Börn og menning - 01.04.2012, Side 24

Börn og menning - 01.04.2012, Side 24
Börn og menning þau við textann. Svona verkefni eins og Biophilia vekur þessar stöðvar í heilanum; fær nemandann til að nota rökhugsun, vislndi, listina, sköpun, allt þetta saman. I námi barna, eigi það að vera gott og metnaðarfullt og skila árangri, þarf að kitla allar stöðvarnar i heilanum; helst I einu. Og galdur kennslunnar felst ekki síst I því að vekja áhuga barnanna á viðfangsefninu, með fjölbreyttum aðferðum." „Lestrarlestin brunar" Á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er unnið að ýmsum verkefnum til að stuðla að meiri lestri barna. Oddný var spurð út í þau: Oddný: „Eitt af þeim lestrarhvetjandi verkefnum sem við erum að vinna núna, erað móta læsisstefnu fyrir leikskóla, það er mjög stórt skref. Læsisstefna verður mótuð I Ijósi aðalnámskrár leikskóla og verða skilgreindar áherslur I málörvun, ritmáli, tjáningu og leik en það eru þættir sem leggja grunn að hæfni barna I lestri siðar meir. Tillaga um mótun læsisstefnunnar kom frá leikskólastjórunum sjálfum sem sýnir hvað leikskólinn hefur mikinn metnað og vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að læsi barna. Síðan settum við á laggirnar að kortleggja hvar samstarfsverkefni leik- og grunnskóla ættu sér stað í borginni og sú skýrsla liggur nú fyrir. Þau samstarfsverkefni sem eru I gangi eru flott en við viljum fá fleiri svo að nú viljum við para saman leik- og grunnskóla út um allan bæ. Við viljum bjóða leikskólakennurum og grunnskólakennurum á yngsta stigi saman á námskeið, til þess að tengja þá saman. Þannig segjum við: Við eigum þessi börn saman, þó að grunnskólinn sé eitt og leikskólinn annað; saman berum við ábyrgð á lestrarfærni barna sem er svo mikil undirstaða alls náms, velferðar og hamingju I skóla út allt lífið." í febrúar 2012 hófu öll frístundaheimili í Miðborg og Hlíðum samstarf um lestrarátak við Borgarbókasafn Reykjavíkur í Kringlunni og aðalbókasafnið í Tryggvagötu. Oddný: „Á nýsameinuðu sviði skóla og fristunda opnast nýjar dyr sem gaman er að kikja inn um. Núna erum við byrjuð með verkefni sem heitir „Lestrarlestin brunar" og markmiðið erað kynna almenningsbókasafnið fyrir börnum eftir skóla. Börnunum er sýnt hvar almenningsbókasafnið I hverfinu er, hvernig maður kemst þangað, gangandi eða í strætó. Bækur eru áberandi I starfi frístundaheimilanna og það er unnið með bóklestur á margvíslegan hátt, allt eftir áhuga barnanna." Börnunum er fylgt einu sinni í mánuði á bókasafnið þar sem þau fá sína eigin bók til yndislesturs í einn mánuð. Þau skrásetja svo lesturinn á svokallaða lestrarvagna, ýmist í formi teikninga eða stuttra endursagna úr bókunum. Úr þessum frásögnum verða gerð vegglistaverk þar sem börn og fullorðnir geta skoðað afraksturinn í vor. Markmiðið er að hvetja börn til að lesa meira utan skólatíma, hvort heldur er á frístundaheimilunum eða heima fyrir. • • menningarfAni REYKJAVÍKURBORGAR Menningarfáninn Menningarfáninn er nýtt verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem ætlað er að ýta undir menningarstarf fyrir börn, meðal annars með því að stuðla að auknum tengslum milli starfsemi frístundaheimila, leik- og grunnskóla. Úr slíkri samvinnu geta sprottið upp nýstárleg verkefni sem skapa möguleika á samþættum kennsluaðferðum í námi. Oddný: „Menningarfáninn er verkefni byggt á hugmyndinni um Grænfánann en um 200 skólar á íslandi hafa hlotið hann. Grænfáninn er samstarf leik- og grunnskóla og Landverndar og hægt er að flagga grænfánanum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um vistvæna skóla. Hugmyndin að Menningarfánanum kviknaði eftir að ég sá niðurstöður könnunar á menningarþátttöku barna og skóla t.d. I heimsóknum á listasöfn og ferðum á myndlistarsýningar og tónleika. En það reyndist himinhrópandi munur á milli hverfa: hverfin 1101 og 105, 107, voru með áberandi flestar heimsóknir en hverfin á útjaðri

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.