Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 38
ÞANNIG AÐ ÉG HEF VERIÐ SÍÐASTUR AÐ SPILA FYRIR LOKUN EN NÚ ÆTLA ÉG AÐ SNÚA BLAÐINU VIÐ OG VERÐA FYRSTUR TIL AÐ SPILA EFTIR OPNUN, SEM ER MIKLU BETRI HUGMYND. TÓNLIST Sinfóníutónleikar Verk eftir Wagner og Martinu Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 25. febrúar Einleikari: Julia Hantschel Stjórnandi: Eva Ollikainen Tveir menn standa við þvottavél sem heitir Wagner. Annar maðurinn segir: „Þetta er frábær vél. En ekki velja „ring cycle“ því þá tekur þvott- urinn 15 tíma og í lokin kviknar í vélinni og allt flýtur um húsið.“ Hér er vísað til fjögurra ópera eftir Wagner sem bera sameiginlega nafnið Niflungahringurinn. Þar er fjallað um örlög Sigurðar fáfnisbana, norrænu goðanna og alls heimsins. Wagner var stórhuga og óper- urnar hans eru í kosmískri stærð. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið voru leikin tvö atriði úr óperunni Trist- an og Isolde (sem reyndar er ekki í Nif lungahringnum, heldur sjálf- stætt verk). Þetta var forleikurinn og hinn svokallaði Ástardauði. Saga elskendanna fer ekki vel, og tónlistin er að sama skapi dökk. Engu að síður rís hún upp í hæstu hæðir, og áhrifa- máttur hennar er geysisterkur. Fagurlega mótað Eva Ollikainen, stjórnandi hljóm- sveitarinnar að þessu sinni, var í banastuði. Leikur hljómsveitar- innar var vandaður og nákvæmur, fyllilega samtaka og fagurlega mót- aður. Stígandin í spilamennskunni var sérlega mögnuð. Uppbyggingin var hæg en gríðarlega kröftug, og hápunktarnir svo yfirgengilegir að maður hefur sjaldan orðið vitni að öðru eins. Hvílík snilld! Meiri Wagner var á dagskránni. Tenórinn Stuart Skelton söng hin svokölluðu Wesendonck ljóð við undirleik hljómsveitarinnar, en tónlistin er við ljóð eftir Mathildu Wesendonck. Þau eru tilfinninga- þrungnar heimspekivangaveltur og er tónlistin og samruni hennar við textann kynngimögnuð opinberun. Sum lögin eru skissur sem liggja til grundvallar Tristan og Isolde. Eitt þeirra heitir Í gróðurhúsinu, en þar tala tré saman og syrgja frelsið áður en þau lentu í núverandi vistarver- um. Hugsanlega má tengja það við hugmyndir um að lífið á jörðinni sé útlegð mannssálarinnar frá Para- dís. Þráin sem kraumar undir er alheimsleg. Breiður og tignarlegur Túlkun Skeltons var þrungin til- finningum, og var litróf þeirra fjöl- breytt. Ég talaði áður um kosmíska stærð, en hana var einnig að finna í söngnum. Hann var breiður og tignarlegur, röddin bæði stór, en einnig fínleg þegar við átti. Dásemd var á að hlýða. Auk Wagners var óbókonsert eftir Bohuslav Martinu á dagskránni. Julia Hantschel lék einleik. Verkið var skemmtilegt. Laglínurnar voru mestan partinn fjölbreyttar og stundum sniðugar, eins og tón- skáldið réði sér ekki fyrir kæti. Hægi kaflinn samanstóð að miklu leyti af svokölluðu tónlesi, sem er mitt á milli tals og söngs. Vissulega var enginn söngur hér, en hægt er að syngja á hljóðfæri þó að orð séu ekki til staðar. Bæði tónlesið og allt annað í konsertinum var fullt af merkingu. Hver einasta hending sagði sögu, sem einleikarinn og hljómsveitin miðluðu af aðdáunar- verðri fagmennsku og með næmri tilfinningu fyrir stíl tónskáldsins. Það gerist varla betra. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir voru með þeim glæsilegri sem undirritaður hefur farið á. Yfirgengilegir hápunktar í Wagner Dásemd var á að hlýða, segir Jónas Sen.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Víkingur Heiðar Ólafs-son kemur fram á tónleikum í Hörpu þar sem hann leikur efnisskrá af einleiks-plötu sem kom út hjá Deutsche Grammophon á síðasta ári. Á fyrri hluta tónleikanna verða verk eftir Claude Debussy og Jean- Philippe Rameau og eftir hlé f lytur Víkingur Heiðar Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky í umritun Vladimirs Horowitz. Til stóð að tónleikarnir yrðu opn- unartónleikar Listahátíðar 2020 en vegna COVID hefur þeim verið margfrestað. Nú hefur loks verið slakað það mikið á að hægt er að halda þessa útgáfutónleika, ári eftir að platan kom út. „Ég var búinn að gefa það út að ég myndi gera allt sem þyrfti til að fá að halda þessa tón- leika, jafnvel spila tvenna tónleika á dag með örfáum áheyrendum í salnum,“ segir Víkingur Heiðar. „Það sem skiptir mestu máli er að nú er ekki lengur tveggja metra regla í Eldborg þannig að um 800 manns geta verið í salnum og þá er miðað við allra ströngustu reglur. Þetta er ótrúlega mikill léttir, ég trúi því varla að þetta sé að gerast.