Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 16
Sú var tíð að ekki var lögreglu-bíll í Sandgerði, nokkuð sem fólk ætti erfitt með að ímynda sér í dag. Staðreyndin er hins vegar sú að það var ekki fyrr en árið 1967 að fyrsti löggubíllinn kom á svæðið. Fyrst og fremst er að þakka Geir Gunnarssyni, þáverandi þingmanni Alþýðubandalagsins, fyrir komu bílsins, en hér segir frá því hvernig það bar til. Löggubílaleysið gat búið til alls kyns vandamál. Í janúar 1961 var Guðjón Klemens læknir til dæmis á leið í vitjun út í Sandgerði og fest- ist í skafli. Ég var þar á ferð á jeppa, ásamt fleirum, og við drógum hann úr skaf linum og fylgdum honum síðan í vitjunina. Við spurðum hann hvers vegna hann fengi ekki lögregluna til að hjálpa sér en Guð- jón svaraði því til að þeir mættu ekki biðja lögregluna um aðstoð, enginn væri löggubíllinn. Það var hins vegar ljóst að þörf var á slíkum bíl á svæðið, en hvorki gekk né rak að ganga frá því. Það leið hins vegar og beið og eng- inn kom bíllinn. Nokkrum árum síðar lenti einn hásetinn á Stein- unni gömlu í því að veikjast þegar komið var með bátinn að bryggju. Þeir reyndu að kalla eftir bíl, en einn á bryggjunni sagði þá að það væri enginn bíll laus því allir væru í útskipun. Annar í löndunargeng- inu sagði þá að rútan færi kl. 17, en það fór svo að Ari í Klöpp skutlaði honum til læknis. Þörfin fyrir bíl sem nýttist íbúum svæðisins var mikil. Brugðið var á það ráð að senda sjálfstæðismanninn Jón Júll í dóms- málaráðuneytið til að kanna hvort ekki fengist heimild til að kaupa lögreglubíl á svæðið. Hann fékk nú ekki mjög góðar viðtökur, við hann var sagt að hann gæti fengið leyfi til að kaupa hjól fyrir lögregluna. Alf- red sveitarstjóri, sem var með í för, brást ókvæða við. „Eigum við hafa bögglabera líka á hjólinu?“ sagði hann og rauk út. Nú voru góð ráð dýr og daginn eftir sagði Jón Júll að eina leiðin væri að tala við Alþýðu- bandalagsmanninn í Hafnarfirði; Geir Gunnarsson. Ég var þarna með og sagði það vera lítið mál, síminn hjá honum væri 5004, það mundi ég vel. Þeir töluðu við Geir sem tók þeim vel. Skömmu síðar fóru þeir niður í Alþingi til að fylgja erindinu eftir. Geir hitti þá þar, en þurfti að fara í símann, sagði þeim að fara inn til ráðherrans því hann væri búinn að tala við hann. Þegar þeir báru upp erindið við ráðherrann sagði hann: „Þið hefðuð ekkert þurft að mæta, Geir er búinn að segja mér að það eigi að gera þetta.“ Þetta sagði mér sjálfstæðismaður á sínum tíma. Í kjölfarið var fundinn sendibíll sem gegndi hlutverki lögreglubíls á svæðinu. Eini hentugi bíllinn sem fannst var eldrauður og þegar rætt var um að sprauta hann fannst mörgum liturinn passa vel við rauða ljósið og líka við lit Alþýðu- bandalagsins, fyrst Geir hafði komið svona vel að málum. Þætti Geirs í því að fá lögreglubíl- inn á svæðið hefur ekki alltaf verið haldið nægilega á lofti þegar þessi mál eru rifjuð upp á opinberum vettvangi. Þeir sem mig þekkja vita að ég hef gott minni og því vildi ég rifja þessa merkilegu sögu upp. Rétt skal vera rétt. Um 1850 varð Reykjavík almennt viðurkenndur höf-uðstaður Íslands. Á næstu öld þéttist og þróaðist bærinn í dæmi- gerða „evrópska“ smáborg, eina með öllu, svo sem virkum miðbæ, nánd, nærþjónustu og strætó. Þann 1. janúar 1932 var Vatns- mýrarsvæðið fært til Reykjavíkur úr Seltjarnarneshreppi vegna fyrirsjá- anlegs og yfirvofandi skorts á heppi- legu byggingarlandi í ört stækkandi höfuðborg. En 6. júlí 1946 framdi ríkið fjand- samlega yfirtöku svæðisins undir f lugvöll til leigufrírra afnota fyrir ríkisstyrkt Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag