Fréttablaðið - 03.04.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 03.04.2021, Síða 12
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kannski verður páskahátíðin þannig eins konar þakk- argjörð, þar sem við drögum forréttinda- blinduna frá augunum og þökkum fyrir tilvistina. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is Þín útivist - þín ánægja HELLA Sundpoki Kr. 2.590.- STEINAR Coolmax göngusokkar Kr. 1.490.- GOLA Barna regnjakki Kr. 5.990.- GOLA Barna regnbuxur Kr. 4.990.- FJÖRÐUR Hanskar með gripi Kr. 2.990.- DÖGG Regnkápa Kr. 11.990.- BRIM Regnkápa Kr. 8.990.- VALUR hettupeysa Kr. 9.990.- ARIEL Angora ullarsokkar Kr. 1.298.- SALEWA MS Dropline GTX Kr. 29.990.- VIÐAR Ullarhúfa Kr. 3.990.- Það er á margan hátt flókið að vera til og feta sig fram eftir lífsins vegi. Og það er ýmis-legt sem hefur áhrif á hvernig þeirri göngu vindur fram. Sumt er á færi göngumanna sjálfra að ákveða. Annað er ákveðið af öðrum sem ekkert fæst við ráðið. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að ekki skuli allir íbúar heimsþorpsins hafa frelsi til að haga lífi sínu eins og hugur þeirra sjálfra stendur til, heldur eru ofurseldir hörmungum á borð við fátækt, hungur, hvers konar ofríki, landleysi – og jafnvel allt í senn. Í öllu því stóra samhengi erum við heppin þjóð, þó aldeilis megi ýmislegt betur gera og fara eins og nýlega var á bent á þessum vettvangi. Í vikunni bárust fréttir af því að alþjóðleg mæling Alþjóðaefnahagsráðsins á kynjajafnrétti í heiminum sýndi að Ísland væri það land sem best stæði í því tilliti. Aukinheldur væri það í tólfta sinn sem sú er niðurstaðan. Mælingin að þessu sinni tók til 156 ríkja. Þetta er gleðiefni þótt betur megi ef duga skal. Ekki kemur á óvart að lönd þar sem mannréttindi eru fótum troðin í kjölfar langvarandi stríðsátaka og inngróinna forneskjuviðhorfa til stöðu kynjanna skuli mælast verst; Sýrland, Pakistan, Írak, Jemen og Afganistan. Á margan hátt erum við sem búum í okkar hluta heimsins í forréttindahópi þjóða og tökum því sem við njótum sem sjálfsögðu þótt stór hluti mannkyns eigi ekki kost á neinu sambærilegu. Þar á meðal eru grunnþarfir eins og matur, skjól og heilsa. Áður en illur hrammur faraldursins læsti sig utan um allt, endasentumst við um lönd og höf. Vörðum helgum í heimsborgum og löngum fríum á framand- legum slóðum og sáldruðum sjálfsmyndum af því öllu um internetið. Jól í Japan og páskar í Paragvæ. Nú er hlé á því. Þessa páskahátíð höldum við heima fyrir. Ef til vill höfum við gott af því. Þá gefst tilefni til að hægja ferðina, líta í kringum okkur, þakka og njóta þess sem okkur hefur hlotnast. Fyrir ýmsu því höfum við barist og fært fórnir – annað hefur okkur verið fært upp í hendurnar að gjöf. Sögð er saga af því að fyrir rúmlega tvö þúsund árum hafi verið á meðal manna hér á jörðinni maður, Jesús, og víða fullyrt að hann hafi verið sonur Guðs. Hann hafi dáið á föstudaginn langa fyrir syndir manna og risið upp til himna á páska- dag. Þannig sé tilvist hans til vitnis um sigur lífsins yfir dauðanum. Það eru margir til sem efast um að sagan sú sé sönn. Engu að síður halda þeir minningarhátíð hans, páskana, hátíðlega. Það skiptir engu máli hvort sagan er sönn eða ekki. Ef minningarhátíð Jesú, hvort sem tilvist hans er uppdiktuð eða ekki, verður til þess að við þökkum fyrir lífið, sannast máttur sögunnar. Kannski verður páskahátíðin þannig eins konar þakkargjörð, þar sem við drögum forréttindablind- una frá augunum og þökkum fyrir tilvistina. Hún er bærilegri hér en víðast hvar í heiminum. Hún er þrátt fyrir allt bærilegri nú en oft áður. Gleðilega páska. Tilvist  Ég er þeirrar skoðunar að við ættum aldrei að heilsast með handabandi aftur,“ sagði