Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 44
ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞAÐ ER VIÐ MIG EN ÆTLI ÉG SÉ EKKI BARA ALGJÖR BÚÁLFUR Í GRUNNINN. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Þau Á r ni Beinteinn Árnason og Þórdís Þor­finnsdóttir fara með aðalhlutverkin í upp­setning u Leik félags Akureyrar á Benedikt búálfi. Þau voru saman í bekk í Listaháskóla Íslands og eru til­ tölulega nýútskifuð úr leiklistar­ náminu. „Það var alveg frábær bekkur, ótrúlegur hópur af hæfileikaríkum og skemmtilegum leikurum. Við vorum miklir vinir og unnum mjög vel saman. Þetta var dýrmætur tími,“ segir Þórdís, oftast kölluð Dísa. „Við Dísa höfum unnið saman í atvinnuleikhúsi síðan 2005. Við eigum því bæði sextán ára leikaf­ mæli í ár,“ segir Árni. „Það er því óhætt að segja að Árni Beinteinn hafi verið minn nánasti samstarfsmaður til fjölda ára. Núna síðast lékum við saman hér fyrir norðan í söngleiknum Vorið vaknar (e. Spring awakening) síðasta vor sem var ótrúlega skemmtilegt ferli,“ segir Dísa. Magnaður ævintýraheimur Bæði segjast þau einstaklega spennt fyrir uppsetningunni á Benedikt búálfi. „Fólk í kringum okkur er mjög áhugasamt enda er þetta án efa einn ástsælasti íslenski fjölskyldu­ söngleikur síðari ára. Umtalið er mikið enda þekkja f lestir verkið síðan það var sett upp fyrir tæpum tuttugu árum. Þessi magnaði ævin­ týraheimur og stórskemmtilega tónlistin hafa lifað góðu lífi síðan þá,“ segir Dísa. „Verkið fjallar um Benedikt búálf sem er sendur í leiðangur til mann­ heima til að sækja Dídí, sjö ára fót­ boltastelpu. Upp er komið skelfi­ legt hættuástand í Álf heimum og mannabarnið Dídí er eina von álfannna. Saman fara þau í ferðalag um Álf heima til að finna út hvar Tóti tannálfur er niður kominn, en hann hefur horfið sporlaust. Með þeim í för slæst vígalegur dreki og þeim mæta ýmsar áskoranir á leiðinni. Það eru litríkar persónur og töfrandi tónlist glæða sýning­ una miklu lífi svo allir ættu að geta notið,“ segir Árni. „Við tjöldum öllu til og það er óhætt að segja að við tökum þetta skrefinu lengra en áður hefur verið gert. Listræna teymið í kringum sýninguna er gífurlega metnaðar­ fullt og hvergi slegið af kröfunum. Þorvaldur Bjarni hefur útfært alla tónlistina upp á nýtt og bætt við nýjum frábærum lögum sem eiga örugglega eftir að vekja mikla lukku. Karl Ágúst steig líka inn og uppfærði handritið sem gerir sög­ una enn skýrari og margslungnari. Svo erum við náttúrulega með söng­ leikjagoðsögnina Lee Proud, sem sér um dans og sviðshreyfingar. Allt sem sá maður snertir breytist í gull,“ segir Dísa. „Við byggjum þetta auðvitað allt á þeim góða grunni sem Ólafur Gunnar Guðlaugsson, skapari sög­ unnar, hefur búið til. Það er alveg einstaklega fallegur heimur og boðskapurinn góður. Fyrri útgáfan heppnaðist mjög vel og stendur vissulega fyrir sínu en þessi upp­ færsla verður gjörólík. Vala Fann­ ell leikstýrir sýningunni og gerir það einstaklega vel eins og hennar er von og vísa. Þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum með henni og hennar fyrsta verk í atvinnuleikhúsi og það er óhætt að segja að hún sé leikstjóri á hraðri uppleið. Vonandi fáum við tækifæri til að vinna með henni aftur,“ segir Árni. Algjör búálfur Frá því að ljóst var að Benedikt búálfur yrði settur á svið var fólk í kringum Árna byrjað að segja að hann væri tilvalinn búálfur. „Ég veit ekki hvað það er við mig en ætli ég sé ekki bara algjör búálfur í grunninn. Ég tengi líka mikið við rauða hárið því ég hef leikið rauð­ hærðar persónur frá því að ég var lítill snáði, til dæmis Vinnie í „Shut your face Vinnie“­sketsunum í Stelpunum,“ segir hann. „Ég myndi líka segja að rauða hár­ kollan fari þér einstaklega vel. Svo ertu líka bara svo hrikalega vina­ legur, þú ert að minnsta kosti eini maðurinn sem ég myndi treysta fyrir sjö ára barni í svaðilför til Álf­ heima,“ segir Dísa. „Dísa er líka eina þrítuga konan sem fólk myndi trúa að væri sjö ára á sviði. Það er ótrúlegt hvernig hún hreyfir sig,“ bæti Árni við og þau hlæja. „Árni er minn helsti peppari eins og þú heyrir. En ég tengi líka vel við Dídí sem karakter. Ég er reyndar rosalega langt frá því að vera einhver fótboltastelpa, enda er mér meinilla við bolta eins og Dídí reyndar líka. En Dídí skortir stundum sjálfstraust og það er eitt­ hvað sem ég á auðvelt með að tengja við því auðvitað á maður það til að missa stundum trú á sjálfum sér, sérstaklega í leikhúsbransanum þegar tækifærin eru ekki á hverju strái. En í gegnum verkið fylgjast áhorfendur með því hvernig Dídí tekst á við hræðsluna og öðlast hug­ rekki,“ segir Dísa. Þau segja börn geta verið virki­ lega krefjandi áhorfendur og gefi oftast engan afslátt. „Við erum bæði vön að leika fyrir allan aldur og bestu fjölskyldusýn­ ingarnar eru þær sem allir geta haft gaman af,“ segir Dísa. „Benedikt búálfur spannar allan tilfinningaskalann. Þó að gleðin sé auðvitað mikil þá kynnumst við líka myrkum persónum. Það má alveg búast við því að yngstu áhorf­ endurnir muni upplifa smá hræðslu en í öruggu umhverfi leikhússins ætti það nú bara að vera eftirminni­ legt og áhrifaríkt. Svo fer auðvitað allt vel að lokum,“ segir Árni. „Rólegur að spilla endanum fyrir öllum, Árni,“ segi Þórdís og hlær. Miða á Benedikt Búálf er hægt að nálgast á tix.is. steingerdur@frettabladid.is Sjö ára í svaðilför með búálfi til mannheima Árni Beinteinn og Þórdís fara með helstu hlutverk í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu ástsæla Benedikt búálfi. Þau eru sammála um að magnað teymi standi að baki uppsetningunni. Árni Beinteinn og Þórdís voru saman í bekk í leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! Í kvöld á Hringbraut Átökin í Eyjum eru persónuleg Páll Magnússon alþingismaður, fyrrverandi útvarpsstjóri, fréttastjóri og gröfustjóri í Eyjum, lætur allt flakka í hispurslausu samtali sínu við Sigmund Erni í Mannamáli í kvöld. Hann ræðir átökin í Eyjum, klofninginn, fréttastjóraárin, Stöðvar 2 ævintýrið, hlutverk RÚV, drykkjuna, sáttina og nafnbótina „að geta unnið með Kára Stefáns“. Ekki missa af Mannamáli í kvöld kl. 20.00. 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.