Íslands, nú Air Iceland Conn ect. Í stað NÝRRAR MIÐBORGAR kom flugvöllur. Reykvíkingar glötuðu þá besta mannvistar- og þróunarsvæði sínu og yfirráðum yfir allri lofthelgi á Nesinu vestan Elliðaáa. Allar for- sendur borgarskipulags, byggðarþró- unar, borgarsamfélags og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar gjörbreyttust. Frá stríðslokum hafa kjörnir full- trúar Reykvíkinga í borgarstjórn og á Alþingi ráðið litlu, sem máli skiptir, um skipulag og framtíðarþróun Reykjavíkur. Skipulagsvald borgar- innar færðist til ríkisins og undir áhrifavald forkólfa Akureyringa og samherja þeirra á landsbyggðinni í krafti mikils atkvæðamisvægis . Afleiðingar þessa fjandsamlega landráns eru auðvitað ólýsanlegar. Ekki eru til afdrifaríkari breytingar á þróunarforsendum efnilegrar og ört vaxandi smáborgar eins og Reykjavík var í stríðslok en að taka frá henni möguleika á öflugri mið- borg og setja í staðinn flugvöll, ígildi tifandi vítisvélar. Stjórnlaus útþensla borgarinnar (Urban Sprawl) tók við og glænýtt þéttbýli spratt upp úr engu á áður óbyggðu landi umhverfis Reykjavík fyrir aðflutta íbúa af landsbyggð- inni, í Mosfellssveit, Garðahreppi og á jörðinni Kópavogi. Á sama tíma óx byggð í Reykjavík með leifturhraða austur eftir Nesinu og yfir Elliðaár. Öll einkenni „evrópskrar“ smá- borgar hurfu eins og dögg fyrir sólu, nándin, nærþjónustan, not- hæfur strætó og virkur miðbær, sem hnignaði hratt og koðnaði loks niður. Þéttleiki byggðar hrundi og forsendur nærþjónustu og almanna- samgangna brustu. Til varð núverandi höfuðborgar- svæði (HBS) sem árið 2021 þekur 16.000 ha, á við Manhattan og París samanlagt. Byggðin er útþanin og óskilvirk f latneskja, að minnsta kosti fjórfalt víðáttumeiri en ella hefði orðið án flugvallar í Vatnsmýri. Brúttóþéttleiki byggðarinnar er langt undir neðri mörkum sjálfbærni. Samgönguráðherra bregður sér í gervi brúðumeistara og ver nú flug- völl í Vatnsmýri í flóknu og vel leik- stýrðu samsæri sameinaðra forkólfa ohf. gegn hagsmunum Reykvíkinga og gegn þjóðarhag, forkólfa Akur- eyringa, forkólfa sveitarstjórna í Kraganum (HaGaKóMo), Alþingis, framkvæmdavalds og auðvitað nyt- samra sakleysingja úr röðum kjör- inna fulltrúa Reykvíkinga sjálfra bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Enginn er til varnar nema Samtök um betri byggð (BB). En rödd þeirra er kæfð í ærandi þögn í boði stjórn- enda umræðunnar. Hverjir stjórna umræðunni? Það eru auðvitað for- kólfarnir ohf. Hvergi er að finna í lögum og reglugerðum staf krók um að grundvallarréttindi Reykjavíkur til sjálfstjórnar í skipulagsmálum séu minni eða öðru vísi en annarra sveitarfélaga. Hvað skýrir þá ótrú- legan undirlægjuhátt kjörinna full- trúa Reykvíkinga gagnvart lands- byggðarsjónarmiðum og ríkisvaldi? Athyglin beinist að misvægi atkvæða. Skipulagsréttur Reyk- víkinga hvarf ekki á formlegan og rekjanlegan hátt. Ógæfa borgarbúa er nefnilega fólgin í þessari undir- gefni þingmanna og borgarfulltrúa reykvískra stjórnmálaaf la með landsbyggðartengingu. Árið 2021 eru allir kjörnir fulltrúar Reyk- víkinga í borgarstjórn og á Alþingi landsbyggðartengdir í gegnum landsmálaflokkana („fjórflokkinn“) eins og verið hefur frá stríðslokum og lengur ef Besti flokkurinn 2010 er undanskilinn. Störf og stefna hinna kjörnu í málum, sem lúta að fjárveit- ingum, borgarskipulagi og flugvelli í Vatnsmýri, mótast því af samfélags- legri bjögun af misvægi atkvæða. Hefð myndaðist um undirlægju- háttinn en margir kjörnir fulltrúar segjast sammála stefnu Samtaka um betri byggð (BB) en … „þetta er bara