Ant-hony Fauci, forstjóri Ofnæmis- og smitsjúk- dómastofnunar Bandaríkjanna, um síðustu páska. Horfurnar eru ekki góðar fyrir handabandið. Nú, ári eftir ummæli Faucis, fögnum við öðru sinni páskum í skugga sóttvarnareglna. Um heim allan heilsar fólk gestgjöfum sínum, íklætt sparifötum að ofan og nátt- fötum að neðan, með því að smella á takkann „join meeting“ í stað þess að takast í hendur. Og ekki að ástæðulausu. Gregory Poland, bóluefnasérfræðingur við Mayo heilbrigðisstofnunina í Bandaríkjunum, sagði það „að rétta einhverjum höndina væri eins og að rétta einhverjum sýklavopn.“ Handabandið hefur vægast sagt beðið álitshnekki síðasta árið. Er borin von að það lifi af COVID-19? Eldra en mannkynið Árið 1887 mátti lesa um upphaf handabandsins í dag- blaðinu Rochester Post-Express: „Fyrr á tímum, áður en siðmenningin reis, þegar hver annar villimaður var löggjafi, dómari, hermaður og lögga ... [rétti fólk fram] höndina sem mundaði sverðið, hnífinn, kylfuna eða öxina. Var það gert til að sýna öðrum að höndin væri tóm, að ekkert illt, stríð eða svik, stæði til.“ Því hefur lengi verið haldið fram að upphaf handa- bandsins megi rekja til miðalda og að tilgangur þess hafi verið að sýna fram á að viðkomandi héldi ekki á vopni. Kenningin er snotur. En hún er röng. Í nýrri bók um sögu handabandsins „The Hand- shake: A Gripping History“ hrekur Ella Al-Shamahi, þróunarlíffræðingur og fornleifafræðingur, rót- grónar þjóðsögur um handabandið. Hún segir handabandið eldra en oft er talið. Rismynd frá Mesópótamíu sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Íraks sýnir til að mynda tvo konunga heilsast. Menn heilsast með handabandi í Hómerskviðum. Svo kann hins vegar að vera að upphaf handabandsins teygi sig enn lengra aftur. Árið 1957 heimsótti náttúrufræðingurinn David Attenborough Nýju-Gíneu. Myndatökumaður náði því á filmu þegar stór hópur frumbyggja, þjóð- f lokks sem talið er að ekki hafi verið í samskiptum við umheiminn áður, kom hlaupandi að þátta- gerðamanninum vopnaður hnífum og spjótum. Í myndskeiði sést Attenborough rétta fram höndina. Án þess að hika taka mennirnir í spaðann á Atten- borough og hrista hann upp og niður eins og ekkert sé eðlilegra. Al-Shamahi segir að handabandið sé ekki menn- ingarlegt fyrirbrigði heldur líffræðilegt. Simpansar, nánir ættingjar mannsins, heilsast með handabandi eftir átök en þá vefja þeir saman fingrum „eins og tveir unglingar sem takast þvermóðskulegir í hendur eftir slag.“ Þykir það benda til þess að handabandið eigi rætur að rekja til sameiginlegs forföður manns- ins og simpansans og það sé því eldra en mannkynið. En hver er líffræðilegur tilgangur handabandsins? „Snerting veldur vellíðan, býr til tengingu og sam- kennd og áhrifin eru lífeðlisfræðileg, lífefnafræðileg og sálræn.“ Einnig eru kenningar uppi um að handa- bandið sé leið mannsins til að hafa samskipti með lykt, eins og hundar merkja sér svæði og margar dýrategundir gefa til kynna fengitíma. Þegar við heilsumst finnum við lyktina hvert af öðru en hún inniheldur upplýsingar um ótta, reiði og andstyggð sem viðvörunarkerfi í undirmeðvitundinni með- tekur. Saga handabandsins sýnir að þrátt fyrir svartnættið er ástæða til bjartsýni. Árið 1793 lést 10 prósent íbúa Fíladelfíu úr gulusótt sem olli því að „rótgróið handa- bandið féll svo rækilega úr náðinni að margir hrukku aftur ef einhver vogaði sér að rétta fram höndina,“ sagir í samtímaheimild. Það sneri þó fljótt aftur. Fréttir af dauða handabandsins eru stórlega ýktar. Rétt eins og við er handabandið aðeins í tímabund- inni sóttkví. Gleðilega páska – megum við heilsast að ári með handabandi. Sýklavopn um páska 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.