Studia Islandica - 01.06.1949, Side 5
I málfræðibókum þeim, sem lesnar voru á skólaárum
mínum (og þær eru enn mjög algengar), var hljóð-
breytingum oft skipt í tvo flokka: sjálfvirkar hljóð-
breytingar og afstöðubundnar hljóðbreytingar (á þýzku:
spontan — kombinatorisch, á ensku: isolative — com-
binative). 1 fyrra flokkinum voru hljóðbreytingar eins
og þær, að fomísl. á, é, ó verða í nýju máli aú, je, oú.
Frá þessum hljóðreglum voru örfáar eða engar undan-
tekningar, enda var venjulega auðgert að benda á or-
sakir undantekninganna, ef þær komu fyrir. Þannig
hélzt fornísl. a óbreytt í nýja málinu, nema á undan
ng og nk, er það varð á. Þessi breyting var þá dæmi
upp á afstöðubundna hljóðbreytingu, a breyttist aðeins
í þessari afstöðu. Að öllum líkindum voru þá líka hljóða-
samböndin ng og nk beinar orsakir breytingarinnar.
Á þessum tveim flokkum hljóðbreytinga var þá sá
meginmunur, að í fyrra flokkinum virtust hljóðin breyt-
ast sjálfkrafa, án þess að hægt væri að benda á neina
orsök til þess. 1 seinna flokkinum var breytingin ávallt
bundin við sérstaka afstöðu hljóðsins til annarra hljóða,
og venjulega var litið svo á, að afstaðan væri líka or-
sök til breytingarinnar. 1 þennan seinni flokk kemur
nú margt af breytingum sérhljóða í íslenzku, og má
til þess nefna hljóðvörpin öll og klofninguna. En í hann
koma líka f jölmargar af breytingum samhljóðanna, fyrst
og fremst tillíkingamar (viðlíkingamar, assimilationes).
Þegar eiribeittur verður eimbeittur, komdu verður