Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 21

Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 21
19 Tvennd myndar ávallt andstæður. Hugsum oss, að munurinn milli andstæðnanna sé svo lítill, að hætt sé við, að hljóðunum sé ruglað saman. Hvað gerist þá? Auðvitað reyna menn þá að leggja áherzlu á mismun- inn, stækka bilið milli hljóðanna. Mundi þetta vera sjald- gæft fyrirbrigði? Fjarri fer því. Islenzkan og frændmál hennar, svo að ekki sé lengra leitað, eru full af dæm- um um andstæður (tvenndir), sem með tímanum hafa andhverfzt svo mjög, að þær að endingu hafa snúizt í önnur hljóð eða hljóðasambönd. Þetta á við um ná- lega allar tvenndir stuttra og langra hljóða, hvort sem hljóðin eru samhljóð eða sérhljóð. Lítum fyrst á samhljóðin. Sagan um p:pp, t:tt, k:kk — í orðum eins og tapa: tappa, hita: hitta, taka: takka — er ekki öll sögð, þó að sýnt sé fram á, að p, t, k hafi hreyfzt í áttina til h,d,g í sunnlenzku. Þessi breyting virðist vart hafa orðið fyrri en á 19. öld, og norðlenzka og austfirzka geyma enn hið upprunalega p, t, k. Miklu eldri er sú breyting, að hið upprunalega(?) pp,tt,kk verður hpp, htt, hkk. Hvenær það gerist, er ekki hægt að sjá, nema ef ráða mætti af líkum, sem síðar verður á minnzt, en þegar þessi breyting var komin í kring, þá greindust hljóðin ekki einungis með lengd, heldur einnig með því, að önnur andstæðan var viðblásin (ph,th,kh), en hin forblásin (hpp, htt, hkk). Eftir það var enn síður ástæða til að hljóðin rugluðust, en samt linast p, t, k upp í sunn- lenzkunni og verða að öðrum hljóðum, af því að aðhald vantar frá stuttum b, d, g. Eins og áður er sýnt, er ekki um neinar lengdar- andstæður (tvenndir) að ræða í öng-hljóðum (-f-, -ð-, -g-), nema menn taki j:jj í orðum eins og Bogi (sunnl. bojji, austf. boji), enda verða slíkar andstæður naum- ast fundnar innan einnar og sömu mállýzku nema sem hreinar undantekningar. Þannig mun ég að vísu ávallt nota segi (sejji), en aftur á móti tregi (treji). 2*

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.