Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 10
Frá fjármálahruninu hafa stóru viðskiptabank- arnir verið með sjö stjórnar- menn hver. Guðmundur Hafsteins­son, stjórnarmaður í Icelandair Group og fyrrverandi yfir­maður vöruþróunar Google Assistant, segir ótímabært að skipta út stjórn­ armönnum. Samsetning núverandi stjórnar eigi vel við þær krefjandi aðstæður sem f lugfélagið er í og mikilvægt sé að stjórnin fái ráðrúm til að horfa langt fram í tímann. „Ég trúi því að Icelandair muni koma vel undan vetri en þó sérstak­ lega ef það er sterk stjórn sem leiðir félagið áfram og fær þann tíma sem hún þarf til að gera það,“ segir Guð­ mundur. Á aðalfundi Icelandair Group, sem verður haldinn 12. mars, verður kosið til stjórnar. Tilnefningar­ nefnd félagsins hefur nú þegar birt ýtarlega skýrslu þar sem lagt er til að stjórnin, sem er skipuð Úlfari Steindórssyni, Guðmundi Haf­ steinssyni, Svöfu Grönfeldt, Ninu Jonsson og John F. Thomas, haldist óbreytt. Eftir samráð við hluthafa, stjórn og helstu stjórnendur Icelandair Group setti nefndin fram við­ mið um þá eiginleika sem voru taldir eftirsóknarverðir við val á einstökum stjórnarmönnum og skipan stjórnar í heild. Helstu við­ miðin voru reynsla af alþjóðlegum flugrekstri, leiðakerfum, flugflota­ stjórnun, söluleiðum, innleiðingu stefnu og stafrænni þróun. Steinn Logi Björnsson, fyrrver­ andi forstjóri Bláfugls, er á meðal frambjóðenda til stjórnar. Steinn Logi, sem starfaði í um 20 ár hjá Icelandair Group, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku að hann teldi sig mæta skil­ yrðunum sem tilnefningarnefndin tiltók betur en frambjóðendurnir sem nefndin tilnefndi. Þá benti hann á að stjórnin hefði verið valin þegar hluthafar voru þrjú þúsund en ekki 14 þúsund. „Því er furðulegt að sjá ekki tilefni til neinna breytinga á stjórninni,“ bætti hann við. Annar frambjóðandi til stjórnar Icelandair Group er Þórunn Reynis­ dóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem er í eigu Pálma Har­ aldssonar. Pálmi er einn stærsti einkafjárfestirinn í íslenska f lug­ félaginu með að minnsta kosti 2 prósent í gegnum félagið Sólvelli en einnig á hann hlut í gegnum Ferða­ skrifstofu Íslands. Ljóst er að Pálmi vill sjá breytingar á stjórn Iceland­ air á aðalfundinum. Aðrir stórir einkafjárfestar í Icelandair Group, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafs­ dóttir, sem eiga um 2,3 prósenta hlut í gegnum félagið Bóksal, styðja hins vegar óbreytta stjórn undir áframhaldandi formennsku Úlfars Steindórssonar. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins hafa Steinn Logi og Þórunn leitað til stærstu hluthafa Iceland­ air, einkum lífeyrissjóða, til þess að afla stuðnings fyrir margfeldis­ kosningu. Til að knýja fram marg­ feldiskosningu, sem myndi auka líkur á kjöri þeirra töluvert, þurfa Steinn Logi og Þórunn stuðning hluthafa sem samanlagt ráða yfir minnst 10 prósenta hlut. Guðmundur, sem hefur setið í stjórn Icelandair Group í þrjú ár, bendir á að núverandi stjórn sé að hluta til skipuð af fólki með víðtæka alþjóðlega reynslu af f lugrekstri. Hann nefnir sérstaklega John F. Thomas og Ninu Jonsson en þau komu ný inn í stjórnina á síðasta ári. „Þau hafa reynst félaginu ómet­ anlega og eru rétt að byrja. Það er sjaldgæft að íslenskt fyrirtæki hafi aðgang að jafn víðtækri og alþjóð­ legri reynslu eins og er í núverandi stjórn,“ segir Guðmundur. Einnig segir hann mikilvægt að stjórnarmenn hafi ólíkan bakgrunn og mismunandi sérfræðikunnáttu þannig að stjórnin sé fær um að takast á við krefjandi aðstæður. Þá nefnir Guðmundur að núverandi stjórn í þessari mynd hafi einungis starfað saman í eitt ár. „Stjórnin kom fyrst saman um það leyti sem COVID var að byrja og hefur náð að leiða félagið farsæl­ lega í gegnum fordæmalausa tíma. Í þessu samhengi má nefna að flest sambærileg flugfélög í Evrópu hafa fengið mun meiri aðstoð frá stjórn­ völdum en Icelandair,“ segir Guð­ mundur. Viðskiptablaðið hafði nýlega eftir John Thomas að honum þætti „örlít­ ið sérstakt“ að vera aðeins kjörinn til eins árs í senn. Hann benti á að í f lestum stjórnum erlendis væri skipunin til að lágmarki fimm ára í senn enda væri hlutverk stjórnar­ manna að horfa á stóru myndina og móta framtíðarsýn. Guðmundur tekur í sama streng. „Mörg krefjandi verkefni eru fram undan sem er búið er að undir­ búa vel og mikilvægt að haldið sé vel utan um á næstu mánuðum og árum. Það er alls ekki best fyrir félagið að skipta út fólki á þessum tímapunkti. Stjórnin þarf ráðrúm til þess að horfa langt fram í tím­ ann.