Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 22
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Breska sjarmatröllið David Gandy hefur lengi vermt topp-listann yfir vinsælustu karl- fyrirsætur heims. Hann hefur allan pakkann, eins og þar segir, býr yfir gamaldags karlmannlegum sjarma í fasi og framkomu og er með ómót- stæðileg andlit sem tískubransinn og heimurinn elskar að horfa á. David var árum saman andlit Dolce & Gabbana en hefur síðan unnið með stærstu merkjum í bransanum, þar á meðal Hugo Boss, Zara og H&M. David hannar líka sína eigin nærfata- og náttfatalínu. Sean O’Pry trónar líka á topplist- anum yfir karlfyrirsætur heimsins. Hann er hlédrægur Bandaríkja- maður, þekktur fyrir ísblá augu og áberandi augabrúnir. Sean þykir hafa fullkomið andlit fyrir tískubransann og með ómótstæði- legum sjarma hefur hann landað ótal tískuherferðum, prýtt forsíður helstu tískublaða og gengið tísku- pallana fyrir frægustu tísku- hönnuðina. Hann hefur undanfarin ár vermt listann yfir launahæstu karlfyrirsætur heims enda unnið fyrir marga af þeim stærstu; svo sem Armani, Ralph Lauren, Calvin Klein. Lucky Blue Smith er gríðarvinsælt módel, ekki síst hjá yngri kyn- slóðinni sem fylgir honum eftir á Instagram og getur lagt orð í belg við heillandi útlit hans, tískumyndir og persónulegt líf. Lucky Blue er með stingandi ljósblá augu og ljóst, úfið hár, og minnir svolítið á eilífðar- töffarann James Dean. Hann þykir tignarlegur í framkomu, með óað- Tígulegir og tróna á toppi tískuheimsins Vinsælustu karlkyns ofurfyrirsætur tískuheimsins eru fyrirmyndir karla um allan heim og eiga sameiginlegt að fanga athygli myndavéla og mannfólksins hvar sem er. Jon Kortajarena. Sean O’Pry. David Gandy. Lucky Blue Smith. finnanlegan stíl, gengur reglulega tískupallana og hefur meðal annars unnið fyrir Calvin Klein, Tommy Hilfiger og Dolce & Gabbana. Spænska fyrirsætan Jon Kortaj- arena er líka á toppnum. Hann varð andlit Cavalli átján ára og með það sama eftirsóttur innan tískubrans- ans. Í kjölfarið fékk hann vinnu hjá Versace, Armani, Diesel og fleiri virtum hönnuðum. Jon hefur einn- ig sést í kvikmyndum, sjónvarpi og tónlistarmyndböndum, enda sláandi karlmannlegur gaur með skarpa andlitsdrætti, há kinnbein og þykkar augabrúnir sem mynda- vélin elskar og heimurinn með. Við lífgum upp með litum í Full búð af fallegum vor fatnaði frá RUNDHOLZ, STUDIOB3 og Klaes&Myras KÍKTU VIÐ HJÁ OKKUR Á ÓÐINSGÖTU 1, 101 REYKJAVÍK Sími 8341809 BOEL boelisland Opið virka daga 12-18 laugardaga 12-16 www.boel.is Allir sem versla frá 4.-6. mars fá gefins varalit frá Antipodes sem gefur tóninn fyrir vorið 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . M A R S 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.