Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 32
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Rafns Magnússonar vélfræðings og kennara, Löngulínu 7, Garðabæ. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks dvalarheimilisins Ísafoldar, Garðabæ, fyrir einstaka alúð og hlýju í hans garð. Eva Guðmundsdóttir Vilborg Rafnsdóttir Kristinn Rafnsson Sólborg Tryggvadóttir Elsa Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Birgis Lúðvíkssonar Sléttuvegi 23. Helga Brynjólfsdóttir Lúðvík Birgisson Sigríður Birgisdóttir Brynjar Gauti Sveinsson Guðríður Birgisdóttir Steingrímur Gautur Pétursson Unnur Jónsdóttir og afabörn. Elskulegur eiginmaður og faðir okkar, Sigurður Sigvaldason verkfræðingur, Hvassaleiti 103, lést aðfaranótt 28. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Sigrún Magnúsdóttir Sigurður, Ragnheiður, Sólveig og Magnús Sigurðarbörn Ástkær eiginmaður og faðir, Armando Beqirai lést sunnudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn 5. mars klukkan 15. Þóranna Helga Gunnarsdóttir Alexander Beqirai Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Guðjóns Arnar Kristjánssonar Lækjasmára 8, Kópavogi. Guðbjörg K. Guðjónsdóttir Stefán Þórisson Ólafur Jón Guðjónsson Eyrún Ásta Bergsdóttir Katrín Guðjónsdóttir Erla Björk Guðjónsdóttir Gunnar Ólafsson Örn Már Guðjónsson Sigrún Svava Gísladóttir og barnabörn. Já, ég skal alveg vera fulltrúi ham-ingjusamra Vestmannaeyinga,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, for-stöðumaður Eldheima, glaðlega. „Stundum er látið eins og við séum ekki að gera neitt nema hugsa um Herjólf og veðrið en við erum að gera fullt annað. Nú má aftur fara að hafa gaman og Vest- mannaeyingar hafa alltaf verið góðir í að búa til eitthvað skemmtilegt.“ Tónleikar um helgina Eins og alþjóð veit býður Kristín upp á tilkomumikla gosminjasýningu í Eld- heimum en að hún breytti safninu líka í hljómleikasal, það vissi ég ekki. „Ég er að undirbúa frábæra tónleika um helgina,“ upplýsir hún. „Þar mun spila band sem í er heimafólk og tónlistarmenn sem ég er að flytja inn.“ Nú, segðu mér meira – bið ég forvitin. „Já, hér er tónlistarfólk sem hefur látið að sér kveða í Eyjum, Helga Jónsdóttir og Arnór Hermanns- son, og með þeim koma fram Magnús R. Einarsson og Eggert Jóhannsson. Þau munu flytja vísnatónlist, bæði sænska og íslenska. Það er spenningur fyrir þessu og með því að skipta Eldheimum upp getum við tekið á móti nær hundrað manns því hér er hátt til lofts og vítt til veggja.“ Horfir bjartsýn fram á veginn Kristín segir búið að ganga furðu vel í Eyjum á veirutímanum. „Ég hef haft opið allan tímann af því húsið er svo stórt, auðvitað komu fáir suma dagana – jafnvel enginn, en bærinn gat boðið upp á þessa þjónustu. Svo hafa hlutirnir gengið nokkuð sinn vanagang, börnin hafa getað verið í skólum og íþróttum og þó að loðnan hafi ekki veiðst í jafn- miklu magni og oft áður þá er gleði yfir að fá þó einhverja loðnu á land. Við höfum ekki verið jafn háð ferðaþjón- ustu og margir aðrir landshlutar og því hafa ekki orðið eins svakalegar sveif lur í þessu samfélagi og sums staðar annars staðar. Nú vonum við að botninum sé alls staðar náð og við séum á leið upp á við. Það er byrjað að selja inn á stór- mótin hér í Eyjum og við vonumst til að geta haldið stórhátíðir sumarsins, bæði Þjóðhátíð og Goslokahátíð. Í Eld- heimum er ég byrjuð að taka á móti bókunum aftur.“ Í lokin er Kristín spurð hvort Vest- mannaeyingar finni fyrir jarðhrær- ingum. „Gott þú minnist á það,“ segir hún. „Eyjar eru einmitt staðurinn til að fara á núna ef skjálftar og gos eru uppi á landi. Ég er ein þeirra sem hafa ekki fundið fyrir neinum jarðskjálfta í þess- ari hrinu, vinir mínir og sambýlismaður hafa reyndar fundið einn og einn, en Vestmannaeyjar eru vel settar svo það þarf enginn að tapa gleðinni út af því eins og er.“ gun@frettabladid.is Við hugsum ekki bara um Herjólf og veðrið Vestmannaeyingar eru hamingjusamastir Íslendinga og ánægðastir með sitt samfélag, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem skýrt var frá í Fréttablaðinu í gær. Því var slegið á þráðinn til ágætrar Eyjapæju, Kristínar Jóhannsdóttur í Eldheimum. Í Eldheimum er hátt til lofts og vítt til veggja og þar ætlar Kristín að bjóða upp á tónleika um helgina. FRÉTTBLAÐIÐ/EYÞÓR Nú má aftur fara að hafa gaman og Vestmannaeyingar hafa alltaf verið góðir í að búa til eitt- hvað skemmtilegt. 1861 Abraham Lincoln verður sextándi forseti Banda- ríkjanna. 1877 Emile Berliner finnur upp hljóðnemann. 1936 Zeppelinloftfarið Hindenburg flýgur sitt fyrsta reynsluflug. 1955 Armed Forces Radio and Television Service Keflavik fær heimild íslenskra stjórnvalda til sjónvarpsútsendinga. 1964 Hljómar frá Keflavík slá í gegn á fyrstu bítlatón- leikunum á Íslandi. Tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíói. Fjórar aðrar hljómsveitir koma þar fram. 1968 Fyrsta leikritið sem sett er upp sérstaklega fyrir sjónvarp á Íslandi er sent út. Það er verkið Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. 1971 Íslendingar kaupa uppstoppaðan geirfugl á upp- boði í London. Áður var safnað fyrir fuglinum um allt land. 1983 Menningarmiðstöðin Gerðuberg er opnuð í Breið- holtshverfi í Reykjavík. 2000 PlayStation 2 kemur fyrst út í Japan. 2005 Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sam- einast undir merkjum þess fyrrnefnda. Merkisatburðir 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.