“ Hluthafahópur Icelandair tók miklum breytingum eftir hluta­ fjárútboð félagsins í september. Á sama tíma og hluthöfum fjölgaði úr þremur þúsundum í 14 þúsund minnkaði samanlagður eignarhlut­ ur lífeyrissjóða úr 53 prósentum niður í liðlega 25 prósent. Spurður hvort svo mikil breyting á hluthafahópnum sé tilefni til þess að gera breytingar á stjórninni segir Guðmundur svo ekki vera. „Það er ekki samasemmerki þarna á milli. Fjölgun hluthafa, sem er jákvæð í alla staði, þýðir ekki að samsetning og hæfni stjórnar eigi síður við, við þær krefjandi aðstæður sem félagið er í,“ segir Guðmundur. thorsteinn@frettabladid.is Varar við ótímabærri uppstokkun Stjórnarmaður í Icelandair Group segir ótímabært að gera breytingar á stjórninni á næsta aðalfundi. Samsetning sitjandi stjórnar eigi vel við í þeim krefjandi aðstæðum sem flugfélagið er í. Tveir frambjóðendur reyna að afla stuðnings fyrir margfeldiskosningu. Tilnefningarnefnd Icelandair Group lagði til að stjórn félagsins yrði óbreytt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjölgun hluthafa, sem er jákvæð í alla staði, þýðir ekki að sam- setning og hæfni stjórnar eigi síður við, við þær krefjandi aðstæður sem félagið er í. Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarmaður Icelandair Group VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is Allsherjaratkvæðagreiðsla VR Atkvæðagreiðslan er rafræn, þú finnur slóð á hana á vr.is. Valið er milli tveggja frambjóðenda til formanns VR og 11 frambjóðenda til stjórnar VR. Merkja skal við mest sjö frambjóðendur í stjórnarkosningum. Ef þú hefur ekki Íslykil eða rafræn skilríki sækir þú um á island.is. Frambjóðendur til formanns, í stafrófsröð Helga Guðrún Jónasdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Frambjóðendur til stjórnar, í stafrófsröð Arnþór Sigurðsson Harpa Sævarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jón Steinar Brynjarsson Jónas Yngvi Ásgrímsson Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Sigmundur Halldórsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Þórir Hilmarsson Kjörstjórn VR | 4. mars 2021 Hvernig kýst þú formann og stjórn VR Smelltu á „Kosningar í VR 2021” á vr.is Skráðu þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum Atkvæðaseðill opnast með upplýsingum um hvernig þú átt að kjósa 1 2 3 Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09.00 mánudaginn 8. mars nk. og lýkur kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 12. mars 2021. Stjór n A r ion banka hef ur ákveðið að kosningu stjórnar bankans verði þannig háttað að aðalstjórn verði skipuð fimm ein­ staklingum og varastjórn tveimur. Þannig fækkar um tvo í stjórn bankans, en frá fjármálahruninu hafa stóru viðskiptabankarnir verið með sjö stjórnarmenn hver. Þetta kemur fram í endanlegum tillögum fyrir aðalfund Arion banka sem verður haldinn um miðjan mars. Er ákvörðunin sögð byggja á tillögu tilnefningarnefndar bankans. Stjórn Arion banka skipa Brynj­ ólfur Bjarnason formaður, Herdís Dröfn Fjeldsted, Gunnar Sturluson, Liv Fiksdahl, Paul Horner, Renier Lemmens og Steinunn Kristín Þórðardóttir. Herdís Dröfn hefur hins vegar ekki tekið þátt í störfum stjórnar­ innar frá því að hún tók við sem forstjóri Valitor, dótturfélags Arion banka, í nóvember. Því er ljóst að hún og annar sitjandi stjórnarmað­ ur munu víkja úr stjórn bankans á aðalfundinum. Þá leggur stjórn bankans einn­ ig til við aðalfund, að stjórn verði veitt heimild til breytinga á áður gerðri kaupréttaráætlun þannig að félaginu verði heimilað að gera kaupréttarsamninga við fastráðna starfsmenn félagsins um kaup á hlutum í bankanum fyrir allt að 1,5 milljónir króna á ári, í stað núver­ andi 600 þúsunda króna árlegs hámarks. – þfh Fækkar um tvo í stjórn Aðalfundur Arion banka verður haldinn um miðjan mars. MARKAÐURINN 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.