Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 15
þróun og uppbyggilega efnahags- og atvinnustefnu. Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnar- innar eftir að kreppan skall á lofuðu góðu. Þá ætlaði hún að byggja á því fyrirheiti Seðlabank- ans að prenta þá peninga, sem ríkissjóður þyrfti til að geta tekið innlend lán á lágum vöxtum og án gengisáhættu. Stöðugleikinn gleymdist Þegar á reyndi komst Seðla- bankinn að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir gjaldeyrisvarasjóðinn væri ekki unnt að nota krónuna í þessum tilgangi. Möguleikinn á seðlaprentun við neyðaraðstæður hefur þó verið helsta röksemdin fyrir því að reka sjálfstæðan gjald- miðil. Þau rök fuku út um gluggann á einni nóttu. Rökrétt viðbrögð hefðu verið að taka gjaldmið- ilsmálin til endurskoðunar. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að kúvenda lánapólitíkinni og hefja lántökur í evrum í stórum stíl án þess að tryggja stöðugleika krónunnar til frambúðar. Þetta leiðir til spennu milli þeirra lykilaðila í hagkerfinu, sem taka stærstu efnahagslegu ákvarðan- irnar. Svigrúm Íslands til að fjármagna nauðsynlegar kreppuráðstafanir, án þess að grípa til skattahækkana eða niðurskurðar, ræðst af því hvort vextir verði til muna lægri en hagvöxtur og gengisáhætta. Betra að taka strax á rót vandans Frá sjónarhóli þeirra sem fara með völdin hefur þessi nýja staða þann kost að áhrifin koma ólíklega fram í bókhaldi ríkisins fyrr en eftir kosningar. Jafnvel ekki fyrr en líður á næsta kjörtímabil. Fyrir atvinnulífið og launa- fólkið verða afleiðingarnar verri og þyngri. Ferðaþjónustan finnur þetta fljótt en launafólk fyrst þegar frá líður. Hyggilegra hefði verið að horfast í augu við rót vandans strax. Óbreytt stefna er uppskrift að áratug óstöðugleika. Fyrir atvinnulífið og launa- fólkið verða afleiðingarnar verri og þyngri. Ferða- þjónustan finnur þetta fljótt en launafólk fyrst þegar frá líður. Hyggilegra hefði verið að horfast í augu við rót vandans strax.Stefnubreyting ríkisstjórnar-innar í lánamálum getur valdið f leka misgengi í þjóðar- búskapnum. Þegar ríkissjóður hættir við að taka innlend lán til að fjármagna hallann breytir það stöðu hans gagnvart atvinnu- lífinu. Í veigamiklum atriðum ræðst samkeppnisstaða útf lutnings- greina eins og ferðaþjónustu af verðgildi krónunnar og stöðugleika hennar. Stefnu- breytingin leiðir til þess að hags- munir ríkissjóðs og útf lutnings- atvinnuveganna fara ekki lengur saman að þessu leyti. Gagnstæðar flekahreyfingar Þegar sóttvarnir leyfa ferðaþjón- ustunni að fara af stað á nýjan leik streyma erlend lán inn í ríkissjóð og halda uppi eða hækka gengi krónunnar. Einmitt á þeim tíma þarf ferðaþjónustan mest á sam- keppnishæfu gengi að halda. Fleki ríkissjóðs færist með öðrum orðum í gagnstæða átt við f leka útf lutningsatvinnuveganna. Það veldur óróa og skjálftavirkni. Þegar skuldir ríkisins eru í erlendri mynt vilja stjórnmála- mennirnir halda uppi genginu því að lækki það hækka skuldirnar. Þá verður óhjákvæmilegt að grípa til skattahækkana eða niður- skurðar. Að því kemur, en fram að því borga útf lutningsgreinarnar brúsann. Endurtekning Fyrir hrun hækkaði gengi krónunnar stöðugt því að bank- arnir dældu ótæpilega inn erlendu lánsfé. Sú blaðra sprakk á end- anum. Þó að erlendar lántökur ríkissjóðs nú séu alls ekki af sömu stærðargráðu, og afgangur sé af utanríkisviðskiptum, eru þær sama eðlis og hafa sams konar áhrif. Þegar að því kemur að loftið fer úr blöðrunni mun það bæta sam- keppnisstöðu ferðaþjónustunnar. En fram til þess tíma mun falskt gengi virka eins og sérstök skatt- heimta á þessa atvinnugrein, sem á að leiða viðreisnina. Fyrst í stað munu erlendu lán- tökurnar hins vegar virka eins og skattalækkun fyrir launafólk vegna gengisáhrifa þeirra. Samt segir ríkisstjórnin of há laun vera helsta vanda atvinnulífsins nú. Þegar kemur að af borgunum á seinni hluta næsta kjörtímabils fær launafólk þetta svo í höfuðið með tvöföldum þunga. Þær virka öfugt á gengið: það veikist og skuldirnar hækka. Þá þarf að hækka skatta. Og til viðbótar munu kjörin rýrna vegna lækk- unar á gengi krónunnar. Vítahringur Hér er verið að búa til vítahring innri spennu í þjóðfélaginu. Úti- lokað er að hagsmunir ríkissjóðs og ferðaþjónustunnar falli saman á sama tíma. Og eins munu hags- munir launafólks og útflutnings- greina skarast í tíma. Þegar launafólk græðir á krónunni tapa útflutnings- greinarnar. Þegar að því kemur að útflutningsgreinarnar fá ávinning af krónunni tapa launþegar. Í þessum vítahring næst aldrei sátt á vinnumarkaði um ábyrga launa- Uppskrift að áratug óstöðugleika AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Netapótek Lyavers Frí heimsending um land allt!* Í Netapóteki Lyavers getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð lyaverðið þitt. Nýttu þér lágt lya- og vöruverð á lyaver.is lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Sendum samdægur s á höfuðbo rgarsvæðin u mán–lau e f pantað er fyrir kl. 1 3:00. Opna lyagáttina Apótekið heim til þín *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 4 . M A R S 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.