Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 19

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 19
17 að hljóð séu skorðuð í kerfisbundnum andstæðum í byrjun orðs en inni í orði eða í enda orðs. Vera má, að hér sé ein aðalorsökin til þess, að hljóðum er miklu síður hætt við breytingum í byrjun orðs en inni í orði. Af því, sem nú hefur verið sagt um aðhald kerfisins, gætu menn, að lítt athuguðu máli, freistazt til að álykta, að engar breytingar verði á hljóðum, ef þau eru fast skorðuð í ákveðið kerfi. Ekki þarf samt lengi að rýna í sögu hljóðbreytinganna til að sjá, að svo þarf ekki að vera, til eru meira að segja ákveðnar hljóðbreyting- ar, sem virðast svo nátengdar kerfinu, að maður freist- ast til að halda, að þær séu beinlínis kerfinu að kenna. En áður en þær eru teknar til meðferðar, skal fyrst vikið að hinum algengustu kerfum og byggingu þeirra. Eins og áður er sagt, gerir einn ekkert kerfi, tvennt er það minnsta, sem til þess þarf, en þrennt, femt og enn fleiri hlutir geta auðvitað hugsazt í byggingu kerf- anna. Ef til vill mætti þá kalla þessi kerfi tvenndir, þrenndir, ferndir, fimmtir o. s. frv. Til dæmis um tvenndir má taka í byrjun orðs p:b, t:d, k:g; f:v; inni í orði em stutt og löng hljóð með al- gengustu tvenndum í íslenzku. Til dæmis um þrenndir má taka í byrjun orðs p, t, k; b, d, g. Nú má þó kannske líta svo á, að í nýrri íslenzku séu þetta ekki þrenndir, heldur femdir, af því að gerð- ur er greinarmunur á tvenns konar k og g eftir því, hvort þau em kveðin framarlega eða aftarlega í munni. Kerfin verða þá p, t, k, k og b, d, g, g. Hér má líka líta svo á, að k:k og g:g sé tvenndir út af fyrir sig. Svo að tekið sé dæmi upp á ferndir, sem em ná- kvæmlega hliðstæðar tvenndunum í upphafi orðs hér að framan, má nefna lokhljóða-kerfin, sem ætlað er, að verið hafi í hinu fmmstæða indógermanska máli: p,b, ph, bh; t, d, th, dh; k, g, kh, gh o. s. fi'V. Og þótt deila megi um það, að svo hafi verið í fmmmáli, sem eigi er annað en tilgáta málfræðinga, þá verður ekki um 2-

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.