Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 28
Vonin er sú að þegar sveppaflík hættir að vera gagnleg sé hægt að endurnýta hana með því að láta sveppina éta hana aftur. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Ákveðin fyrirtæki eru farin að nýta sveppaþræði til að búa til efni sem gætu hugs- anlega komið í staðinn fyrir leður og silki. Þessi efni eru ekki enn komin á almennan markað, en þessir framleiðendur eru að sýna að efni sem eru gerð út sveppa- þráðum geta verið endingargóð og hafa minna kolefnisfótspor en mörg önnur efni. Fjallað var um þessa framleið- endur í ítarlegri grein á vefsíðu The Washington Post síðasta haust. Þar kom fram að sam- kvæmt Sameinuðu þjóðunum er tískuiðnaðurinn næstmest mengandi iðnaðurinn, á eftir olíu- iðnaði. Tískuiðnaðurinn notar gríðarlegt magn af vatni og er ábyrgur fyrir 10% af allri kolefnis- losun í heiminum, sem er meira en allt alþjóðaflug og skipaflutningar samanlagt. Vandamálið hefur líka versnað mikið þökk sé ódýrum, fjölda- framleiddum flíkum sem eru oft lítið notaðar áður en þær enda á ruslahaug. Árið 1960 hentu Bandaríkjamenn 1.710 tonnum af textíl í landfyllingar en árið 2017 var sú tala komin upp í 11.150 tonn. Fyrir vikið er mikil eftir- spurn eftir sjálf bærari efnum. Alveg ný efni Fyrirtækið MycoWorks var stofnað árið 2013. Þar er land- búnaðarúrgangur nýttur til að fóðra sveppategund sem étur við til að fá hana til að mynda sveppa- þræði sem er vandlega stjórnað. Með því að stjórna hitastigi, raka- stigi og öðrum umhverfisþáttum er hægt að koma í veg fyrir að sveppir myndist og fá sveppaþræðina til að vaxa þannig að þeir myndi trefja- blöð. Varan sem verður til er kölluð Reishi og það er hægt að vinna þetta efni eins og leður. MycoWorks segir að prófanir hafi sýnt að Reishi sé sterkara en leður og jafn endingargott og eins í útliti. Þannig að þarna er komið nýtt efni sem er hægt að nýta til að framleiða föt, sem gæti verið gott fyrir umhverfið. Vonin er sú að þegar sveppaflík hættir að vera gagnleg sé hægt að endurnýta hana með því að láta sveppina éta hana aftur. Framleið- endurnir segja að Reishi sé lífbrjót- anlegt undir réttum aðstæðum en að það sé undir vörumerkjum sem kaupa Reishi komið að tryggja að því sé fargað á ábyrgan hátt. Bolt Threads er annað svipað fyr- irtæki, sem var stofnað árið 2009. Þar eru lífræn efni notuð til að fóðra ger og sveppi sem umbreyta þeim svo í efni sem fyrirtækið notar til að framleiða efnið Micro- silk, sem líkir eftir köngulóarsilki, og Mylo, sem er „leðrið“ þeirra. Leðurframleiðendur benda samt sem áður á að það sé óheiðarlegt af fyrirtækjum sem framleiða stað- gengla leðurs að halda því fram að þessi efni geti bjargað lífi dýra eða unnið gegn loftslagsbreytingum. Talsmenn leðuriðnaðarins í Banda- ríkjunum segjast ekki senda eitt einasta dýr í slátrun og að ein- faldlega sé verið að nýta skinn af dýrum sem er lógað til manneldis og myndi annars enda á haug- unum. En þeir viðurkenna líka að vinnslu leðurs fylgi mikil mengun. Arðbær bransi Fjárfestar hafa eytt milljónum dollara í þessi lífrænu textílefni. MycoWorks hefur safnað tugum milljóna dollara í fjármögnun og er að opna aðra verksmiðju til að auka framleiðslugetuna. Í tísku- vikunni í New York á seinasta ári var Reishi frumsýnt og fyrirtækið sækist eftir frekara samstarfi við tískuhönnuði. Bolt hefur fengið yfir 200 milljón dollara fjármögnun en hefur farið varlega inn á markaðinn á síðustu árum. Fyrirtækið hefur selt örfáar vörur í takmörkuðu upplagi á háu verði og þær hafa selst upp mjög hratt, því eftirspurnin er mikil. Stella McCartney, sem notar engar dýraafurðir í vörur sínar, sýndi tenniskjól sem var gerður úr Microsilk og veski úr Mylo árið 2019, en hvorugt var til sölu. Nútímalistasafnið í New York sýndi líka gullkjól úr Microsilk efninu á sýningu árið 2017. Efnin frá Bolt eru eingöngu seld til vörumerkjanna Stella McCartney, Adidas, Kering og lululemon en vörur úr Mylo fara í almenna sölu á þessu ári. Ný efni úr sveppaþráðum Framleiðsla er hafin á nýjum gerðum af textíl úr sveppaþráðum sem er hægt að nota til fata- gerðar. Vonast er til að slík efni verði lífbrjótanleg og betri fyrir umhverfið en hefðbundin efni. Mörg þúsund tonn af textíl enda á haugunum á hverju einasta ári. Það er mikil eftirspurn eftir sjálfbærari og lífbrjótanlegum efni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Stella McCartney sýndi tenniskjól sem var gerður úr Microsilk árið 2019. MYND/BOLTTHREADS.COM Þessi gullkjóll er úr Microsilk-efninu og var til sýnis á Nútímalistasafninu í New York.MYND/BOLTTHREADS.COM Mylo er efni sem líkir eftir leðri en er framleitt úr sveppum og geri. MYND/BOLTTHREADS.COM 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.