Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 35
BÍLAR
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn
25. mars 2021 á Hilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.11 í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr.
hlutafélagalaga.
3. Önnur mál.
Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram
með rafrænum hætti í gegnum Lumi AGM
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál
tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann
gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til
félagsstjórnar á netfangið adalfundur@brim.
is með það löngum fyrirvara að unnt sé að
taka málið á dagskrá fundarins, 10 dögum
fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa
liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 mánudaginn
15. mars 2021.
Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr.
hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst
fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð
til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu
Brims, Norðurgarði 1 eða á netfangið
adalfundur@brim.is. Tilkynnt verður um
framkomin framboð tveimur dögum fyrir
aðalfundinn.
Boðið verður upp á fullgilda rafræna þátttöku
á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að
hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. Hægt
verður að fylgjast með fundinum í gegnum
vefstreymi auk þess sem hluthafar geta kosið
rafrænt og borið upp skriflegar spurningar í
gegnum Lumi snjallforritið eða vefsíðu Lumi.
Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn
og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru
leyti.
Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið
fara fram í gegnum Lumi AGM. Allir hluthafar,
hvort sem þeir mæta til fundarins á Hótel
Nordica eða taka þátt með rafrænum hætti,
eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi
AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir
greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM.
Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í
hlutaskrá skv. hluthafakerfi félagsins þegar
aðalfundur fer fram geta beitt réttindum
sínum á aðalfundi. Hluthafar geta látið
umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd.
Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt
og dagsett umboð, en form að umboði er
aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal
fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í
eitt ár frá dagsetningu þess.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem
hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem
er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að
skrá sig tímanlega á fundinn á vefsíðunni
www.smartagm.com og eigi síðar en kl. 17.00
þann 24. mars, eða degi fyrir fundardag. Með
innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum
og umboð, ef við á.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri
einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins
njóta ekki atkvæðisréttar.
Heildarhlutafé félagsins nemur kr.
1.955.979.606 og fylgir eitt atkvæði hverjum
hlut. Eigin bréf félagins eru nú kr. 34.920.417
og virkt hlutafé félagins því kr. 1.921.059.189
Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir
aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins
og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á
heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á
venjulegum skrifstofutíma. Endanleg dagskrá
og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn má
finna á vefsíðu félagsins https://www.brim.is/
brim/fjarfestar/adalfundur2021/
Reykjavík 3. mars 2021
Stjórn Brims hf.
Gætt verður að gildandi fyrirvörum stjórnvalda um fjöldatakmarkanir,
nálægðarmörk og sóttvarnir, en jafnframt verður gefinn kostur á
rafrænni þátttöku á fundinum.
Fundurinn fer fram á íslensku og hefst klukkan 17:00.
23F I M M T U D A G U R 4 . M A R S 2 0 2 1 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Ionic er undirmerki Hyundai og
ætlað fyrir raf bíla eingöngu. Ionic
5 hefur nú verið frumsýndur og
mun koma með tveimur stærðum
af rafhlöðum.
Ionic 5 er ætlað að keppa við bíla
eins og VW ID.3 og Tesla Model 3
en f leiri bílar eru væntanlegir frá
merkinu á næstu árum. Ionic 5 er
4,6 metrar á lengd og líkt og í ID.3
er farþegarými hærra vegna fyrir-
ferðar raf hlöðunnar í undirvagni
bílsins. Undirvagninn er alveg nýr
og kallast E-GMP en hjólhaf Ionic
5 er óvenjumikið fyrir bíl í þessum
flokki. Það er heilir 3.000 mm sem
er lengra en í Audi A6. Til að ráða
við þyngd raf hlöðunnar er fjöðr-
unin með MacPherson-turnum að
framan og fjölliða fjöðrun að aftan.
Útlitslega minnir bíllinn nokkuð
á tilraunabíl sem Hyundai frum-
sýndi á áttunda áratugnum og hét
Pony Coupe. Meðal atriða í útliti
sem eru sérstök fyrir bílinn eru
innfellanleg hurðarhandföng og
skellaga vélarhlíf. Undir henni eru
örþunn aðalljós og „grill“ sem inni-
heldur þá skynjara sem hátækni-
væddir bílar nútímans þurfa að
hafa. Ionic 5 verður með 800 V
raf kerfi sem þýðir að hann getur
notað allt að 220 kW hraðhleðslu-
stöð. Þannig getur bíllinn hlaðið
sig frá 10% í 80% á aðeins 18 mín-
útum. Bíllinn kemur með tveimur
gerðum rafhlaða, 58 og 72,6 kWst.
