Fréttablaðið - 03.04.2021, Síða 20

Fréttablaðið - 03.04.2021, Síða 20
Mohammed Als-werki þráir ekk-ert heitar en að klára masters-nám í lögfræði til þess að verja þá sem hafa upplifað mikið rang- læti. Hann var sjálfur dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki, áður en hann var sýknaður eftir fjórtán mánaða fang- elsisvist. Eftir að hafa verið rændur, pyntaður og niðurlægður í Grikk- landi, steig hann niður fæti á Íslandi og gat loksins leitað sér hjálpar. „Líf mitt var í hættu og ég átti engra annarra kosta völ en að flýja,“ segir Mohammed. Ástæðan er sú að hann átti í ástarsambandi við unga konu á Gaza en það er alls ekki ein- falt mál samkvæmt lögum og hefð- um samfélagsins. „Það er ekki hægt að vera kærustupar í Gaza. Það er bara bannað.“ Eftir miklar ofsóknir af hálfu ísraelska hersins f lúði Muhammed frá Gaza til Egypta- lands og flaug þaðan til Tyrklands. Miðjarðarhaf Mohammed dvaldi í Tyrklandi í eina viku og hitti mann sem lofaði að ferja hann yfir Miðjarðarhaf til Grikklands fyrir þrjú þúsund evrur. Vonarneisti kviknaði í brjósti Mohammeds og með hjálp frá fjöl- skyldu og vinum náði hann að safna saman upphæðinni, að því er hann hélt fyrir nýtt og betra líf. „Við höfðum mælt okkur mót við ströndina. Þar beið hann og við hlið hans var lítill rauður gúmmíbátur, svona harðbotna með einum mótor. Ég áttaði mig fljótlega á því að hann væri ekki bara að bíða eftir mér. Þarna voru fjölskyldur, börn, smá- börn og þau virtust öll dauðhrædd. Mér leið alveg eins, ég sá sjálfan mig í andlitum þeirra. Það var ekkert annað í boði og ég var örvæntingar- fullur svo ég steig um borð, ásamt fimmtíu öðrum flóttamönnum.“ Þau voru á sjó í minnst fimm tíma áður en þau mættu stóru eftirlits- skipi sem reyndi að beina þeim aftur til Tyrklands. Það reyndust vera grísk lögregluyfirvöld. „Við köll- uðum eftir hjálp og sögðum þeim að við værum flóttamenn. Þau tóku okkur okkur um borð og við lögðum af stað til Grikklands.“ Lerós Lögreglan sigldi með flóttamennina á milli Tylftareyja, undan vestur- strönd Tyrklands, til að skrá upp- lýsingar um fólkið. „Við enduðum á eyjunni Lerós. Rauði krossinn fór með allt fólkið í flóttamannabúðir en ég var færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Þeir tóku mig til hliðar og sögðu að ég væri grunsamlegur því ég var ungur karlmaður, einn á ferð.“ Á lögreglustöðinni í Lerós var Mohammed yfirheyrður og allar eigur hans: 600 evrur í lausafé, far- sími og nokkrar flíkur, voru gerðar upptækar. Yfirheyrslan gekk hægt; Mohammed talaði hvorki grísku né ensku og var því mikið um látbragð á milli hans og lögregluþjónanna þar til túlkur fannst. Vert er að nefna að Mohammed hefur lokið grunnprófi í lögfræði en honum til mikillar skelfingar breytti þekking hans á réttindum sínum og lögum engu þegar hann var í varðhaldi grísku lögreglunnar. „Svo sýndu þeir mér ljósmynd, þetta var svarthvít skönnuð mynd einhverjum karlmanni sem ég þekkti ekki. Þeir bentu á myndina og bentu svo á mig og sökuðu mig um mansal.“ Þá héldu lögregluþjón- arnir því fram að Mohammed hefði smyglað flóttamönnunum fimmtíu yfir Miðjarðarhafið. „Ég grátbað þá um að tala bara við fólkið á bátnum og spyrja það hvort ég væri smyglari en lögreglumaður- inn kreppti bara hnefann og kýldi mig.“ Sá dagur markaði upphafið að miklu ofbeldi sem Mohammed átti eftir að upplifa af hálfu lögreglunnar í Grikklandi. Aðspurður segist hann muna vel eftir fyrstu yfirheyrslunni, hún var eins og kafkaísk martröð. „Þegar ég spurði hvers vegna þeir væru að gera mér þetta, sögðu þeir mér að ég mætti ekki spyrja. Þegar ég spurði hvers vegna ég mætti ekki spyrja var ég barinn. Þegar ég reyndi að útskýra hvers vegna ég lagði af stað frá Gaza sögðu þeir mér að svara bara já eða nei. Þegar ég svaraði já, sögðu þeir nei. Þegar ég sagði nei sögðu þeir jú víst. Hvað viljiði mér, spurði ég. Sannleikann, sögðu þeir. Þetta er sannleikurinn, svaraði ég. Nei, sögðu þeir. Ekki rétti sannleikurinn.