Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 48
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Kolbeins Marteinssonar BAKÞANKAR Það er erfitt að spá, sérstak-lega um framtíðina. Besta dæmið um slíkt eru vinsælar kvikmyndir sem gerðar voru fyrir 20-30 árum þar sem framtíðin sem við lifum núna var hin furðu- legasta. Bílar f lugu og fólk borðaði pillur í stað matar. Enginn virtist sjá fyrir samtengingu tölva um heim allan eða ofurnotkun sím- tækja með skjái og þær þjóðfélags- breytingar sem því hafa fylgt. Mannkynið er nefnilega einkar sjálf hverft og trúir því statt og stöðugt að þeir tímar sem það lifir hverju sinni séu nánast endastöð samfélagslegs þroska. Framtíðin muni því lítið breytast, nema kannski verða aðeins tæknilegri. Þannig fannst fólki á miðöldum örugglega álíka sjálf- sagt að brenna fólk lifandi fyrir meinta galdra og okkur þykir í dag eðlilegt að láta stærstu fyrir- tæki heims safna saman nánast öllum þeim upplýsingum sem þeim svo sýnist um okkur. Hvað við skoðum eða kaupum á Inter- netinu og hverja við umgöngumst. Næst þegar þú horfir á barnið þitt á YouTube skaltu hafa í huga að samtímis eru öf lugustu tölvur í heimi knúnar af gervi- greind beintengdar við heila þess. Þeirra eina verkefni er að halda áhorfinu áfram með stöðugum uppástungum um ný myndbönd og auglýsingar. Sama á við um samfélagsmiðla sem eru nánast allir í eigu sama fyrirtækis. Fyrir- tækis sem hefur sýnt að því er skítsama um af leiðingar falsfrétta og misnotkun á gögnum hvar sem það stingur niður fæti. Ég ætla því að spá því að í framtíðinni verði ofangreind starfsemi takmörkuð verulega og réttur okkar sem for- eldra og neytanda verði tryggður, þannig að við stjórnum því sjálf hvernig eða hvort tæknifyrir- tækin safna um okkur gögnum. En þangað til. Nútíminn 25% afsláttur inniljós Verslaðu á netinu byko.is B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . 25% afsláttur 20% afsláttur 30% afsláttur pottar & pönnur regnföt & stígvél snjóþotur& snjóskóflur 20% afsláttur áltröppur & stigar D-vítamínbætt Léttmjólk – eins og hollur sólargeisli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.