Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Allavega er ekkert sem bendir til að borgarbúar telji brýna þörf á því að bjarga borg sinni úr klóm borgarstjór- ans, Dags B. Eggertssonar. Ríkisstjórn sem mynd- uð var um kyrrstöðu hleypur ekki hratt. opið alla daga kl. 10 – 21 25. febrúar - 14. mars V itanlega er ekki hægt að ætlast til að einstaklingar sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri í pólitískri umræðu séu umvafðir stóískri ró. Það hlýtur samt að vera hægt að gera þá kröfu til þeirra að þeir láti pólitískt ofstæki ekki ræna sig allri dóm- greind. Ef þeir eru þannig gerðir að þeir eru æstir f lestum stundum þá ættu þeir sjálfra sín vegna að leita eftir ráðgjöf hjá einstaklingum sem aðhyllast heilbrigða skynsemi og yfirvegun. Á Útvarpi Sögu, og kannski víðar, hefur undan- farið hljómað enn ein auglýsingin frá aðgerða- hópnum Björgum miðbænum og Bolla Kristins- syni, þar sem reynt er að sannfæra hlustendur um að borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggerts- son, hviki hvergi í því hrollvekjandi markmiði sínu að eyðileggja Reykjavík. Ekki er útskýrt hvaða leiðir Dagur á að hafa valið sér í hinu öf luga skemmdarstarfi sínu gegn borgarbúum. Vitað er að hann er hlynntur göngu- götum í miðbænum og borgarlínu, sem hefur nægt til að kalla yfir hann fordæmingu frá pólitískum andstæðingum. Þessi skoðun hans er þó í takt við vilja stórs hluta borgarbúa. Borgarstjórinn er einnig hlynntur því að fólk gangi, hjóli eða nýti almenningssamgöngur í stað þess að fara allra sinna ferða á einkabílnum. Sú skoðun getur varla verið hættuleg, hún hljómar reyndar ansi skyn- samlega. Göngugötur skapa sjarmerandi miðbæ og góðar almenningssamgöngur eru kostur við hverja borg. Meirihluti borgarbúa er líklegur til að vera sammála því. Allavega er ekkert sem bendir til að borgarbúar telji brýna þörf á því að bjarga borg sinni úr klóm borgarstjórans Dags B. Eggerts- sonar, sem samkvæmt áðurnefndri auglýsingu á að vera gangandi eyðileggingarmaskína. Auglýsing þessi er greinilegt innlegg í kosninga- baráttu fyrir þingkosningar í haust enda segir þar: „Nú ætlar Samfylkingin sér stóra hluti í næstu alþingiskosningum. Er ekki nóg að horfa upp á Dag B og co eyðileggja Reykjavík? Ekki láta þau eyðileggja allt Ísland. Við kjósum ekki xS. Aldrei! Aldrei!“ Allnokkrar líkur eru á að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn. Svo sannarlega þurfa ekki allir að fagna þeim möguleika, sumum kann jafnvel að þykja tilhugsunin hrollvekjandi. Það hlýtur þó að vera hægt að koma efasemdum sínum eða ógleði vegna þess til skila á hófsamari hátt en gert er í furðulega ofstækisfullri auglýsingu þar sem borgarstjórinn er settur í hlutverk tortímanda. Heimur stjórnmálanna er grimmur og stjórn- málamenn verða að þola gagnrýni. En þegar spjótum er beint að þeim á þann hátt sem gert er í þessari auglýsingu þá er ekki hægt að láta eins og það sé bara hluti af leiknum. Heift eins og þarna birtist er ekki eðlileg. Henni þarf að sjálfsögðu að andmæla. Aldrei! Aldrei! Árið 2020 voru haldnir ófáir blaðamannafundir þar sem ríkisstjórnin trommaði upp aðgerða-pakka. Opinber fjárfesting dróst hins vegar saman árið 2020 um 9,3% samkvæmt Hagsjá Lands- banka Íslands. Sú mynd sem blasir