Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 16

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 16
14 ekkert kerfi, og einn skortir stuðning andstæðunnar, vantar hið kerfisbundna aðhald. Þetta getur komið fram í fleiru en mæltu máli. Fyrir löngu rak ég mig á það, að amerískum tíma- ritum hætti við að misprenta nafn mitt Stefán í stað Stefán. Mér leiddist þetta, og þótti það varla einleikið, er ég varð þess var, að þessi sömu tímarit prentuðu é og é í frönsku eftir kúnstarinnar reglum. Maður skyldi þó ætla, að í íslenzkunni, sem aðeins notar ', aldrei ', væri hægt að forðast svona prentvillur. Já, að vísu, fyrir íslenzka prentara, sem kunna þessa einföldu reglu. En útlendingarnir höfðu ekki annað en handritið að halda sér við. Skrifaði ég þá sjálfur Stefán? Já, það bar ekki á öðru. Þegar ég setti mér það ekki alveg sérstak- lega, voru kommumar í handritum mínum mjög óreglu- legar, svo að það var ekki að furða, þótt prentaramir villtust þar of staf myrkvan. Þegar ég fór að hugsa um þetta, skildist mér, að rit- hönd mína vantaði hér aðhald andstæðunnar. Ef ég hefði þurft, eins og Frakkar, að hnitmiða, hvenær ég skrifaði é og hvenær é, þá hefði kommusetning mín staðið í skorðum. Auðvitað lærðist mér af þessu að skrifa rétt fyrir prentarana. En að ég sé ekkert eins- dæmi um hirðulausa broddsetningu meðal Islendinga, dreg ég af því, að í nýútkominni bók eftir vin minn Steingrím Arason (Smóky Bay, NewYork, 1942) finn ég meðal annars hjásetan á tveim stöðum, og var þó Steingrímur, ef ég man rétt, ágætur skriftarkennari hér á árunum. Lærdómurinn af þessum kommuvillum er einfaldur: Þar sem kerfisbundið aðhald vantar, þar er hætt við breytingum. Þetta varpar nú nokkru Ijósi á eina meiri háttar breytingu í nýju máli íslenzku. Það er hið sunnlenzka latmæli, þegar p, t, k verður b, d, g milli sérhljóða og í enda orðs eftir löngu sérhljóði.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.