Studia Islandica - 01.06.1949, Síða 7
5
stöfum; hefur þeirra gætt mjög mikið í öllum frænd-
málum íslenzkunnar og líka í forsögu hennar sjálfrar,
en furðanlega lítið, eftir að málið festi rætur í landinu
sjálfu.
Hins vegar hafa skýringar á lengd hljóða verið frem-
ur sjaldséðar í málfræðibókum. Ýmislegt um lengd og
styttingu hefur þó lengi verið kunnugt, og má til þess
nefna uppbótarlengingar, eins og þegar gans verður gás,
og styttingar sérhljóða á undan samhljóðasamböndum,
eins og sjá má í lítill: litla, eða minn: mínir. Á fyrsta
fjórðungi þessarar aldar hefur tilraunahljóðfræðin gef-
ið meiri og betri upplýsingar um lengd hljóða en flest
annað, sem menn vildu hafa spurt hana um. Hún hef-
ur sýnt, að lengd er nátengd séreðli (þ. e. aðkvæði)
hljóðanna og það svo, að tilraunahljóðfræðingar tala
um eðlislengd hljóða. Áður en tilraunahljóðfræðin kom
til sögunnar, kunnu menn að vísu góð skil á ýmsum
lengdarbreytingum, þeim sem áður eru nefndar, og
vissu, að það voru afstöðubundnar breytingar, skyldar
tillíkingunum. Menn vissu líka, að flest hljóð í íslenzku
geta verið bæði stutt, löng og jafnvel hálflöng, eins og
t. d. s í kisa, kyssa og kyssti. Hitt vissu menn ekki, að
lokhljóðin í íslenzku (og mörgum öðrum málum) eru
lengri en önnur samhljóð, og að öðru jöfnu eru órödd-
uðu samhljóðin lengri en þau rödduðu. Þannig er t. d.
Z í sunnlenzkum framburði lengra en í norðlenzkum í
orðum eins og stúlka. Enn fremur sýndi tilraunahljóð-
fræðin oft aðstöðuhljóðbreytingar þar, sem menn urðu
þeirra ekki varir í mæltu máli. Þannig fann ég, að ís-
lenzk sérhljóð voru meira eða minna kveðin í nef á
undan og eftir nefhljóðum.
Líta má á allflestar tillíkingar sem eins konar lat-
mæli. Því fleiri hreyfingar sem talfærin verða að gera
í ákveðnu hljóðasambandi, þeim mun meira er erfiðið
og þeim mun lengri tími fer í það. í orðinu komdu (md)
verður fyrst að loka vörunum og opna nefganginn (m),