“ Fyrstu tónleikarnir verða á morg- un, föstudaginn 5. mars, og vegna mikillar aðsóknar verða aukatón- leikar á laugardag, sunnudag og þriðjudag. Tónleikarnir verða einn- ig í Ísafjarðarkirkju 11. mars og Hofi á Akureyri, 13. og 14. mars. „Ég hef ekki spilað á landsbyggðinni í tíu ár því ég hef verið svo mikið í útlönd- um en núna er hinn fullkomni tími til að gera þetta. Ég tók þátt í að vígja Hof fyrir tíu árum og það er mikið tilhlökkunarefni að spila þar aftur. Ég á góðar minningar frá Ísa- firði sem er afar músíkalskur bær, þar er alltaf fullt hús á öllum tón- leikum. Ég spilaði þar fyrst þegar ég var 16 ára á einleikstónleikum. Ég hlakka mikið til að koma þar fram,“ segir Víkingur Heiðar. Kraftur listarinnar Þótt langf lestum verkefnum Vík- ings Heiðars hafi verið frestað vegna COVID, þar á meðal stórtónleikum í Carnegie Hall, hefur hann þó spilað furðu mikið erlendis undanfarið. „Ég hef verið einkennilega lánsamur í þessu óláni og leikið á tónleikum hér og þar, í Japan, Mið-Evrópu og Skandinavíu. Það má kannski segja að ég hafi oft verið síðasti maðurinn til að spila áður en allt lokar. Í október spilaði ég á tvennum tónleikum í Berlín þegar búið var að tilkynna að tveimur dögum seinna yrðu ekki fleiri menningarviðburð- ir í boði um óákveðinn tíma. Áheyr- endur klöppuðu endalaust, vildu ekki sleppa tónleikaupplifuninni og fara heim. Það var mjög fallegt að finna kraft listarinnar og hvaða áhrif hún hefur á fólk en það var líka sorg vegna þess að allt var að loka. Í desember var ég í Japan þar sem ég var tvær vikur í sóttkví en spilaði svo á átta tónleikum þar sem selt var í hvert sæti, enda örfá COVID-tilfelli í landinu á þeim tíma. En um leið og ég var farinn var landinu lokað. Það gerðist það nákvæmlega sama í Noregi, þá var ég að spila í Bergen með þeirra frá- bæru fílharmóníusveit. Þar var ég eina viku í sóttkví og tvær vikur að spila. Svo fór ég heim til Íslands og frétti að búið væri að loka þar fyrir alla menningarviðburði. Þannig að ég hef verið síðastur að spila fyrir lokun en nú ætla ég að snúa blað- inu við og verða fyrstur til að spila eftir opnun, sem er miklu betri hug- mynd.“ Plata frá Deutsche Grammophon Víkingur Heiðar mun árita plötu sína á tónleikunum fyrir þá áheyr- endur sem ekki eiga hana nú þegar. Hann segir að ný plata frá Deutsche Grammophon komi út 12. mars. „Hún heitir Ref lections og er eins konar systraplata Debussy og Rameau plötunnar. Á henni eru verk eftir Debussy og Rameau, upp- tökur sem komust ekki á plötuna en ég vildi endilega gefa út. Við buðum svo erlendum og íslenskum tónlist- armönnum að taka mínar upptökur af gömlu plötunni og búa til nýja tónlist úr henni. Það er stórkostlegt að fá þessa músík frá þessum lista- mönnum, þar á meðal eru Hugar og Helgi Jónsson. Þarna er líka verk sem ég samdi út frá einni Debussy prelúdíunni, það er fyrsta tónverkið mitt sem kemur út á plötu. Ég fæ fyrirfram eintök af plöt- unni frá Deutsche Grammophon og árita hana. Þannig að þótt það sé ár síðan síðasta plata kom út þá verða þetta samt útgáfutónleikar með nýrri plötu! Það hittist ótrú- lega vel á.“ Deilir vangaveltum Víkingur Heiðar segist mjög spennt- ur fyrir tónleikunum. „Ég ætla að gera það sama og ég hef gert á fyrri útgáfutónleikum, segja nokkur orð á milli sumra verka og deila vanga- veltum mínum um tónlistina og þessi tónskáld og hvernig ég hugsa þetta samtal sem á sér stað á plöt- unni og efnisskrá tónleikanna.“ Að loknu hléi f lytur Víkingur Heiðar eitt helsta meistaraverk rússneskra tónbókmennta, Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky í umritun Vladimirs Horowitz. „Debussy, sem elskaði Mussorgsky, og Rameau fyrir hlé eru eins og myndir í tónum. Öll þessi þrjú tón- skáld segja skýra og magnaða sögu í tónverkum sínum og það var til- valið að brjóta upp dagskrána og f lytja Myndir á sýningu. Það er eins og hátíð í bæ þegar það hljómar í Eldborg og vonandi svolítill upp- taktur að upprisu tónlistarlífsins eftir langan vetrardvala.“ Upptaktur að upprisu tónlistarlífsins „Ég trúi því varla að þetta sé að gerast,“ segir Víkingur Heiðar um væntanlega tónleika. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Víkingur Heiðar Ólafsson kemur fram á nokkrum tónleikum í Hörpu. Spilar einn- ig í Ísafjarðarkirkju og Hofi. Ný plata frá Deutsche Grammophon á leiðinni. 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.