Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 18
4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FERMINGARBLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Veglegt sérblað Fréttablaðsins um ferminguna
kemur út þriðjudaginn 9. mars.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Áhugasamir auglýsendur hafi samband við:
Jón Ívar Vilhelmsson
Sími 550 5654
jonivar@fr ttabladid.is
Arnar Magnússon
Sími 550 5652
arnarm@frettabladid.is
Jóhann Waage
Sími: 550-5656
johannwaage@
frettabladid.is
Ruth Bergsdóttir
Sími 694 4103
ruth@frettabladid.is
SKÍÐI Íslensku landsliðskonurnar á
skíðum stóðu í ströngu á FIS-móta-
röð sem fram fór á Ítalíu síðustu
daga. Þær kepptu í svigi og stór-
svigi í Abetone. Þar vann Katla
Björg Dagbjartsdóttir sitt fyrsta
alþjóðlega FIS-mót og frammistaða
hennar á mótunum mun að öllum
líkindum skila henna bættri stöðu
á næsta heimslista.
Um síðustu helgi hafnaði Hólm-
fríður Dóra Friðgeirsdóttir annars
vegar í áttunda sæti og hins vegar
í fimmta sæti í svigkeppni móta-
raðarinnar. Hólmfríður Dóra náði
svo besta árangri íslensku keppend-
anna þegar hún varð í sjötta sæti í
stórsvigi. Í lokamótinu í mótaröð-
inni krækti Hólmfríður Dóra síðan
í annað sætið í stórsvigi og fékk fyrir
það 68.15 FIS-stig sem er nálægt
stöðu hennar á heimslista.
„Ég er heilt yfir mjög sátt við
frammistöðu mína á mótunum á
Ítalíu. Brekkurnar þar voru frekar
f latar sem hentar mér ekki vel
þannig að mér finnst ég eiga tölu-
vert inni. Ég kann betur við mig í
brattari brekkum og ég held að ég
geti bætt árangur minn enn meira
og náð betri úrslitum í komandi
mótum. Það verður nóg að gera á
næstunni og það má segja að við
munum búa í ferðatösku næstu
vikurnar. Við erum nýkomnar
til Slóveníu þar sem við keppum
á FIS-mótum næstu daga,“ segir
Hólmfríður en keppni hefst með
stórsvigskeppni í Maribor í dag.
„Hótellífið hér í Maribor er frekar
skrautlegt og sem dæmi má nefna
að þegar við komum hingað byrj-
uðum við á því að fara út í búð og
kaupa þvottaefni til þess að þvo
fötin okkar í baðinu. Það er hins
vegar frábært að vera farin að
keppa aftur reglulega eftir að hafa
ekkert keppt frá mars á síðasta ári
til janúar á þessu ári. Keppni hófst í
Svíþjóð í janúar og það var geggjað
að komast aftur í brekkurnar. Það
tók hins vegar tíma að komast aftur
í keppnisgírinn. Ég fann það vel
þarna að það er tvennt ólíkt að æfa
og keppa. Það var smá ryð í fyrstu
keppnunum en mér finnst ég hafa
verið að bæta mig mót frá móti síð-
ustu vikurnar,“ segir hún um yfir-
standandi keppnisár.
Hólmfríður Dóra hefur búið í
Åre í Svíþjóð í tvö og hálft ár en þar
æfir hún við kjöraðstæður undir
handleiðslu toppþjálfara. Þá hóf
hún nám í líftækni í fjarnámi frá
Háskólanum á Akureyri í haust og
kann hún vel við það. Þetta fyrir-
komulag hentar henni vel og hún
er ánægð á sænskri grundu.
„Ég æf i í raun bara eins og
atvinnumaður í Åre og þar eru
aðstæður eins og þær gerast bestar
í Evrópu og þjálfararnir frábærir. Ég
er því mjög ánægð þar og sé fram á
að búa þar áfram næstu árin. Líf-
tæknin er svo mjög heillandi og
hentar mér vel að vera í fjarnámi
með skíðaiðkuninni. Þannig get ég
stýrt álaginu hvað námið varðar og
lært þegar mér hentar. Mér finnst ég
vera að bæta mig mikið á skíðunum
í Åre og mér líður í bænum,“ segir
landsliðskonan.