pólitískt ómögulegt“… !? Auðsveipni hinna kjörnu er við- haldið af forkólfum Akureyringa og samherjum þeirra, sem ráða lögum og lofum á landsfundum fjórflokks- ins og á Alþingi með taumlausri misbeitingu misvægis atkvæða. En ráðherrann og hinir forkólfarnir eru ekki í neinu og hinir kjörnu þurfa ekki að gera annað en að snúa við blaðinu og einbeita sér að hag kjós- enda sinna. Vald ríkisins er hvorki raunveru- legt né lögvarið heldur stafar af ógnarvaldi misvægisins. Það sannar stjórnartíð Besta f lokksins 2010- 2014, sem hafði engin pólitísk lands- byggðartengsl. Hann tók meðal ann- ars upp stefnu Samtaka um betri byggð (BB) í skipulagsmálum. Arfleifð Besta flokksins er sam- komulag um brottför f lugvallar úr Vatnsmýri fyrir árslok 2022 og þokkalega gott Aðalskipulag Reykja- víkur 2010-2030, sem ríkjandi meiri- hluti í borgarstjórn Reykjavíkur vill nú breyta og laga að Svæðisskipulagi HBS og hugmynd um BORGARLÍNU (BL). til mikils tjóns fyrir Reykvík- inga og aðra landsmenn. Samkvæmt samkomulaginu á f lugvöllur að hverfa úr Vatnsmýri innan 670 daga sé miðað við 1. mars 2021. Stóra spurningin sem við stönd-um frammi fyrir er hvernig samfélag við viljum að rísi upp úr kórónukreppunni. Alþjóðlegar rannsóknir á viðhorfum fólks til aðgerða sem gripið var til vegna veirunnar benda til þess að áhyggjur af vaxandi ójöfnuði hafi aukist, sér- staklega meðal ungu kynslóðar- innar. Þá virðist frjálslyndi, sam- ábyrgð og félagslegar áherslur ofar í hugum fólks en áður. Merki um aukinn ójöfnuð vegna COVID eru nú þegar sýnileg hérlendis. Ómarkviss dreifing fjármagns hefur ýtt undir slíka þróun. Þjóðarkakan minnkar – mörg þeirra sem halda vinnunni eru í sterkari stöðu en áður en aðstæður hinna hafa versnað. Stjórnvöld tala um ábyrga hagstjórn og dýrar aðgerðir en minna um hitt: hvernig almennar aðgerðir hafa dregið úr áhrifamætti peninganna og kynt undir ójöfnuði. Þetta er ekki þróun sem almenningur vill sjá. Halli ríkissjóðs var 260 milljarðar í fyrra og svipuð afkoma er áætluð í ár. Rúmlega helmingur hallans í fyrra er vegna tekjusamdráttar en hitt er vegna aukinna útgjalda, þar af er rúmlega helmingur vegna at vinnuleysisbóta. Meirihluti hallans stafar þannig af svoköll- uðum sjálfvirkum sveiflujöfnurum, innbyggðum þáttum í tekju- og útgjaldaliðum hins opinbera. Aðeins um 25% af halla síðasta árs má því rekja til beinna ákvarðana stjórn- valda. Ofan á þá hátt í 200 milljarða sem sjálfkrafa leggjast á ríkissjóð flæðir nú önnur eins tala af nýju fjár- magni í hagkerfinu. Fjármagn sem ríkisstjórnin telur sig enga ábyrgð bera á vegna þess að það má rekja til aðgerða á peningamálahliðinni sem Seðlabankinn heldur utan um. Þar var losað um hömlur í fjármála- kerfinu sem leiddi af sér aukningu á nýjum peningum í umferð í gegnum miklar lánveitingar, einkum til fast- eignakaupa. Þó að Seðlabankinn sé sjálfstæð- ur þá bregst hann við aðgerðum og aðgerðaleysi á ríkisfjármála- hliðinni. Undanfarin ár hefur átt sér stað vitundarvakning víða um heim um ókosti þess að treysta um of á peningamálastefnuna til að styðja við hagkerfi í alvarlegri krísu. Hefur það alla jafna verið afleiðing af tregðu pólitískt kjörinna aðila til að beina fjármagni til þeirra sem raunverulega þurfa á slíku að halda. Ábyrgðinni er útvistað til embættis- manna meðan kjörnir fulltrúar firra sig ábyrgð. Lærdómurinn af síðustu kreppu erlendis var að ómarkviss dreifing fjármagns þrýstir fyrst og fremst upp eignaverði. Fjármunirnir leituðu mun síður til þeirra sem í áfallinu lentu, lítið fór fyrir þeim í innviðafjárfestingu og afleiðingin var aukinn ójöfnuður. Þá