefninu hafa tekið upp 15 min. fyrirlestra, sem verða settir upp á lokuðum vefsvæðum, þar sem visindamenn á sviði stjarneðlisfræði, veðurfræði ogjarðeðlisfræði fjalla á lifandi hátt um svarthol, DNA, þrumur °g eldingar." Helga: „Taka grunnskólarnir „Biophiliu í skólum" opnum örmum?" 0: Já, og við höfum fengið fyrirspurnir frá skólum á landsbyggðinni og lika frsmhaldsskólum. Margir skólar I Reykjavik vinna með mjög fjölbreytta námshætti, til dæmis smiðjufyrirkomulag sem smellpassar fyrir verkefni eins og Biophiliu. En við finnum fyrir miklum áhuga viða, við bindum vonir v'ð að sem flestir skólar taki þátt i þessu °g við viljum undirbúa það vel til þess að svo verði. Biophilia i Hörpu fékk íslensku tónlistarverðlaunin sem viðburður ársins, m.a. vegna þessa samspils við grunnskólana. Við erum auðvitað montin afþvíað verkefnið hefji innreið sina í reykvískum grunnskólum og viljum gera vel við þetta verkefni. “ H: „Errými innan námskrárfyrir verkefni eins og Biophilia?" O: „Miklu meira en við höldum. Og svo maður fari nokkur ár aftur í timann þá fékk Menntamálaráðherra þáverandi, Þorgerður Katrin, Anne Bamford höfund The Wow Factor til þess að gera úttekt á stöðu fræðslu á íslandi; á listgreinakennslu i skólum, tónlistarskólunum okkar og myndlistarskólunum og dansskólunum og skoðaði náttúrulega námskrána mjög vel. Hún hefur alltaf sagt „Þið eruð með miklu meira svigrúm í námskránni ykkar en þið haldið". Við erum kannski bara stundum pinulítið hrædd við að fara út fyrir rammann." H: „Á niðurskurðartíma þegar víða í skólakerfinu er fjársvelti eins og t.d. hjá skólasöfnunum tekur þetta verkefni, eins frábært og það er, ekki frá öðrum sem sumir myndu meina að væru mikilvægari, eins og t.d. endurnýjun skólabóka?" O: „Ég myndi ekki segja taki frá, frekar að það bæti við; þetta verkefni gerir eitthvað sem lestur i bók gerir ekki. Það tvinnar saman í beinni upplifun hugtök, sem eru annars vegar úr tónlist og hinsvegar eðlisfræði. í gegnum tónsmíð er nemandinn að læra um svarthol og skala, flekakenningu og hljóma - i senn. Hvað er skali, hvað er brotinn hljómur, hvernig virkarhann, hvernig geturðu leikið þér með hann, hvernig er hann uppbyggður? Ég vara við þvi að fólk sé mjög skeptiskt á að þessir nýmiðlar muni taka eitthvað frá, en ég vara lika við því þegar fólk segir að nýju miðlarnir muni leysa annað af hólmi. Þetta er allt saman góð viðbót og gott hvert með öðru. Nýir miðlar geta aukið, finnst mér, læsi i víðum skilningi þess orðs, eins og menntastefna landsins kveður á um, og hefur verið eitt helsta áhersluatriði borgarinnar siðan ég tók að mér þá ábyrgð að leiða málefni skóla- og fræðslumála fyrir nokkrum árum. Læsi er lykill að öllu námi, velferð og jöfnuði. Læsi snýst ekki bara um að sökkva sér ofan I bóklestur, heldur einnig læsi og færni til að tileinka sér þekkingu með hjálp annarra miðla. Stærðfræði gengur mjög mikið út á læsi. Við höfum siðastiðin ár ekki verið nógu ánægð með frammistöðu okkar I PISA, vegna þess að við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á læsi og lesskilning. Niðurstöður hafa verið að batna til muna, m.a. vegna þess að skólasamfélagið er að leggja meiri áherslu á læsi og lesskilning. PISA byggir mikið á orðadæmum sem krefst þess að nemandinn nýti sér hugtökin sem hann hefur lært í náttúrufræði og stærðfræði - og tengi

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.