Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 15

Studia Islandica - 01.06.1949, Qupperneq 15
13 Ef fyrst er litið á dæmi eins og dál: daJl, bein : beinn, þá er auðséð, að hér er hinn fomi munur á stuttu og löngu hljóði orðinn að mun á tveim ólíkum hljóðum: l :dd,n : dn. Þetta er að sínu leyti ekki ólíkt muninum, sem er á v: ff, enda virðist verkunin vera hin sama. Þessum andstæðum er að vísu aldrei blandað saman, en þær eru orðnar of ólíkar til að halda hvor annarri í skefjum. Hér er þá ástæða til að fara með -Z og -n eins og farið er með -v, -ð, -g, enda er það gert. Á hinn bóginn er sami munur á ála : ATla, dyr : kyrr, löm: skömm, man: mann eins og á haus: hauss, krapi: krapfn, hatur : hattur, þak: þakk. Maður skyldi því ætla, að gerður væri eins skarpur greinarmunur á þessum hljóðum í samsetningum og gert er á þák og þákk. En svo er ekki, heldur eru hljóðin -l, -r, -m, -n ávallt lengd með styttingu undanfarandi sérhljóðs í fyrra lið sam- settra orða. Dæmi: cdvís (líkara Aila en álá), berbakt (berr-), fimleikar (fimm-), mansöngur (líkara mann- en man-). Þar með skal auðvitað ekki fullyrt, að menn segi ekki stundum man-söngur heldur en mann-söngur til að fyrirbyggja misskilning. En algengur mun sá framburður ekki vera. Hvemig getur nú staðið á þessu? Því er ekki auð- svarað að svo stöddu. Hvernig sem á því stendur, hafa áhrif tvíkvæðra orða með samhljóðasamböndunum l, r, m, n + samhljóð orðið sterkari en íhald upprunans (man: mann). Er það af því, að tvíkvæð orð með l,r, m,n + samhljóð eru svo tíð? Eða hafa l,r,m,n hér lagað sig eftir v, ð, g? Að minnsta kosti standa þau nú öll saman móti p, t,k,s í einum flokki. Hér að framan hefur nú verið sýnt, hvemig kaup- skapur helzt óbreytt fyrir kerfisbundið aðhald (pre- servative systematic analogy), þcir sem haf-göla breyt- ist vegna skorts á þessu kerfisbundna aðhaldi. En til að mynda kerfi þarf að minnsta kosti tvo hluti, sem að einhverju leyti verða andstæður. Einn gerir

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.