Studia Islandica - 01.06.1949, Síða 27

Studia Islandica - 01.06.1949, Síða 27
25 munn-línunnar í tilraunum mínum. Háar sveiflur benda að öðru jöfnu á sterkari áherzlu en lágar. Hin stuttu tvíhljóð ei, æ, ó, á, au hafa, eins og eðli- legt er, meiri tilhneigingu til breytinga en hin löngu, en vafasamt þykir mér, hvort slíkar breytingar beri að telja andstæðubundnar. Mér þykir meiri líkur, að þær sé í raun og veru afstöðubundnar, því að tvíhljóð eru í eðli sínu lengri en einföld sérhljóð, og það þarf meiri nákvæmni til að bera þau fram rétt, ef þau eru stutt, en ef þau væru lengri. Af því mundu þá stafa breyt- ingar eins og þegar austur verður ustur, hræddur verð- ur hraddur, ætla verður atla. Loks kemur það fyrir, að ógreinilegu tengi-hljóði er bætt aftan við í,ú og tvíhljóð, sem á þeim enda, ef löng eru. Þetta slaka tengihljóð er líklega af sömu rót runnið og hinn slaki síðari hluti sérhljóðanna, sem að framan eru nefnd. Hljóðkerfi 20. aldarinnar er þá eitthvað á þessa leið: Stutt Löng Stutt Löng i Ie Y Yö e eæ Ö öö a a 0 oa í í(a) u u(ö) eí ei(a) Ou ou(ö) a1 ai(*> au au(ö) ö öy(Y) Það skal tekið fram, að um leið og síðari hluti hinna löngu hljóða opnast og slaknar í framburði, virðist oft svo sem fyrri hlutinn lokist og aukist að þenslu í fram- burðinum. Menn geta því oft verið í vafa um, hvort e verði sæ eða Ie, ö verði ö'i eða Yö. Hjá mönnum, sem blanda saman hljóðunum, verður hið síðara. Stundum heyrist manni líka o fremur verða að uo heldur en oa. Líklega er framburðurinn á reiki.

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.