Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 8
Við höfum ekki
fengið upplýsingar
um ákvörðun um að auka
eftirlit með flokki okkar. Ef
það reynist satt munum við
berjast gegn því fyrir dóm-
stólum.
Stefan Keuter, þingmaður AfD
Það er bæði óum-
hverfisvænt og dýrt
að geyma of mikið af mun-
um sem hafa ekkert sérstakt
gildi fyrir safnið.
Skúli Vignisson,
stjórnarformaður
Tækniminja-
safnsins
NÁTTÚRUHAMFARIR Safnaráð hefur
tilkynnt að Tækniminjasafninu á
Seyðisfirði sé ekki heimilt að geyma
verðmætustu gripina á hættusvæði
C eftir að aurskriðurnar miklu féllu
í desember. Þetta eru munir úr
Gömlu símstöðinni sem hafa verið
til sýnis að Hafnargötu 44. Meðal
þessara gripa eru búnaður til mors-
sendinga og allt sem því tilheyrir.
Starfsmenn safnsins eru nú í sam-
starfi við Þjóðminjasafnið að fara
yfir alla munina og meta hvað verð-
ur flutt og hverju fargað. Starfsemi
safnsins hefur verið í f leiri húsum,
svo sem Angró, Skemmunni og Vél-
smiðjunni.
Er safnið nú skilgreint á neyðar-
stigi og björgun muna stendur yfir.
Í þrígang á tveimur mánuðum hefur
svæði í suðurhluta Seyðisfjarðar
verið rýmt vegna ofanflóðahættu.
Skúli Vignisson stjórnarfor-
maður segir framtíðarfyrirkomu-
lag safnsins nú í biðstöðu. „Við erum
enn að bíða eftir nýju hættumati
og hvort það verði hægt að byggja
á staðnum,“ segir hann.
Skemmdir á safnsvæðinu urðu
gríðarlegar í skriðunum og hafin er
hópfjármögnun til endurbyggingar.
„Það er eiginlega ekkert húsnæði
laust hérna á Seyðisfirði þannig
að við þurfum sennilega að keyra
þessu verðmætasta á Egilsstaði,“
segir Skúli. „Það sem er ekki talið
verðmætt verður f lutt í skemmu á
Strandavegi.“
Tækniminjasafnið á gríðarlegt
magn muna og byrjað var að huga
að grisjun áður en skriðurnar féllu.
Þetta eru munir sem til eru önnur
eintök af í öðrum söfnum og þykja
ekki mjög verðmætir.
„Safnið á allt of mikið af munum
og sérfræðingar Þjóðminjasafnsins
aðstoða okkur við að fara yfir safn-
kostinn. Það er bæði óumhverfis-
vænt og dýrt að geyma of mikið af
munum sem hafa ekkert sérstakt
gildi fyrir safnið,“ segir Skúli. Ekki
sé nóg að hluturinn sé gamall, hann
verði að hafa tengingu við safnið og
samfélagið fyrir austan.
Skúli seg ir verkef nið mjög
umfangsmikið og marga koma að
starfinu. Reiknar hann með því að
verkefnið taki tvo eða þrjá mánuði
en þá verður skammt í að hættumat
liggi fyrir og hægt verður að skipu-
leggja starfsemina til frambúðar.
„Við þurfum væntanlega að
byggja nýtt húsnæði. Hvort það
verður á þessum stað eða annars
staðar í bænum verður að koma í
ljós,“ segir Skúli. Öruggt sé þó að
Tækniminjasafnið f lytji ekki frá
Seyðisfirði.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Bann á verðmæta gripi á hættusvæði
Tækniminjasafninu á Seyðisfirði er óheimilt að geyma gripi Gömlu símstöðvarinnar á hættusvæðinu. Verið er að fara yfir allan safn-
kostinn og grisja það sem ekki er talið verðmætt. Framtíðarfyrirkomulag safnsins kemst ekki á hreint fyrr en með nýju hættumati.
Tækniminjasafnið skemmdist mikið í aurskriðunum í vetur. MYND/AÐSEND
ÞÝSKALAND Samkvæmt heimildum
Der Spiegel mun þýska leyniþjón-
ustan auka eftirlit með hegðun
þingmanna f lokksins Alternative
für Deutsch land, AfD.
Ákvörðunin var tekin á grund-
velli þess að stjórnvöld í Þýskalandi
óttast að meðlimir f lokksins ali á
hatri sem ógni lýðræði landsins.
Talsmaður þýsku leyniþjónustunn-
ar vildi ekki staðfesta fregnirnar
þegar leitað var eftir viðbrögðum.
