Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 26

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 26
24 orðið ei um leið og y:ý varð i:í. Eftir það tók au (ou) upp rúm þess og varð öy. Með nýju hljóðdvalarbreytingunni skapaðist vísir til nýrra andstæðna (á 15.—16. öld), þar sem öll þessi hljóð gátu orðið stutt eða löng, og á vorum dögum hafa þessar andstæður andhverfzt svo mjög, að valdið hefur hljóðbreytingum eða kerfisrofi. Hið nýja kerfi verður þannig: Upphaflega stutt — grönn: Stutt Löng Stutt Löng minn mið munn mun menn með mönnum mön mann maður Nonni sonur jphaflega löng — breið: sítt síð slútti slúta beitt beit flótti fljóti bætti bæta sláttur slátur austur : ausa Nýrra hljóðbreytinga, sem orsakast af þessum and- stæðum, verður varla vart fyrr en á 19. öld. Fyrir eða um miðja öldina mun vera farið að bera á því, að and- stæðurnar stutt :langt i:i, u:u verði i:e, u:ö. Og þegar útlendir hljóðfræðingar, eins og Andreas Heusler og Buergel Goodwin, fara að athuga málið um aldamótin síðustu, þá kveða þeir upp úr með það, að ÖZZ löngu grönnu sérhljóðin séu tvíhljóð. Þessi tvíhljóð eru öll á einn veg: Síðari hluti hins langa hljóðs missir áherzlu og er kveðinn opnari munni en fyrri hlutinn. Sízt af öllu ber á þessu um a, eflaust vegna þess, að a er svo opið í sjálfu sér, að þó að síð- ari hlutinn slakni, verður mismunurinn á opnun hljóðs- ins hverfandi. En að síðari hlutinn af a slakni í raun og veru, má ráða af því, að það, — eins og önnur löng sérhljóð —, sýndi greinilega lægri sveiflur á síðari hluta

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.