Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 4
SJÁVARÚTVEGUR Kristján Þór Júlíus- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, vonast eftir skilvirkara eftirliti og aukinni framfylgni laga um fiskveiðar, með nýju frumvarpi um viðurlög. Meðal annars verður Fiskistofu fengin heimild til stjórn- valdssekta og eftirlits með drónum, sem er reyndar þegar hafið. Löggjöfin er sett til þess að bregð- ast við skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu frá árinu 2018. „Sú þróun hefur átt sér stað í stjórnsýslunni að eftirlitsaðilum hefur verið fengin heimild til að beita refsikenndum viðurlögum eins og stjórnvaldssektir eru. Það eru annars konar heimildir og snúa ekki eingöngu að því að beina aðil- um á réttar brautir heldur að beita viðurlögum fyrir brot sem þegar hafa átt sér stað,“ segir í svari við fyrirspurnum Fréttablaðsins. Fiskistofa getur þegar beitt dag- sektum, áminningum og leyfis- sviptingum. Frumvarpið verður sett á dagskrá Alþingis í vor en Fiskistofa byrjaði að nota drónana í janúar. Hafa smá- bátaeigendur kvartað yfir þeim og sagt að eftirlitið beinist fyrst og fremst gegn þeim en ekki stóru skipunum. Samkvæmt svari ráðuneytisins mun frumvarpið ekki aðeins gera eftirlitsmönnum kleift að nota dróna heldur einnig langdræga sjónauka og f leiri eftirlitstæki og fylgjast með stærra svæði. Við spurningunni um hvort verið sé að breyta eðli Fiskistofu segir ráðuneytið að frekar sé um áherslubreytingu að ræða til þess að stofnunin ráði við þau verkefni sem henni eru falin. „Fiskveiðistjórnar- kerfið byggir á nokkrum lagabálk- um og telur ráðuneytið eðlilegt að samræma úrræði og viðurlög þeirra laga sem fjalla um fiskveiðistjórn og fylgja þeirri þróun í stjórnsýslunni að færa Fiskistofu sterkari heimildir til eftirlits og viðurlaga.“ – khg Fiskistofa fær betra tækifæri til að sinna eftirliti með drónum Smábátaeigendur eru ósáttir með dróna Fiskistofu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÓPAVOGUR Einni álmu Álf hóls- skóla er lokað frá og með í dag vegna myglu í þaki. Lokunin er varúðarráðstöfun til að vernda 400 nemendur og starfsmenn, segir í til- kynningu frá Kópavogsbæ. Aðdragandinn er sá að starfs- maður fann fyrir einkennum sem fylgja raka- og mygluskemmdum. Kom í ljós raki undir gólfdúk. Síðan fannst myglusveppur í þakinu. Áfram verður tryggð kennsla og er verið að skipuleggja hana. – bb Myglulokun í Álfhólsskóla Álfhólsskóli. MYND/KÓPAVOGSBÆR HOLLAND Heilbrigðisráðherra Hol- lands, Hugo de Jonge, var harð- orður í garð þeirra sem sprengdu rörasprengju utan við skimunar- stöð í bænum Bovenkarspel í gær. „Í rúmlega ár höfum við þurft að reiða okkur á framlínufólkið okkar og þetta eru viðbrögðin. Brjálæði,“ sagði Jonge. Skimunarstöðin í Bovenkarspel hefur tekið á móti allt að 800 ein- staklingum á dag. Enginn meidd- ist í sprengingunni sem varð rétt fyrir sjö um morguninn. Stutt er síðan skimunarstöð í Hollandi var brennd til kaldra kola í mótmælum aðgerða sinna gegn takmörkunum stjórnvalda. – kpt Sprenging við skimunarstöð Hollendingar hafa greint 1,1 milljón tilfella. Reykjanesbær Vogar Grindavík Fagradalsfjall Keilir Reyk jane sbra ut Suðurstrandarvegur ✿ Hraunspá eldfjallafræði- og náttúruvárhóps HÍNÁTTÚRUHAMFARIR Kaf laskil urðu í jarðskjálftahrinunni á Reykjanes- skaga í gær þegar svo virtist sem von væri á eldgosi. Óróapúls greindist á mælum um miðjan dag og var þyrla Land- helgisgæslunnar send af stað til að kanna hvort gos væri að hefjast. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var gos ekki hafið. „Þetta sem við sáum í dag var greinilega kvikuhlaup, kvikan hljóp þarna upp eða til hliðar en virðist ekki hafa farið nálægt yfir- borði og þá hafi hlutirnir róast aftur,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson, prófessor í jarðeðlis- fræði, um stöðu mála í gærkvöld. „Svo er bara spurningin hvert framhaldið verður, eftir því sem svona atburðarás dregst á langinn aukast líkurnar á að þetta endi á gosi. Það verður að koma í ljós,“ heldur Magnús Tumi áfram. „Ef það kemur eldgos á Reykja- nesskaga y rði það sög uleg ur atburður. Það hefur ekki komið gos á þessu svæði í 800 ár og það gæti komið hrinu af stað. Það skal samt ekki gleymast að hrinur geta staðið yfir í aldir og það voru ára- tugir milli gosa síðast.“ Fram kom á blaðamannafundi almannavarna að jarðskjálfta- virknin væri milli Litla-Hrúts og Keilis. Þar gæti kvika verið að brjóta sér leið og færast nær yfir- borðinu. Freysteinn Sigmundsson hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sagði erfitt að spá fyrir um nákvæma tímasetningu eldgossins. Um leið tilkynnti Víðir Reynis- son yfirlögregluþjónn að fyrstu tákn væru um að gosið yrði eftir þeim sviðsmyndum sem Veður- stofan var búin að teikna upp og að hraunstraumar ættu ekki eftir að ógna mannfólki. „Ef þetta endar með eldgosi þá ætti þetta ekki að vera sprengigos heldur f læðigos með lítilli sprengi- virkni. Þetta ætti fyrir vikið ekki að koma til með að ógna næstu byggð- um þótt það sé skiljanlegt að fólk í næstu byggðum hafi áhyggjur. Það snertir marga að það sé eldgos á þessu svæði en miðað við fyrri gos á þessu svæði ættu byggðir ekki að vera í hættu þótt það sé aldrei full- víst,“ sagði Magnús Tumi, aðspurð- ur út í hættuna fyrir næstu byggðir. „Það getur alveg gerst að það verði ekkert gos á næstunni. Í Kröf lueldum voru sífellt blikur á lofti um að það færi að gjósa en það var ekki fyrr en eftir árabil sem fyrsta gosið var. Það er ekki hægt að færa það yfir á þetta en það sýnir að það getur heilmikið kvikuhlaup átt sér stað án þess að það gjósi upp,“ sagði Magnús Tumi. kristinnpall@frettabladid.is Gosspenna á Reykjanesskaga Óróapúls og kvikuhlaup á Reykjanesskaganum í gær bentu til að von væri á eldgosi á svæðinu á næstu dögum. Jarðeðlisfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við átti ekki von á því að næstu byggðir væru í hættu. Eftir því sem svona atburðarás dregst á langinn aukast líkurnar á að þetta endi með gosi. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarð- eðlisfræði Um kvöldmatarleytið birti Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands breytta hraunspá. MYND/JARÐVÍSINDASTOFNUN HÍ BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GOTT ÚRVAL BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.