Með ákvörðuninni er ljóst að
stjórnvöld í Þýskalandi myndu
vakta öll samskipti starfsmanna
AfD, en að sögn Stefan Keuter sem
situr á þingi fyrir hönd f lokksins,
mun AfD berjast gegn ákvörðun-
inni ef setið verður um þingmenn
hans.
Af D hefur barist gegn því að
landamærin séu opnuð fyrir f lótta-
mönnum og gegn Evrópusamband-
inu og byggir á hugmyndum öfga-
hægri stefnu. Þá hefur f lokkurinn
gefið sig út fyrir að vera á móti
íslamsvæðingu vestrænna ríkja.
Flokkurinn sem var stofnaður
árið 2013 átti góðu gengi að fagna í
þingkosningunum árið 2016 þegar
fjölmargir kjósendur sem voru
ósáttir við þá stefnu Angelu Merkel
að opna landamærin fyrir millj-
ónum flóttamanna kusu hinn nýja
f lokk. Heilt yfir fékk f lokkurinn
tæplega sex milljónir atkvæða og 94
sæti af 594 í kosningunum og sæti á
öllum héraðsþingum.
Stefna AfD um að vera mótfall-
inn aðgerðum stjórnvalda til að
hindra frekari útbreiðslu kóróna-
veirunnar hefur dregið verulega
úr fylgi f lokksins að undanförnu.
Búist er við að fylgið hrynji í þing-
kosningunum sem eru á dagskrá
síðar á þessu ári.
Öfgasinnaðir stuðningsmenn
AfD hafa verið dæmdir fyrir ódæð-
isverk á undanförnum mánuðum.
Stephan Ernst sem vann sem sjálf-
boðaliði fyrir flokkinn var á dögun-
um dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
morðið á Walter Lübcke, þingmanni
Kristilegra demókrata.
Þá var maður dæmdur í lífstíðar-
fangelsi fyrir áramót fyrir skotárás
í samkunduhúsi gyðinga í Þýska-
landi. Maðurinn sýndi frá árásinni
í beinni og viðurkenndi við yfir-
heyrslur að aðhyllast stefnu öfga-
hægri f lokka. – kpt
Leyniþjónustan vill auka
eftirlit með þingmönnum
Jörg Meuthen hefur setið á Evrópuþinginu frá 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins
á liðnu starfsári.
2. Staðfesting ársreiknings samstæðu
og móðurfélags og tekin ákvörðun um
hvernig fara skuli með hagnað eða tap
félagsins á reikningsárinu.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins, ef borist hafa.
5. Kosning þriggja einstaklinga
í tilnefningarnefnd.
6. Kosning stjórnar félagsins.
7. Kosning löggilts endurskoðanda
eða endurskoðunarstofu.
8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
félagsins fyrir störf þeirra sem og þóknun
nefndarmanna í undirnefndum og
í tilnefningarnefnd.
9. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
félagsins.
10. Tillaga um lækkun á hlutafé vegna
eigin hluta og breytingu á samþykktum
félagsins.
11. Tillaga um lækkun á hlutafé með greiðslu
til hluthafa og breytingu á samþykktum
félagsins.
12. Tillaga um að heimila félaginu kaup
á eigin hlutabréfum skv. 55. gr.
hlutafélagalaga.
13. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka
á dagskrá.
14. Önnur mál.
Tvær tillögur eru um breytingar á samþykktum
félagsins vegna lækkunar hlutafjár sem báðar
varða grein 4.1 í samþykktunum. Þá er lögð til
breyting á viðauka við samþykktir sem tengjast
heimild til kaupa á eigin hlutum félagsins.
Stjórn félagsins hefur ákveðið í samræmi
við grein 10.6 í samþykktum félagsins að
aðalfundur verði eingöngu haldinn rafrænt.
Hluthafar sem ætla að sækja fundinn skulu
skrá sig á smartagm.com eigi síðar en fimm
dögum fyrir hluthafafundinn, eða fyrir klukkan
16:00, 6. mars 2021. Fundurinn fer fram í
gegnum tæknibúnaðinn Lumiglobal þar sem
hluthafar geta fylgst með aðalfundarstörfum og
tekið þátt í atkvæðagreiðslum.
Stjórn Símans hf.
Vísað er til Kauphallartilkynningar Símans frá 18. febrúar 2021 þar sem boðað var til fundarins.
Ítarlegri upplýsingar um efni fundarins, þar á meðal skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir fundinn,
eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins siminn.is/umsimann/fundir.
Dagskrá
Aðalfundur Símans hf.
Verður haldinn rafrænt fimmtudaginn
11. mars 2021 kl. 16:00
4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð