Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 28

Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 28
26 Það er sérstaklega lærdómsríkt að veita því eftir- tekt, að tvíhljóð með tengi-hljóðinu (a, ö, Y) eru ein- kenni á framburði fólks, sem kallað er fastmælt. 1 munni þessa fólks er í og ú óvenjulega fast framborið, þ. e. hátt í munni og með mikilli þenslu. Bein er framborið næstum eins og bei-en.*) 1 upphafi þessa máls var allmjög rætt um hljóð- breytingar, sem virtust allar geta heimfærzt undir regl- una: auðveldun, einföldun, latmæli. Hér höfum vér þá kynnzt hljóðbreytingum, sem auk þess að vera kerfis- bundnar, eru líka augsýnilega orsakaðar af of nákvœm,- um framburði. Fólk, sem er fastmælt, gerir sér alveg sérstaklega far um að tala skýrt, rétt og hægt. Fæstir myndu hafa ímyndað sér, að nákvæmni í tali gæti ver- ið hættuleg fyrir varðveizlu óbreytts máls, en á því get- ur þó ekki leikið nokkur vafi. Það er sennilega einmitt þessi íhaldssama fastmælska, sem átt hefur mikinn þátt í því að breyta löngu sér- hljóðunum í íslenzku, ekki aðeins á þessari öld, heldur hvenær sem var í sögunni. Andstæðurnar gáfu tilefn- ið til breytingarinnar, en fastmælta fólkið dvaldi við löngu hljóðin, unz þau gerðust alóþekkjanleg í fram- burði. Aðgætinn lesari mun hafa tekið eftir því, að í öllum meirihluta dæmanna um andstæður (tvenndir), sem breytzt hafa með tímanum, er það hið langa hljóð, sem breytzt hefur, hið stutta hefur venjulega haldið sér bet- ur. 1 dæmunum i:í, u:ú hefur stutta hljóðið þó ef til vill breytzt meir en hið langa, en þetta er undantekn- ing. Sama gildir um samhljóðin. Og sama virðist gilda um samhljóða-tvenndir eins og p:b, t:d, k:g. Þótt bæði kunni að breytast, þá mun hinu sterkara hljóði vera hættara við breytingunni (sbr. þýzku hljóðin). *) Nákvæmlega sama fyrirbrigði kemur fyrir i tali enskra símasúlkna. Þær segja ávallt nine [nai-an] til aðgreiningar frá five [faiv].

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.