Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 42
Daninn Mads Mikkelsen er náttúrlega m e ð ó l í k i n d u m góður leikari og tvær síðustu myndir hans, Druk og Retfærdig
hedens ryttere, taka af öll tvímæli
um að hann er alfarið okkar maður
en í þeirri síðarnefndu er hann
mættur til leiks í algeru toppformi
og hefndarhug.
Mikkelsen er nánast óþekkjan
legur, snoðaður og gráskeggjaður,
í hlutverki hermannsins Markus
sem þarf óvænt að drífa sig heim frá
átakasvæði til þess að sinna ungl
ingsdóttur sinni, Mathilde, sem
lifði af lestarslys sem kostaði móður
hennar og eiginkonu hans lífið.
Afsönnun tilviljunar
Markus er að vísu ekki líklegur til
að geta gert mikið fyrir stúlkuna þar
sem hann er eins og eitraður karl
maður af gamla skólanum. Hann er
tilfinningakrepptur í keng og ákveð
ur því eðlilega að þau eigi að takast á
við sorgina með þögninni. Það er að
segja þangað til stærðfræðingurinn
Otto bankar upp á og setur af stað
vægast sagt klikkaða atburðarás.
Otto þessi hefur nánast reiknað
frá sér allt vit með þráhyggjukennd
um tilraunum til þess að setja tilvilj
anir í rökrétt samhengi og situr uppi
með að hafa lifað lestarslysið af fyrir
algera tilviljun eftir að hafa boðið
eiginkonu Markusar dauðasætið sitt.
Hann telur sig hins vegar hafa kom
ist að því með yfirvegaðri rökleiðslu
að slysið var ekkert slys heldur þaul
skipulagt morð á lykilvitni í réttar
höldum gegn stórhættulegu mótor
hjólagengi, Riddurum réttlætisins.
Formúlur og fagrar vélbyssur
Markus stekkur á kenningu Ottos
enda veit hann vel, sem einhvers
konar nútíma Egill SkallaGríms
son, að ekkert slær betur á sorgina
en að finna einhvern sem hægt er að
hefna sín á.
Einkennilegan hefnendahópinn
fylla síðan tveir félagar Ottos, hakk
arar og tölvuséní, sem eru í það
minnsta hálfu skrýtnari en hann
sjálfur en sameinaðir þrengja þeir
að meintum lestarmorðingja og
vélhjólahyskinu þannig að Markus
fær að láta verkin tala í trylltum
hefndarhug.
Þarna hrekkur gráglettin og
afskaplega hjartnæm kómedía um
skrítna karla í kreppu í fimmta gír
og snýst upp í skemmtilega ofbeldis
fullan og blóði drifinn tilvistarheim
spekilegan óð til lífsins sem gengur
aldrei fullkomlega upp. Alveg sama
hvaða sviðsmyndir eru dregnar upp
og reiknikúnstum er beitt þá verður
lífið alltaf óreiða.
Dásamlegir klikkhausar
Nikolaj Lie Kaas leikur Otto en þeir
Mikkelsen eru verðskuldað meðal
dáðustu leikara Dana og hafa áður
farið á kostum undir stjórn Thomas
Jensen. Til dæmis í Blinkende lygter
og De grønne slagtere.
Þegar þeir Lars Brygmann og
Nicolas Bro, sem síðast sást til í
hinum mögnuðu þáttum DNA,
bætast í hópinn í hlutverkum hinna
furðufuglanna tveggja, Lennart og
Emmenthaler, má með sanni segja
að Mikkelsen fari hér fyrir danska
karlalandsliðinu í kvikmyndaleik.
Allir eru þessir menn misflóknir
rembihnútar tilfinninga og í raun
alveg ofboðslega tragískar persónur
en það er svo sem eftir djöflinum
dönskum að komast upp með að
bregða spéspegli á andlegar þjáning
ar þolenda mansals, kynferðislegrar
misnotkunar og eineltis.
