Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 20

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 20
18 það deilt, að þessar femdir koma í raun og veru fyrir í lifandi málum á Indlandi. Hvert af þessum kerfum mundi nú líklegast til að halda sér? Líklegt mætti þykja, að því margbrotnari sem kerfin væri, því meiri hætta yrði á ruglingi. Þann- ig hefur t. d. indógermanska femdin p, b, ph, bh orðið í grisku að þrenndinni p, b, ph, og í germönskum málum hefur hún brotnað í f, p, b, þar sem / er fallið úr kerf- inu og eftir er orðin tvenndin p, b. Á hinn bóginn em tvenndir og þrenndir mjög algeng fyrirbrigði, hvar sem litið er í málum. Og svo lífseig eru kerfin oft, að þau geta haldizt óbreytt, þótt hvert einstakt hljóð í þeim breytist. Þannig verða íslenzk-ger- mönsku kerfin p:b, t:d, k:g að pf:p, ts:t, kh:k á háþýzk- um mállýzkum: öll hljóðin breytast, en kerfin haldast. Um breytingar í þessum kerfum má segja þetta: I þrenndum, femdum og stærri kerfum verða breyting- amar að vera samstiga, annars ruglast hljóðin, og kerf- ið rofnar eða dregst saman. En í tvenndum geta breyt- ingamar að vísu orðið samstígar, en þær geta líka ver- ið andhverfar, án þess að kerfið rofni. Verði þær sam- hverfar, þá falla hljóðin saman í eitt. Það eru hinar andhverfu breytingar tvenndanna, sem hér skulu teknar til meðferðar. Tvenndimar eru venju- lega gerðar úr tveim hljóðum, sem em eins, nema í ákveðnu atriði, sem greinir hljóðin í sundur. Þannig eru p:b í íslenzku vara-lokhljóð, bæði órödduð, en p er sterklegar (harðar) framborið og hefur viðblástur, sem b vantar. 1 öðrum málum er munurinn sá einn, að p er óraddað, b raddað, og enn fleiri afbrigði væru hugs- anleg, eins og sjá má af þýzka dæminu pf:p. Ef til vill má líta svo á, að sömu sérhljóð í áherzlusamstöfum og áherzlulausum samstöfum myndi tvenndir (ana). Um það skal þó ekki neitt fuilyrt. Hitt er vist, að löng hljóð og stutt mynda tvenndir í mörgum málum, og þá ekki sízt í íslenzku, á hvaða stigi málsins sem er.

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.