Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 12

Studia Islandica - 01.06.1949, Blaðsíða 12
10 verður í vit: vitlaus. Og það er eigi eingöngu f, sem hagar sér svona í samsetningum, heldur líka öll sam- hljóð önnur en p, t, k, s. Er hægt að finna nokkra skynsamlega skýringu á því fyrirbrigði? Það, sem hér þarf skýringar, er umfram allt þessi sérstaða hljóðanna p, t, k, s. öll önnur samhljóð lengj- ast í samsetningu á undan samhljóði í síðara lið. Þau ein haldast stutt (nema í örfáum orðum, sem að ofan eru nefnd). Tilraunahljóðfræðingurinn veit, að þessi hljóð eru lengri í eðli sínu en öll önnur samhljóð í mál- inu, en sú vitneskja verpur engu Ijósi á þá staðreynd, sem hér er fyrir hendi. Þvert á móti mætti af þessari eðlislengd hljóðanna ætla, að þau mundu, öðrum frem- ur, lengjast, þar sem tilhneiging sýnist vera í málinu að lengja hljóð. Þannig hafa þau oft lengzt í sænskum mállýzkum í einkvæðum orðum, þar sem önnur sam- hljóð héldust stutt, sbr. skepp og rev. En í íslenzkunni hljóta aðrar orsakir að vera að verki, og liggur þá bein- ast við að athuga, hvort þær geti ekki verið kerfis- bundnar að uppruna. Ef litið er til kerfisins, vekur það fyrst athygli, að gerður er strangur greinarmunur á löngum (tvöföld- um) og stuttum (einföldum) p, t, k, s í einkvæðum og tvíkvæðum orðum: hop : hopp hrat : hratt tak : takk haus : hauss krapi : krappi hata : hattur taka : takka mysa : missa dapra : knappra flatri : flattri vekri : þekkri lausra : hvassra 1 sumum þessara dæma er merkingin skorðuð við mismuninn stutt : Iangt hljóð eingöngu (t. d. hrat : hratt). Þar, sem svo er ástatt, má telja, að kerfið hafi sérstaklega góð skilyrði til að haldast. En það helzt líka, þótt aðhaldið sé ekki útaf eins strangt: éta : éttu, dapra: krappra, vekri: þekkri, lausra: hvassra. Ef bætt er við dæmunum þekja : þekkja, vökva : stökkva, er

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.