Stærðfræðidæmisögur
Riddarar réttlætisins er rökfræði
lega ruglaður og brjálæðislega
skemmtilegur bræðingur kostu
legrar persónustúdíu, heimspeki
legs hefndardrama og geggjaðrar
gamanmy ndar með mátu lega
subbulegum of beldisgusum þann
ig að skammt er milli skellihláturs,
spennu og sárra tilfinninga.
Raunsæið er ekkert að truf la
söguþráðinn og allt er þetta vel ýkt
og sérvitrar persónurnar hanga
mikið til saman á sígildum grínkl
isjum með óvenjulega hæfileika,
jafnvel næstum ofurkrafta, sem
gott getur verið að búa yfir þegar
glensið rennur út í grimmilegan
hasarharmleik.
Því fer þó fjarri að Riddarar rétt
lætisins sé aðeins grín og hefndar
drama heldur eiginlega þvert á móti
og rétt eins og stærðfræðilúðarnir
reikna sig niður öngstræti tilveru
með óendanlegt f lækjustig hverfast
heimspekilegar pælingar myndar
innar um tilgangsleysi hefndar
innar, merkingarleysi atburða,
markleysi tilviljana og gagnsleysi
reiðinnar. Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Tragískur en
drepfyndinn ofbeldisfarsi með
Mads Mikkelsen fremstan meðal
jafningja. Gott bíó verður ekki
mikið betra.
KVIKMYNDIR
Billie Eilish:The World's a Little
Blurry
Leikstjórn: R.J. Cutler
Aðalhlutverk: Billie Eilish, Finneas
O'Connell, Maggie Baird, Patrick
O'Connell
Billie Eilish verður tvítug í des
ember. Hún var sautján ára þegar
fyrsta platan hennar When We Fall
Asleep, Where Do We Go? sló í gegn
með slíkum ósköpum að vinsældir
hennar og velgengni í kjölfarið
stappa nærri sturlun.
Oft hefur verið þeytt í heimildar
myndir af minna tilefni og Billie
Eilish: The World's a Little Blurry
er 140 mínútna happafengur fyrir
aðdáendur söngkonunnar og líkleg
til þess að fjölga eitthvað í þeim
hópi þótt þeir sem standi fyrir utan
þyki líklega mörgum full vel í lagt.
Apple TV+ sló eign sinni á mynd
ina og þaðan er henni streymt og
mögulega hentar slíkt áhorf lengd
hennar betur þegar hægt er að gera
hlé eftir þörfum. Sannir áhorfendur
hljóta þó að vilja njóta myndar
innar í allri sinni dýrð í bíó en þar
er tíminn naumt skammtaður
og þannig verður hún á tjaldinu í
Smárabíói í síðasta sinn í dag. Hvað
þau áköfustu athugi.
Leikstjórinn R.J. Cutler kemst
býsna nærri Eilish en þótt hún
virki afskaplega opin og einlæg fær
maður stundum á tilfinninguna
að ýmislegt sem gæti gefið fyllri
heildarmynd sé markvisst látið
liggja milli hluta. Cutler kemst þó
það nærri henni að í ljós kemur að
undir töffaraímyndinni leynist
ósköp venjulegur unglingur sem
er þjakaður af efasemdum um
eigið ágæti og er stundum við það
að sligast undan yfirnáttúrulegu
álaginu og myndin rís hæst og segir
áhorfendum mest um manneskjuna
Billie Eilish þegar hún er í faðmi
fjölskyldunnar og að semja lög með
Finneas, bróður sínum, sem virðist
vera einhvers konar séní á því sviði.
Þá er ekki að sjá annað en for
eldrar hennar, þau Maggie og Pat
rick, séu salt jarðar og ósköp fallegt
að fylgjast með þeim reyna allt
sem í þeirra valdi stendur til þess
að vernda litlu stelpuna sína fyrir
hversdagslegum háska tilverunnar
ekki síður en skuggahliðum frægð
arinnar.
