Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Inga Birna er fatahönnuður að mennt og segist alla tíð hafa verið að vinna að einhvers
konar list þó að hún hafi ekki verið
í tónlist mjög lengi.
„Ætli fatahönnun og tónlist
skarist ekki þar sem ímyndar
sköpun listamannsins á í hlut.
Fyrir mér er þetta spurning um að
mála myndina mína alla. Upp
haflega laðast ég að fatahönnun í
framhaldsskóla vegna þess að hún
er áþreifanleg og þrívíð. Ég elska að
vinna í höndunum og vil helst fara
tilraunakenndar leiðir og dansa á
línunni þegar kemur að sköpunar
gleði versus klæðileika. Ég lærði
einnig förðun í Airbrush&MakeUp
School árið 2009 bara vegna þess
að þar var verið að vinna með
bodypaint og fantasíuförðun. Ég
hef í rauninni í langan tíma ekki
botnað almennilega í sjálfri mér
vegna þess að ég hef f lakkað á milli
listgreina og forðast það eins og
heitan eldinn að viðurkenna fyrir
mér að ég sé mögulega bara lista
maður og hér í þessari tilveru til
að vera forvitin og skapa þennan
heim sem býr í hausnum á mér.“
Inga Birna byrjaði í söngnámi
árið 2016 og kláraði svo námskeið
í lagasmíðum hjá Complete Vocal
Studio á Íslandi árið 2018.
„Í kjölfarið kynntist ég Stebba og
fór á f lug með honum,“ segir Inga
Birna.
Stebbi er Stefán Örn Gunnlaugs
son pródúsent, en hann hefur
verið að vinna með Ingu Birnu að
plötunni.
„Ég sem megnið af lögunum
og textunum á plötunni en hann
leggur til allt undirspil og lögin
verða því alltaf að skemmti
legu samvinnuverkefni. Hann
útsetur lögin en ég sit með honum
í stúdíóinu og útset með honum
svo við erum mikið að vinna þetta
saman,“ útskýrir Inga Birna.
„Ég var að gefa út fjórða lagið á
plötunni minni núna um daginn
en það heitir Game. Lagið er hresst
aggressíft popp undir áhrifum frá
hipphoppi. Þar erum við Stefán
Örn að leika okkur með nokkrar
stefnur.“
Platan Hypnopompic er
væntanleg þann 23. apríl en hægt
er að hlusta á þau lög sem þegar
eru komin út á Spotify og YouTube.
„Þessi plata sem er að koma út er
í rauninni algjör grautur. Ég er ekki
beint að fylgja neinni stefnu ann
arri en hugmyndaflugsins míns. Ég
vinn hvert lag út frá laginu sjálfu
en ekki út frá þeirri stefnu sem ég
vil halda mig við. Þetta er í raun
algjör frumraun og tilraun til að
átta mig á því hvernig listamaður
ég er. En ég myndi flokka þetta
sem tilraunakennt popp eða art
popp,“ segir Inga Birna.
Blankiflur upp á yfirborðið
Inga Birna semur tónlistina undir
listamannsnafninu Blankiflur.
Hún segir að með Blankiflur sé
hún í raun að blanda saman sínum
listræna heimi undir einn hatt sem
gengur undir þessu nafni.
„Með tónlistinni kom vett
vangur fyrir mig til að stíga fram
sem þessi vera innan gæsalappa,
Blankiflur, sem hefur aldrei fengið
almennilega að komast upp á yfir
borðið vegna þess að ég hef ein
faldlega verið hrædd um hvernig
henni yrði tekið. Ég hef ósjaldan
mætt viðmótinu „þú ert skrítin“ og
ég var lítil í mér vegna þess alveg
þar til ég fór að melta þá tilfinn
ingu með músíkinni minni þegar
ég byrjaði að semja 2018. Þá fór
ég að skilja heiminn minn betur
og ég sé lög og tóna í litum sem
kemur svolítið heim og saman við
þessa þörf að fá að mála myndina
alla. Í dag fagna ég orðinu skrítin
og öðruvísi, því þegar ég horfi til
baka hef ég alltaf leitast eftir því að
finna nýja hugmynd en ekki elta
þær sem eru nú þegar til staðar. Ég
myndi segja að hönnun mín endi
yfirleitt mun tengdari búninga
hönnun en tísku, því kemur sér vel
að hinn vinkillinn á minni sköpun
felist að miklu leyti í því að standa
á sviði og tjá mig í gegnum tónlist.
