Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 29

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 29
27 Ég þykist nú hafa gert ljós nokkur þeirra lögmála, sem bundin eru við kerfis-byggingu málsins og hafa haft allmikið svigrúm í íslenzku. Það, sem tekið hefur verið til athugunar, er aðallega þrennt: 1) Aðhald kerfis hindrar hljóðbreytingar. 2) Skortur kerfisbundins aðhalds gefur byr í segl til breytinga, án þess að vera orsök til þeirra. 3) Andstæðum í kerfi (tvenndum) hættir mjög við að andhverfast, — unz hljóðbreytingar verða af. Hér má kalla kerfið orsök breytingar- innar. Þótt ég hafi lítt stuðzt við önnur rit við samningu greinar þessarar, er auðvitað fjarri því, að ég geti eign- að mér einum hugsanagang þann, er í henni birtist. Hljóðfræðingar, eins og Jespersen, Luick, Prokosch, hafa allir haft næman skilning á mikilvægi kerfanna í málunum. Þó hefur þessi skilningur aukizt á síðustu áratugum vegna rannsókna þeirra manna, er fengizt hafa við hljóðendur tungunnar (the phonems of langu- age) í stað hljóða málsins (the sounds of speech), en það eru aðallega málfræðingamir í Prag (Cercle linguis- tique de Prague) með Rússana R. Jacobson og N. S. Trubetzkoy fursta í broddi fylkingar. En þótt ýmislegt í grein minni varpi ljósi á hljóðenda- kerfi íslenzkunnar, þá er hún fyrst og fremst um hljóð- kerfið. Þess skal getið, að fyrirlestur, sem Leo Spitzer hélt í Málfræðingafélagi Johns Hopkins háskólans ekki alls fyrir löngu um breytingar málsins og orsakir þess, styrkti þá athugun mína, að fastmælskan eða íhalds- semi í máli væri mikilvægur þáttur í breytingu þess.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.