var um almennt áfall að ræða. Núverandi kreppa er mun sértækari, hún skekur aðeins afmarkaðan hóp. Allt frá því að kórónukreppan hófst var ljóst að tregða ríkisstjórnar- innar til að beita ríkisfjármálum með markvissum hætti hefði nei- kvæðar afleiðingar. Á þetta bentu hagfræðingar og stjórnarandstöðu- þingmenn en ríkisstjórnin skellti skollaeyrum við. Það var rammpóli- tísk ákvörðun að bíða of lengi með sértækar aðgerðir og kalla þannig fram öflugri aðgerðir Seðlabankans en ella. Aðgerðir sem voru mjög almennar og þrýstu lánastofnunum í mikla útlánaaukningu til eina málaflokksins sem treystandi var, húsnæðis. Annað umfram fjármagn leitaði á verðbréfamarkað. Á meðan ráðamenn ræddu um hættur þess að hækka atvinnuleysisbætur í for- dæmalausu atvinnuáfalli og streitt- ust gegn því að beina fjármagni í auknum mæli til lítilla fyrirtækja til að koma í veg fyrir hrinu uppsagna flæddi fjármagn inn á fasteigna- og verðbréfamarkaðinn, kynti undir almennri eftirspurn og ýtti upp eignaverði. Engin umræða hefur átt sér stað um þá hvata sem þessi óbeina aðgerð ríkisstjórnarinnar hefur haft; eng- inn stjórnmálamaður hefur þurft að svara fyrir þá miklu auðssöfnun sem hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum í formi verulegrar verð- hækkunar á verðbréfum og hækk- unar húsnæðisverðs. Þau sem tæma sjóði sína til að mæta atvinnumissi – eða lenda í rekstrarvandræðum með lítil fyrirtæki hafa enga möguleika til að taka þátt í þessari uppsveiflu. Samkvæmt opinberum tölum dróst opinber fjárfesting saman um 9,3% í fyrra – hagstjórnin er nú ekki ábyrgari en svo. Ábyrg hagstjórn, sem vinnur á móti áföllum en ekki með, snýst um að leita allra leiða til að örva fjárfestingu og vinnufram- lag ekki aðeins kaupgetu. Þótt ríkis- stjórnin tali mikið um stóraukna opinbera fjárfestingu hefur lítið af henni komið til framkvæmda. Ráðamenn leyfa sér svo að skrifa blaðagreinar þar sem þeir tala niður mikilvæga viðleitni Reykjavíkur- borgar við að ýta undir fjárfestingu á tímum sem þessum. Viðbrögð stjórnarliða við áætlunum borgar- innar í fjármálum eru til marks um skilningsleysi á ábyrgri hagstjórn. Fyrst ríkisstjórnin virðist eiga erfitt með að koma verkefnum nógu hratt af stað ætti hún að setja í forgang að styðja við sveitarfélögin sem eru með fjölda samfélagslegra mikil- vægra verkefna í startholunum. Í staðinn reynir hún að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína í sveitar- stjórnum, sem kemur að lokum niður á öllum almenningi. Á tímum þar sem svigrúm til athafna er takmarkað, í landi með brothættan gjaldmiðil og mikla verðbólgusögu, felst hin raunveru- lega ábyrga hagstjórn í því að beina peningunum þangað sem þeirra er þörf. Að verja velferð fólks, fram- leiðslugetu fyrirtækja og skapa ný fjölbreytt atvinnutækifæri. Aðeins þannig getum við tryggt öfluga við- spyrnu, varið jöfnuð og komist stolt út úr þessu ástandi öll saman. Þætti Geirs í því að fá lög- reglubílinn á svæðið hefur ekki alltaf verið haldið nægilega á lofti þegar þessi mál eru rifjuð upp á opin- berum vettvangi. Vald ríkisins er hvorki raun- verulegt né lögvarið heldur stafar af ógnarvaldi mis- vægisins. Þótt ríkisstjórnin tali mikið um stóraukna opinbera fjár- festingu hefur lítið af henni komið til framkvæmda. Kynt undir þenslu og ójöfnuði Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Kristrún Frostadóttir þingframbjóð- andi Samfylk- ingarinnar Þegar Geir græjaði löggubílinn Jónatan Jóhann „Tani“ Stefánsson fyrrverandi vélstjóri Skipulagsvald Örn Sigurðsson arkitekt 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.