Blankiflur er fatahönnun, tónlist
og myndbönd. Hún er einhvers
konar sjónrænn og hljóðrænn
heimur. Mig langar svo mikið að
vinna með þetta stóra sem býr
inni í mér og það er fínt að það sé
Blankiflur sem gerir það. En svo er
ég líka bara Inga Birna. Það er gott
að klæða þetta í þannig búning,“
útskýrir hún.
Fáum öll ljótar tilfinningar
Inga Birna segist koma að öllum
hliðum sköpunarinnar á nýju
plötunni.
„Ég hef ekki verið að hanna
eða sauma mikið undanfarið en
það stendur til. Þegar við tón
listarfólkið fáum að koma fram
þá stendur til að setja upp þennan
heim hennar Blankiflur og skapa
útlitið líka. Það er að sjálfsögðu
markmiðið að halda útgáfutón
leika en það er óljóst út af COVID.
En ég er mjög spennt fyrir því að fá
að byrja að koma fram,“ segir hún.
Þessa dagana vinnur Inga Birna
að gerð tveggja myndbanda við
lögin sín í samstarfi við tvo stráka
sem starfa í kvikmyndagerð.
„Ég get í raun ekki lýst mynd
böndunum enda eru þau bara í
vinnslu og ég er að gera mér grein
fyrir möguleikunum sem felst í
myndbandagerð. Ég er bara að
skapa það sem er í hausnum á mér.
Það verður bara að horfa á þau og
sjá,“ útskýrir Inga Birna.
„Platan sjálf er viss úrvinnsla á
árunum á milli tvítugs og þrítugs.
Ég var komin á stað þar sem ég
þurfti að gera upp marga hluti eins
og sambönd og spyrja sjálfa mig
spurninga sem hafa legið á mér.
Ég myndi segja að inngangurinn
inn í öll lögin sé einhvers konar
tilfinning á mismunandi stað á
tilfinningarófinu.
Nýjasta lagið er í raun byggt á
pirringi og reiði. Mér finnst mikil
vægt sem manneskja að kanna
allt litróf tilfinninganna. Þú ert
kannski með ljóta tilfinningu og
vilt forðast hana, en málið er að
við fáum öll þessar ljótu tilfinn
ingar. Ef við lærum ekki á þær, ef
við náum ekki að bera kennsl á
þær, þá getum við aldrei unnið
með þær. Þannig að þetta nýjasta
lag, Game, það er lag sem fjallar
um ekki neitt sérstaklega fallegar
tilfinningar. Þess vegna ákvað ég
að taka þær og tífalda þær og setja
inn í lag til þess að geta auðveldar
borið kennsl á þessa tilfinn
ingu þegar hún kemur upp í mér.
Mögulega getur lagið gert það
sama fyrir aðra, þá vil ég auðvitað
í kjölfarið hvetja fólk til að skoða
sjálft sig en ekki fara að ana út í
einhverja reiði gagnvart öðrum,
þó þetta lag sé kannski samið um
það. Óhamingjan byrjar og endar
hjá okkur sjálfum. Það er svolítið
þetta uppgjör og sjálfskoðun sem
ég er að vinna með á þessari plötu
ásamt því að vinna með stórar og
dýnamískar pælingar í útsetn
ingum.“
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Inga Birna segir fatahönnunina tengjast tónlistinni. Að hanna föt og semja tónlist snýst um að mála alla myndina sína að sögn hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tónlistin er vettvangur fyrir Blankiflur til að stíga fram. MYND/ZOE RUTH ERWIN
Inga Birna Friðjónsdóttir hefur prófað sig áfram með ýmis listform sem
hún getur sameinað með verunni Blankiflur. MYND/BIRTA RÁN BJÖRGVINSDÓTTIR
Lagið Game er nýlega komið á Spot
ify og YouTube. MYND/AÐSEND
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R