Greinilega alltaf sama tauga
trekkjandi atið að reyna að koma
börnunum sínum í heilu lagi til
manns og maður treystir því bara
að með svona vandaða foreldra
verði Billie forðað frá örlögum Amy
Whinehouse eða Britneyjar Spears.
Myndin er tvær og hálf klukku
stund sem er full langt fyrir þá sem
ekki eru innvígðir og innmúraðir
en ég hef tólf ára dóttur mína fyrir
því að myndin er „alveg geggjuð“
og hún hefði gjarnan viljað enn
meira. Fyrir pabbann var þetta allt
saman vel bærilegt þar sem Billie er
of boðslega sjarmerandi og áhuga
verð manneskja sem fer létt með
að heilla með tónlist sinni og sviðs
framkomu. Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Tilfinningum hlaðin og
áhugaverð innsýn í líf Billie Eilish í tali,
tónum og tónleikum. Skuggahliðum
samfélagsmiðlafrægðarinnar er haldið
sæmilega til haga í mynd sem stendur
undir þremur stjörnum fyrir fimmtugan
pabba en fimm hjá tólf ára dóttur þannig
að feðginin sættast á fjórar.
Þokukennd veröld Billie Eilish
Aðdáendur Billie Eilish fá að kynnast henni nokkuð náið í myndinni þar
sem hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og þá oftast í náttfötum.
KVIKMYNDIR
Retfærdighedens ryttere
Leikstjórn: Anders Thomas
Jensen
Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen,
Nikolaj Lie Kaas, Andrea Heick
Gadeberg, Lars Brygmann, Nicolas
Bro
Heimildarmyndin um Eurovisionævintýri Hatara, A Song Called Hate, er sýnd
í Háskólabíói og sýningin í kvöld
verður nokkuð sérstök þar sem
hlutverk listarinnar og listamanna
verður til umræðu að sýningu
myndarinnar lokinni.
Fríða Björg Ingvarsdóttir, rektor
Listaháskóla Íslands, stýrir umræð
unum en Hatararnir Matthías
Tryggvi Haraldsson og Klemens
Hannigan, sem einnig eru hollnemar
LHÍ, munu sitja fyrir svörum ásamt
Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, leik
stjóra myndarinnar.
Eurovisiongjörningur Hatara
árið 2019 var eins og löngu frægt er
orðið vægast sagt umdeildur og um
tíma virtist sem spjótin stæðu á lista
hópnum úr öllum áttum eftir að þau
héldu í óvissuferðina sem enginn
vissi hvernig myndi enda. Staðráðin
í að taka sér dagskrárvaldið og setja
Eurovision í pólitískt samhengi
átakanna á milli Ísrael og Palestínu
lögðu þau af stað með fyrirheit um
óvæntar uppákomur sem áttu svo
sannarlega eftir að verða að veru
leika.
Anna Hildur lagði við gerð A Song
Called Hate upp með spurninguna
um hvort óþekktir jaðarlistamenn
frá Íslandi gætu komist í gegnum
meginstrauminn með skilaboð sín
en á leiðinni vöknuðu hins vegar
margar spurningar um hlutverk
listarinnar og listamannsins í sam
félaginu.
Umræðusýning A Song Called
Hate verður í Sal 1 í Háskólabíói þar
sem myndin byrjar klukkan 19.30 og
umræðurnar hefjast strax og sýning
unni lýkur klukkan 21.
Hatarar ræða
um listina í bíó
Tveir af þremur Höturum sitja fyrir
svörum í Háskólabíói í kvöld.
Hefnd stærðfræðilúðanna
Andrea Gadeberg og dönsku landsliðsleikararnir halda klikkaðri myndinni saman með mergjuðu samspili sínu.
Fyrirliðinn
Mads Mikkel
sen er öfl
ugur leiðtogi
lúðanna sem
villast út í til
viljanakennd
an hefndarleið
angur. MYND/
ZENTROPA
4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