Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 13

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 13
11 mynd kerfisins í ein- og tvíkvæðum orðum full: gerður er greinarmunur á p, t, k, s og pp, tt, kk, ss: 1) í enda orðs, 2) milli sérhljóða, 3) á undan j, r, v. 1 fyrsta og öðrum flokki er hægt að finna orð, sem skorða merk- inguna við þennan mismun einan. 1 þriðja flokki er það ekki alltaf hægt. Bezt gengur að finna dæmi upp á r í beygingu lýsingarorða (flatur : flattur, flatri: flattri, flatra: flattra). Á eftir k og kk er auðvelt að finna dæmi með j og v. Aftur á móti er aðeins hægt að finna dæmi upp á p, t, s (ekki pp, tt, ss) á undan j og v. Hér eru því gloppur í kerfið. En víkjum nú að samsettu orðunum, sem skýra átti. Af krap mætti mynda samsetninguna krapsævi, sem yrði ekki blandað sarnan við hina algengu samsetningu Jcrappsævi, þ. e. krappur sjór. Hér er merkingarmunur- inn bundinn við lengdarmuninn einan, en slíkt mun ekki vera algengt. Hitt mun vera reglan, að lengdarhlutföll- in haldast í samsetningum, vegna þess eins, að þau eru föst í ein- og tvíkvæðum orðurn. Með öðrum orðum: Lengdarmismunurinn p, t, k, s : pp, tt, kk, ss heldur sér í samsetningum fyrir áhrif frá ein- og tvíkvæðu orð- unum, þar sem þessum hljóðum er aldrei blandað saman. Vér höfum þá sýnt, að orsökin til þess, að p, t, k, s eru ekki lengd í enda fyrra liðs ósamsettra orða á undan samhljóði, er sú, að gerður er skarpur greinarmunur á stuttu (einföldu) og löngu (tvöföldu) p, t,k,s í ein- og tvíkvæðum orðum. Þar sem nú öll önnur samhljóð eru lengd (með stytt- ingu undanfarandi sérhljóðs) undir þessum kringum- stæðum, þá skyldi maður ætla, að orsökin væri sú, að ekki væri gerður skarpur greinarmunur á lengd þess- ara hljóða í ein- og tvíkvæðum orðum. Athugun sýnir, að þetta er í raun og veru svo — í flestum, en ekki öll- um tilfellunum. Taki maður fyrst önghljóðin (að undanteknu s) til

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.