Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 8
6
því næst að opna varimar, en loka með tungubrodd-
inum bak við tanngarðinn og með gómfillunni fyrir
nefganginn (d). Hér er því um fimm ólíkar hreyfingar
að ræða í einu hljóðsambandi. 1 kondu (nd) er aftur á
móti lokað einu sinni með tungubroddinum bak við
tanngarðinn og þá fyrst opnað fyrir nefganginn með
gómfillunni (n), en síðan lokað (d). Hér er því aðeins
um þrjár hreyfingar að ræða í hinu hálf-tillíkta hljóða-
sambandi. Vinnusparnaðurinn er auðsær, og fullyrða
má, að það taki að öðru jöfnu skemmri tíma að bera
fram nd en md* ) Svipað er nú að segja um allar til-
líkingar. Þær miða allar að því að gera hljóðasambönd-
in einfaldari, auðveldari í munni. Og þegar samhljóð
hverfa í samhljóðasamböndum, eins og t. d. b í kem(b)di,
g í mar(g)t, þá virðist ástæðan enn vera sú sama;
sömuleiðis þegar samfellingar verða, eins og í póst-
( st )jóm.
Hvort sem menn kalla þetta latmæli, einföldun, auð-
veldun — eða jafnvel fegrun (euphony), þá virðist or-
sökin ávallt vera ein og hin sama: Hið margfalda, erf-
iða, tímafreka er gert einfalt, létt, stutt.
En — ekki gengur þessi töfralykill þó að öllum leyni-
hólfum málsins.
Heima í minni sveit hét prestsetrið Eydálir. Varla er
hægt að hugsa sér fallegra og einfaldara nafn. Hvern-
ig gat þá staðið á því, að karlarnir og kerlingarnar
heima í sveitinni afbökuðu það stundum og kölluðu
staðinn ýmist Eyddáli eða Eytáli? Þetta sama fólk kall-
aði að vísu sveitina Breiddál, þótt hún héti Breiðdalur,
*) Sláandi dæmi um hreinan lengdarmismun á samkvæðum
(homorganic) og ósamkvæðum (heterorganic) hljóðasamböndum
koma fyrir í enskri málsögu skömmu eftir daga Álfráðs mikla.
Þá lengjast sérhljóð á undan samkvæðu samböndunum mb, nd,
Id, ng, en haldast stutt á undan ósamkvæðu samböndunum md,
mg, Ig. Þau haldast líka stutt á undan samkvæðu samböndunum
mp, nt, It, nk, og sannar það, að þá voru p, t, k lengri hljóð en
b,d,g — alveg eins og þau eru í íslenzku nú á dögum.