Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 2
Eftirspurn meira en framboð „Eina sem kom upp á í dag [í gær] var að það kláraðist hjá okkur bóluefnið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningar eldra fólks síðustu tvo daga. Ragnheiður útskýrir að miðað við hlutfall þeirra sem mættu á þriðjudag hafi f leiri verið boðaðir í gær en þá hafi hlutfallið hækkað. Bólusetningunni verði framhaldið næsta þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAG „Í grunninn snýst þetta um að taka sér tíma í það sem maður er að gera,“ segir Þóra Jóns­ dóttir, formaður Hæglætishreyf­ ingarinnar á Íslandi. Hreyfingin var nýlega stofnuð hér á landi og samanstendur af fólki sem hefur tileinkað sér, eða hefur áhuga á að tileinka sér, hæglæti. Þóra segir hæglæti snúa að því að vera með athygli á núlíðandi stund. „Að heyra og hlusta, að anda og njóta, að velja meðvitað að tak­ marka streitu, draga úr neyslu, taka sér minna fyrir hendur og gera færri hluti í einu,“ segir hún. Sjálf kynntist Þóra hugmynd­ inni um hæglæti fyrir um fimmtán árum. „Ástandið í samfélaginu er svo rafmagnað af keppni, spennu og einhvers konar hamfarahyggju,“ segir hún. „Við erum öll í svo mikilli keppni um að eiga fínustu húsin, ná að gera allt sem ætlast er til af okkur og vera dugleg á öllum sviðum en á sama tíma sýnum við bara glansmynd af okkur á samfélagsmiðlum svo við erum ekki einu sinni að keppa við sannleikann,“ bætir Þóra við. Að sögn Þóru breytti það miklu í hennar lífi þegar hún tileinkaði sér hæglæti. „Ég hef alla tíð átt erfitt með hraða samfélagsins og þegar ég uppgötvaði hæglæti var það mikil hugarró fyrir mér,“ segir hún. „Það að láta af eigin hugmyndum og eigin kröfum um það að ég væri ekki að standa mig nógu vel heldur að ég mætti bara lifa sæl og glöð með það sem ég hefði var frelsandi fyrir mig.“ Hreyfinguna stofnaði Þóra í hópi kvenna sem allar halda úti Insta­ gram­reikningum sem snúa að ein­ hverju leyti að hæglæti. „Mig langaði að stofna hóp utan um þetta hugðarefni og það er mik­ ill áhugi í samfélaginu,“ segir Þóra. Markmið hreyfingarinnar er að skapa umræðu um hæglæti og eru Þóra og félagar hennar í hreyfing­ unni nú þegar farin af stað með hlaðvarpsþátt um efnið. „Það eru margir opnir fyrir þess­ um pælingum,“ segir Þóra. „Það er heillandi að hugsa um það hvað er í fyrsta sæti, en ekki bara spenna bogann og eignast allt á lánum þannig að þú þurfir að vinna meira til að geta átt fyrir lánunum, heldur að láta nægja það sem þú hefur þar til þú getur bætt við.“ Þóra segir miklvægt að staldra við og jafnvel vinna minna þó það þýði að fólk geti þá kannski ekki leyft sér eins mikið, „En þú nýtur þess mögulega betur að eiga sam­ fylgd og góðar stundir með þér og fjölskyldunni þinni,“ segir hún. birnadrofn@frettabladid.is Frelsandi að lifa bæði hægara og rólegra lífi Stofnuð hefur verið hæglætishreyfing á Íslandi. Formaðurinn segir hugarró felast í því að tileinka sér einfaldara líf og að hæglæti hafi breytt lífi sínu og hugsunarhætti. Mikill áhugi virðist vera á hreyfingunni úti í samfélaginu. Þóra segir því hafa fylgt ró þegar hún flutti úr borg í sveit. MYND/AÐSEND Það er heillandi hugsa um það hvað er í fyrsta sæti en ekki bara spenna bogann og eignast allt á lánum þannig að þú þurfir að vinna meira til að geta átt fyrir lánunum. Þóra Jónsdóttir, formaður Hæg- lætishreyfingar- innar á Íslandi SKIPULAGSMÁL „Hugmyndin er að koma fyrir tveimur 235 metra zip­ línum af fjórðu hæð Perlunnar,“ segir í erindi Perlu Norðursins ehf. til skipulagsyfirvalda í Reykjavík þar sem óskað er leyfis til að koma fyrir eins konar aparólu í Öskjuhlíðinni. Gunnar Gunnarsson, eigandi Perlu Norðursins, segist ekkert vilja upp­ lýsa um áformin að svo stöddu. Í erindi félagsins segir að línurnar eigi að liggja í átt að Fossvogskirkjugarði og enda í skógarrjóðri. „Flogið verður yfir tré og yfir gamla óvirka Strók. Það er draumur okkar að koma lendingarpallinum fyrir inni í skógarrjóðrinu en við höfum fengið heimild til að færa til nokkur hálfdauð tré frá Skógræktar­ stjóra,“ segir í bréfi Perlu Norðursins. Lendingarpallurinn verði nær þrettán metra hár en muni lítið sjást þar sem tré í kring séu hærri. „Vegna hæðar línunnar eru engar líkur á því að hægt sé að rekast á fólk á göngustígum,“ segir áfram í bréfinu. Jafnvel þótt „karlkyns gír­ affi væri á gangi“ myndi yfir tveggja metra maður svífa þrjá metra yfir þriggja metra háum gíraffanum. „Fætur Zip­línugests sem er tveggja metra hár munu vera í tæpum níu metrum yfir Öskjuhlíðinni.“ – gar Aparóla í Öskjuhlíð ekki ógn við karlkyns gíraffa Fyrirhugað „zip line“ í Öskjuhlíðinni. Árbæjarstífla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKIPULAGSMÁL Áður en Skipu­ lagsstofnun getur tekið afstöðu til breytts deiliskipulags fyrir Elliðaár­ dal þarf Reykjavíkurborg meðal annars að skýra stöðuna vegna breytinga á rennsli Elliðaánna. „Í greinargerð kemur fram að Árbæjarlón sé eitt helsta sérkenni svæðisins. Að gefnu tilefni bendir Skipulagsstofnun á að standi til að gera varanlega breytingu á lóninu með varanlegri opnun fyrir rennsli í gegn um stíf lu þarf að gera grein fyrir því og umhverfisáhrifum þess í deiliskipulaginu,“ bendir Skipu­ lagsstofnun á og nefnir nokkur atriði til viðbótar sem þurfi að lag­ færa áður en hægt sé að afgreiða málið. „Setja þarf fram nánari skil­ mála um uppbyggingu og útfærslu vatnsleikjagarðs og tæknirýmis á svæði A54,“ segir til dæmis um þau atriði sem eru ófrágengin. Nýtt skipulag snýst um 250 hekt­ ara borgargarð í Elliðaárdal. – gar Skýri stöðuna vegna opnunar Árbæjarstíflu 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.