við er grafalvarleg. Hundruði milljarða átti að verja í innviði til að koma til móts við þungt högg sem íslenska þjóðin stóð frammi fyrir vegna COVID-19 og sóttvarnaaðgerða. Það studdi Viðreisn. Ríkisstjórnin lofaði auknum útgjöldum, sér- staklega til fjárfestinga í innviðum. Það gerði hún í fjár- lögum og fjáraukalögum. Þetta virðist ekki hafa skilað sér út í raunheima. Niðurstaðan er samdráttur. Viðreisn sagði strax í mars í fyrra að nú væri tími stórra skrefa . Nauðsynlegt væri að fara í stórauknar fjárfestingar í innviðum. Við settum fram ýmsar til- lögur til að flýta framkvæmdum eða um ný verkefni. Þær voru allar felldar. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvenær farið er í slíkar aðgerðir. Tíminn fyrir fjárfestingar var árið 2019 og 2020. Tímasetning margboðaðra opinberra fjár- festinga skiptir máli. Ef þær fara af stað á fullum þunga á sama tíma og almenn atvinnuvegafjárfesting tekur við sér, getum við verið að horfa upp á alvarleg, jafnvel kunnugleg hagstjórnarmistök. Og þau verða skrifuð á ríkisstjórnina. Þessi eitraði kokteill gæti leitt til þess að kreppan verði bæði dýpri og þenslan meiri. Niður- staðan er alltaf sú sama - verðbólga sem heimilin og fyrirtækin í landinu greiða fyrir. Það var væntanlega ekki það sem vakti fyrir ríkisstjórninni en er nú að raungerast. Ríkisstjórn sem mynduð var um kyrrstöðu hleypur ekki hratt. Ríkisstjórnin hefur enn og aftur sýnt það í verki að hún veldur ekki hlutverki sínu þegar það kemur að hagstjórn landsins. Ríkisstjórnir þurfa að geta fylgt málum sínum úr hlaði. Kosningabaráttan 2016 og 2017 snerist um innviðafjárfestingar og uppsafnaða þörf. Í ljósi þess hefði mátt ætla að ríkis- stjórnin yrði tilbúin með plan þegar á reyndi. Reyndin er hins vegar sú þegar kemur að innviðafjárfestingu að það eru fáar ríkisstjórnir sem hafa talað jafn mikið og gert jafn lítið. Eitraður kokteill Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Skjálftastjörnur Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er glöggur mannlífsrýnir og ofurnæmur á fínustu pensil- strokur tilverunnar og fær ekki betur séð en að Kristín Jóns- dóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, sé að stela skjálftasenunni með slíkum tilþrifum að fara hljóti um eldri jarðfræðistjörnur. „Kristín Jónsdóttir er aldeilis ein smört sem kann að stela senunni. Ég tek eftir því að það er kominn órói í eldri stjörnur, Magnús Tuma og Ragnar skjálfta, sem vilja líka athygli,“ skrifar Jón Óskar á Facebook og bætir við að það gæti reynst erfitt þar sem Kristín er „ans“ elding. Laun heimsins Tónninn í Birni Inga á Viljanum var þyngri á Facebook eftir að hann frétti í fjölmiðlum að sýslumaður hefði farið fram á gjaldþrotaskipti Viljans vegna 50.000 króna lífeyrisskuldar sem hann segist margoft búinn að útskýra að sé á misskilningi byggð. Hann segist tæplega trúa að svo mjög liggi á að þagga niður í honum. Eðlilega þar sem hann hefur stigið fram sem einhvers konar talsmaður almennings í veirumálum og flest sem frá honum hefur komið í ræðu og riti að mestu hverfst um almanna- heill en hann fær nú enn og aftur að kenna á því að laun heimsins eru fyrst og fremst vanþakklæti. toti@frettabladid.is 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.