Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 12
Búrfell í Grímsnesi er 534 metra hátt móbergsfjall sem sést víða af Suður-landi. Hér á landi eru hátt í 40 Búrfell en útlit þeirra minnir óneitanlega á forn matarbúr og jafnvel búrhvali. Búrfell í Grímsnesi er eitt af þeim þekktari, enda reisulegt og í nágrenni þess eru einhverjar stærstu sumarbústaða byggðir landsins; í Grímsnesi, Þrasta- skógi og við Álftavatn. Búrfell er myndað við gos undir jökli en efst á því er dæld með gígvatni og er gígurinn talinn hafa myndast í þeytigosi. Þjóðsagan segir að í þessu fallega vatni búi nykur en þeir eru þekktar þjóðsagnaskepnur hérlendis sem og í f leiri norrænum löndum. Nykur minnir helst á gráan hest nema hvað hófarnir snúa aftur og hófskeggin fram. Þeir halda aðallega til í stöðuvötnum og ám en ganga á land og reyna þar að tæla menn á bak sér. Þetta gerist sérstaklega ef þeir heyra nafns sín getið og steypa sér þá með knapann í vatnið og drekkja honum. Nykurinn á Búrfelli er einstakur því hann getur ferðast í gegnum göng að tjörninni í Kerinu, sem einnig er að finna í Grímsnesi. Ganga á Búrfell er ágætis skemmtun og hentar jafnt ungum sem öldnum. Lagt er af stað frá bænum Búrfelli sunnan undir fjallinu, en þangað er klukku- stundar akstur úr Reykjavík. Frá bílastæðinu er gengið eftir göngustíg norður upp á brún fjallsins. Þar tekur við sléttari kaf li og síðan blasir fallegt gígvatnið við. Gaman er að ganga í kringum það og jafnvel fá sér sundsprett ef heitt er í veðri. Útsýni er frábært, meðal annars yfir Þingvallavatn og Laugarvatn, en einnig sést í Ingólfsfjall, Botnssúlur, Skjaldbreið, Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul. Oftast er gengin sama leið niður en f leiri gönguleiðir eru þó í boði. Gangan er 6 km fram og til baka og tekur í kringum þrjá tíma. Á leiðinni heim er tilvalið að koma við í Kerinu sem er 270 m langur og 170 metra breiður gígur með 7-14 metra djúpri fagurlega litaðri tjörn. Við Kerið, líkt og efst á Búrfelli, er best að láta nykurinn eiga sig og alls ekki kalla nafn hans. Annars er hætt við óvæntum leiðarlokum. Fjallasund með vatnanykri Grænleitt gígvatnið efst á Búrfelli er einkar fallegt. Hér er horft í norður en þegar myndin var tekin var nykurinn í felum. MYNDIR/ÓMB Búrfell í Grímsnesi er eitt af fjölmörgum Búrfellum á landinu og er umkringt sumarbústöðum. Það er gaman að ganga í kringum gígvatnið á Búrfelli og í heitu veðri er tilvalið að skella sér í sund – með nykrinum. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.