Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 4 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 4 . M A R S 2 0 2 1 STJÓRNMÁL Samfylkingin mælist nú stærsti f lokkurinn í Reykjavík með 26,4 prósenta fylgi, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Um er að ræða eilítið meira fylgi en í niðurstöðum kosninganna 2018 þegar flokkurinn fékk 25,9 prósent atkvæða. Flokkarnir sem mynda meiri- hluta í Reykjavík bæta allir við sig fylgi frá kosningum. Samanlagt fylgi meirihlutans er 54,7 prósent samkvæmt könnuninni en saman- lagt kjörfylgi þeirra er 46,4 prósent. Píratar mælast með 10,5 pró- sent og bæta við sig tæpum þremur prósentum frá kosningum. Bæði Viðreisn og Vinstri græn mælast með 8,9 prósenta fylgi. Um veru- lega fylgisaukningu er að ræða hjá VG sem fékk 4,6 prósent atkvæða í kosningunum og myndi flokkurinn bæta við sig einum borgarfulltrúa. Flokkarnir sem eru í minnihluta í borginni tapa hins vegar allir fylgi samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisf lok kurinn tapar einum borgarfulltrúa og mælist með 25,2 prósent sem er 5,6 pró- sentum undir kjörfylgi f lokksins. Miðf lokkurinn dalar um rúm- lega eitt og hálft prósent og Flokkur fólksins fengi ekki mann kjörinn samkvæmt könnuninni og fer úr 4,3 prósentum niður í 3 prósent. Fram- sóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einu prósenti frá kosningum og ætti afturkvæmt í borgarstjórn með einn fulltrúa. Könnunina gerði Gallup fyrir Samfylkinguna á tímabilunum 6. nóvember til 13. desember 2020 og 28. janúar til 14. febrúar 2021. Um netkönnun var að ræða og 1.054 svöruðu henni. Tæp 62 pró- sent svarenda tóku afstöðu til ein- stakra stjórnmálaf lokka. Rúm 11 prósent sögðust myndu skila auðu, ekki kjósa eða vildu ekki svara spurningunni en 26,9 prósent svar- enda sögðust ekki vita hvaða flokk þau myndu kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú. – aá Fylgi meirihlutans í Reykjavík eykst Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa einn borgarfulltrúa til Vinstri grænna ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú, miðað við nýja skoðanakönnun Gallup. Flokkur fólksins næði ekki inn manni en Framsóknarflokkurinn ætti afturkvæmt í borgarstjórn. Allir flokkar í minni- hluta tapa en fylgi allra flokka í meirihluta vex. 26,4% 0 50 100 150 200 25,2% 10,5% 8,9% 8,9% 6,6% 4,5% 4,3% 3,0% 1,7% Annað ✿ Hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa ef kosið yrði til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag? Mikil spenna var í lofti í gær vegna gosóróa á skjálftasvæðinu á Reykjanesi. Var jafnvel búist við að gos hæfist innan fárra klukkutíma en ekki voru merki um það á yfirborði þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöld. Fjölmiðlafólki var ekki hleypt nær en að bílastæðinu við Oddafell, um tvo kílómetra austan við Keili. „Kvikan hljóp þarna upp eða til hliðar en virðist ekki hafa farið nálægt yfirborði og þá hafi hlutirnir róast niður,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, um stöðuna í gærkvöldi. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Pssst ... Hver er þín uppáhalds sósa? Mmm ... Sósan gerir góðan mat enn betri!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.