„Fram undan er núna mikil törn
af mótum og æfingum sem er bara
mjög skemmtilegt. Eftir mótið í
Slóveníu förum við til Austurríkis í
æfingabúðir og þaðan svo til Ítalíu
þar sem við tökum þátt á ítalska
meistaramótinu. Mótahrinan endar
svo heima á Íslandi þegar Íslands-
meistaramótið fer fram. Hvað lang-
tímamarkmið hjá mér varðar þá
er bara stefnan að halda áfram að
bæta mig og klífa upp heimslistann
með góðum árangri á FIS-mótum.
Svo langar mig að standa mig vel á
komandi stórmótum. Stóra gulrótin
er svo að koma mér inn á Ólympíu-
leikana á næsta ári. Það verður hörð
barátta um að tryggja mér farseðil
þangað en ég er staðráðin í að berj-
ast um sæti þar,“ segir hún um fram-
haldið. hjorvaro@frettabladid.is
Finn bætingar á hverju móti
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, landsliðskona á skíðum, er ánægð með að vera komin á fulla ferð aftur í
brekkunum. Hólmfríður Dóra, sem býr í Svíþjóð, unir hag sínum vel þar og stefnir á Ólympíuleikana.
Hólmfríður
Dóra stefnir á
að keppa fyrir
hönd Íslands á
Vetrarólympíu
leikunum í
Peking á næsta
ári. MYND/SKÍ
Ég æfi í raun bara
eins og atvinnu-
maður í Åre og þar eru
aðstæður eins og þær gerast
bestar í Evrópu.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
FÓTBOLTI Keppni hófst í gær í 16 liða
úrslitum Meistaradeildar kvenna í
knattspyrnu með fimm leikjum. Þar
á meðal var Íslendingaslagur Gló-
dísar Perlu Viggósdóttur í Rosen-
gård og Kristrúnar Rutar Antons-
dóttur hjá St. Pölten frá Austurríki.
Lokatölur í leik liðanna í Svíþjóð
urðu 2-2 en það var Mateja Zver,
fyrrverandi leikmaður Þórs/KA
sem skoraði bæði mörk St.Pölten
í leiknum. Slóvenski sóknartengi-
liðurinn kom austurríska liðinu
2-0 yfir en Sanne Troelsgard og
Caroline Seger jöfnuðu metin fyrir
Rosengård.
Glódís Perla spilaði allan leikinn
í hjarta varnarinnar hjá Rosengård
en Kristrún Rut kom inn á sem vara-
maður þegar rúmur stundarfjórð-
ungur var eftir af leiknum.
Í dag mæta Sara Björk Gunn-
arsdóttir og ríkjandi meistarar
í keppninni Lyon, svo Brøndby í
Danmörku og Bayern München
með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur
innanborðs leikur við BIIK Kazyg-
urt. – hó
Zver reyndist
Glódísi erfið
Hólmfríður
Dóra með verð
launin sem
fylgdu því að
lenda í öðru
sæti í stórsvigi.
MYND/SKÍ
Fyrrverandi Akureyringurinn Mat
eja Zver var á skotskónum í gær.
ENSKI BOLTINN Liverpool fær Chel-
s ea í heimsókn í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu karla á Anfield í
kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur
í baráttunni um sæti í Meistaradeild
Evrópu á næsta keppnistímabili.
Liverpool fær til baka þrjá leikmenn
sem voru ekki með Liverpool um
síðustu helgi.
Alisson Becker snýr aftur í mark
Liverpool eftir að hafa verið fjar-
verandi vegna fráfalls föður síns,
Fabinho hefur náð sér af meiðslum
sem voru að plaga hann og Diogo
Jota hefur hrist af sér veikindi sem
voru að hrjá hann. – hó
Endurheimta
þrjá leikmenn