Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 14
12
athugunar, þá kemur það í Ijós, að flest þeirra koma
ekki fyrir nema stutt og hálfrödduð á eftir sérhljóði i
einkvæðum orðum, en rödduð milli sérhljóða í tví-
kvæðum orðum:
-v haf : hafa -w vantar alveg
-ð bað : baða -ðð — —
-g sag : saga -33 — —
Af því að tilsvarandi löng hljóð vantar með öllu, veit-
ir kerfið ekkert aðhald. Að visu er til // í eff, vaff og
í offra. En það er raddlaust, þar sem / í haf og hafa
er hálfraddað og raddað (þ. e. v). Því er ekki hægt að
bera saman ef : eff. Fyrir máltilfinningunni eru það tvö
ólík hljóð, eins og ð og þ. Aftur á móti er hægt að bera
saman slaufa og Soffía. Bæði orðin eru að vísu útlend,
en þar sem ff á sér allmargar hliðstæður, þá á / sér
sama sem engar í ósamsettum orðum. Þessar andstæð-
ur gætu verið byrjun á kerfi, en framhaldið vantar.
En vegna þess að / kemur ekki fyrir í íslenzkum (ein-
eða) tvikvæðum orðum, þá er meðferð þess í tökuorð-
um nokkuð á reiki. Um tvo kosti er að velja, ef það
á að halda framburði (og ekki verða v): Orðið getur
lagað sig eftir samsettum orðum eins og SnæfeTl:
slau-fa, só-fi, A-frika, Ste-fán, eða það getur tekið á
sig mynd tvíkvæðra orða með // eins og offra: sóffi,
Affríka, Steff-án, Soff-ía.
Engu slíku er til að dreifa um -ð og -g: Þau eru
alltaf stutt og aðeins stutt í enda orðs á milli sérhljóða.
Þá er að athuga lin- og nefhljóð. Eins og nú skal
sýnt, sanna þau regluna að nokkru leyti, en að nokkru
leyti brjóta þau hana.
1 dal : dall
r dyr: kyrr
m löm : skömm
n ein : einn
hin : hinn
dalur : dallur : Alla, Kalli
vera: verra
ama : amma
eina : einna
bana : banna