Studia Islandica - 01.06.1949, Side 23

Studia Islandica - 01.06.1949, Side 23
21 líka verið af alíslenzkum uppruna. En fyrir hitt er ekki að synja, að um útlend áhrif kunni að vera að ræða, eins og komið hefur í ljós í hinum nýja gælunafnafar- aldri, sem nú mun algengur í Reykjavík og öðrum bæj- um (Bibí, Lóló, Sísí o. s. frv.). Engin sýnileg breyting hefur orðið á andstæðunum n:nn á eftir upprunalegu stuttu sérhljóði, m:mm og r:rr. 1 öllum þessum tilfellum virðist stutta og langa (tvö- falda) hljóðið hafa haldizt óbreytt síðan í fomöld. And- stæðumar hafa verið nógu skýrar á öllum öldum, en þó ekki svo, að þær héldust óbreyttar í fyrra lið sam- setningar á undan samhljóði í síðara lið. Ef breytingamar ph:hpp, l:dl, n:dn hafa gerzt til þess að skýra og skerpa andstæðurnar, til þess að forðast rugling, gæti hugsazt, að finna mætti dæmi þess, að menn blönduðu heldur saman n:nn, m:mm og r:rr. Lítil brögð munu samt vera að því, og hef ég ekki fundið þess dæmi, nema helzt um r:rr, eins og sjá má af orð- trnum kyrr : Tcyr, berr: ber, fleiri: fleirri, Þorri: Þori, Snorri: Snori, dorri: dori. Ef til vill gæti nákvæm rannsókn á uppruna og tíðni orðanna leitt í ljós einhverjar staðreyndir, sem köstuðu ljósi á hina mismunandi þróun 1:11, r:rr, m:mm og n:nn. En hitt er augljóst, að þar sem nokkur þróun hefur orðið, þar hefur hún orðið í andhverfa átt til þess að skerpa andstæðumar. Sams konar þróun í andhverfa átt er og mjög auð- sýnileg í breytingum sérhljóðanna, sem bundin hafa ver- ið í andstæðunum (tvenndunum) stutt og langt. 1 fomu máli íslenzku (þ. e. fyrir eða um 1200) vom sérhljóðin stutt og löng eins og hér segir:

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.