Með minni rafhlöðunni er rafmótor
fyrir afturdrif að skila 168 hest-
öflum og 350 nm togi. Með stærri
útgáfunni er afturhjóladrifin útgáfa
215 hestöfl og fer í hundraðið á 7,4
sekúndum. Fjórhjóladrif verður í
boði með báðum rafhlöðunum og
eru 6,1 eða 5,2 sekúndur í hund-
raðið. Drægið verður nálægt 500 km
en Hyundai hefur ekki staðfest það
endanlega enn þá þar sem prófanir
vegna WLTP-staðalsins eru enn þá
í gangi. Bíllinn verður einnig fáan-
legur með sólarsellum í þaki sem
gæti verið vinsæll aukabúnaður í
löndum sem búa við meiri sól en er
hérlendis. Hingað til lands kemur
bíllinn að öllum líkindum í júlí.
Fyrsti rafbíllinn frá Ionic-merkinu lítur dagsins ljós
Ný efni verða í innréttingu og tveir
samhliða 12,25 upplýsingaskjáir.
Ionic 5 er með
óvenjumikið
hjólhaf eða
heila þrjá metra
og býður því
upp á fjölnota-
möguleika í
farþegarými.
Volvo kynnti á þriðjudag sinn
fyrsta raf bíl sem hannaður er
þannig frá grunni en hann er
byggður á XC40 og er í raun og
veru önnur kynslóð hans.
Volvo C40 Recharge er ætlað að
keppa við bíla eins og Tesla Mode
Y og Audi Q4 e-tron til að mynda.
Eins og sjá má svipar honum mjög
til XC40 Recharge að framan en
þaklínan hallar meira að aftan svo
að bíllinn minnir dálítið á stóran
hlaðbak. Að aftan er bíllinn öðru-
vísi, með láréttum ljósum og vind-
skeið þótt lítil sé.
Volvo C40 er á sama CMA-undir-
vagni og XC40 og er svipaður að
stærð og f lestar stærðartölur þær
sömu, eins og til dæmis hjólhafið.
Þrátt fyrir afturhallandi þak er
farangursrýmið það sama eða 413
lítrar. Einnig kemur hann með
raf búnaðinn úr XC40 P8 sem eru
rafmótorar á hvorn öxul sem sam-
tals skila 402 hestöflum og 660 nm
togi. Það dugar bílnum til að fara í
hundraðið á aðeins 4,9 sekúndum
og upp í takmarkaðan hámarks-
hraða Volvo sem er 190 km á klst.
Raf hlaðan er 78 kWst og sam-
kvæmt WLTP staðlinum á hún að
skila bílnum 420 km drægi. Hámark
hleðslugetu er 150 kW sem þýðir að
hægt er að hlaða hann í 80% á 40
mínútum. Upplýsingakerfi bílsins
er stýrt af Android Automotive og
notar Google maps fyrir leiðsögu-
tækið og fær upplýsingar gegnum
síma ökumannsins. Engar myndir
hafa verið birtar innan úr bílnum en
að sögn Volvo er ekkert leður notað
í innréttingu hans.
Volvo kynnir rafbílinn
C40 Recharge
Bílnum svipar mjög til XC40 en þaklínan hallar meira aftur.
Hyundai kynnti á þriðjudag blend-
ingsbílinn Bayon sem keppa á við
Renault Captur og Peugeot 2008.
Slíkar gerðir bíla hafa rutt sér til
rúms að undanförnu og kallast á
engilsaxnesku Crossover en heitið
blendingsbíll á vel á við hér á landi.
Bíllinn er líka nokkurs konar fólks-
bíll með útlit jepplings og oftar en
ekki er drifið aðeins á öðrum öxli
bílsins svo ekki er hann jepplingur.
Bíllinn líkist nokkuð nýjum
Hyundai Tucson í útliti með
örþunnum dagljósum yfir þríhyrn-
ingslaga aðalljósum, og að aftan er
sams konar örvarlaga afturljós sem
tengd eru saman með ljósaborða.
Bíllinn er 4.180 mm á lengd og 1.775
mm á breidd svo að hann er aðeins
minni en samkeppnin og einnig
nokkuð minni en Hyunda Kona.
Samt er farangursrýmið 411 lítrar
sem er eins og í meðalstórum jepp-
lingi og hjólhafi 2.580 mm. Veghæð-
in er 183 mm og hann kemur á 17
tommu álfelgum. Tæknin kemur að
mestu leyti úr Hyundai i20 enda er
hann byggður á sama undirvagni, og
verður hann einnig með svipuðum
búnaði. Vélin er eins lítra bensínvél
eins og í i20 og er annað hvort boðin
sem 99 hestöfl eða 118 hestöfl.
Hyundai kynnir Bayon
blendingsbílinn
Hyundai Bayon er blendingsbíll
fólksbíls og jepplings á grunni i20.
Volvo C40 er byggður á
sama undirvagni og XC40
og er svipaður að stærð.