“ Þarna sat hann klukkustundum saman. „Ég var í algjöru áfalli og ég grét og grét. Eftir nokkurra klukku- stunda yfirheyrslur samþykktu þeir loksins að leyfa mér að tala við Rauða krossinn, en þau gátu lítið gert fyrir mig. Sögðust ekki geta veitt mér lögfræðiaðstoð því ég væri grunaður um mansal, en ekki flótta- maður.“ Eftir að fulltrúi Rauða kross- ins yfirgaf lögreglustöðina hófust pyntingarnar. „Ég var afklæddur og bundinn á höndum og gefið rafstuð í hvert sinn sem þeir heyrðu ekki svörin sem þeir vildu. Það skipti engu máli hvað ég sagði, þeir trúðu engu.“ Að yfirheyrslunni lokinni var Mohammed hent í fangaklefa og látinn sofa nakinn á gólfinu. Áreitið var stöðugt. „Ég gleymi því aldrei þegar einn vörðurinn byrjaði að taka mynd- band af mér þar sem ég lá nakinn á gólfinu í klefanum mínum. Hann var þá „live“ á samfélagsmiðlum, var að deila myndbandi af mér með vinum sínum og ég þurfti að bara að sitja undir þessu.“ Mohammed er þögull um stund en heldur svo áfram. „Ég spurði hann hvers vegna í ósköpunum hann væri að gera mér þetta. Ég er ekki glæpamaður. Ég er ekki dýr í búri. Ég er manneskja. Og þessi fangavörður sagði mér bara að þegja. Það eina sem ég gat gert var að mótmæla og gráta innan við rimlana.“ Kos Eftir að hafa dvalið í nokkra daga á Lerós var Mohammed f luttur til eyjarinnar Kos og látinn gista í fangageymslu þar í þrjá daga. Þar hélt niðurlægingin áfram. „Nokkrar konur tóku mig í skýrslutöku. Þegar þær spurðu mig hvaðan ég væri, og ég svaraði Pal- estínu, kinkaði ein kolli og sagði „mafíósi“ eins og hún væri að skrá það sem þjóðerni. Önnur spurði mig hvort ég væri hrifinn af stelpum og bað mig um að afklæðast. Þegar ég neitaði kallaði hún á annan vörð sem barði mig og afklæddi mig fyrir framan konurnar. Ég man að hann hét Costa. Ég mun aldrei gleyma nafni hans svo lengi sem ég lifi. Ég var svo þreyttur og langaði bara að fara að sofa. Konurnar vísuðu mér hálf-flissandi í „klefann minn“ sem reyndist vera klósett. Þú ert glæpa- maður, sögðu þær. Og glæpamenn sofa á klósettum. Ég var gjörsam- lega bugaður en ég neitaði að trúa sannleika þeirra, að ég væri vondur maður.“ Mohammed var látinn dúsa inni á þessum kamri í tvo daga. „Lyktin var ógeðsleg og þetta var ekki einu sinni almennilegt klósett, bara hola.“ Á lögreglustöðinni fékk hann eina máltíð á dag, sem var vatnsglas og kexkaka. „Þá ákvað ég að fara í hungurverkfall. Fínt, sagði fanga- vörðurinn. Einum færri til að sjá um.“ Ródos Á þessum tímapunkti var vika liðin frá því að Mohammed lagði af stað frá Tyrklandi til Grikklands. Hann var fluttur frá eyju til eyju, úr einum fangaklefa yfir í annan og það var á mánudegi sem hann var loks færður fyrir dómara á Ródos og fékk að hitta lögmann í fyrsta sinn frá komu sinni til landsins. „Hann var þögull allan tímann, sagði ekki orð til að verja mig, vildi ekki hlusta á mig og sagðist ekkert geta gert fyrir mig. Það var eins og hann hefði bara mætt til að uppfylla einhver skilyrði eða kvóta. Þegar ég krafðist skýringa svaraði hann hranalega að hann gæti kannski aðstoðað mig en það myndi kosta fimm þúsund evrur.“ En Mohammed átti bara sex hundruð evrur, farsíma og nokkrar f líkur sem voru í vörslu lögregl- unnar á Kos og gat því ekki borgað lögmanninum. „Hann var hjá mér meðan ég ræddi við dómarann en skipti sér ekkert af málinu. Þetta var eins og einhver leiksýning. Bara algjör brandari.“ Dómarinn fékk vitnisburði frá f lóttamönnunum sem f lúðu með Mohammed yfir Miðjarðarhafið og öll staðfestu þau að Mohammed væri f lóttamaður eins og þau og hafði ekkert með f lutningana að gera. En lögreglan bar vitni gegn Mohammed og sagði dómaranum að hann væri sekur. Og féll þá dómurinn: 25 ára fang- elsi fyrir smygl. „Þetta var áfall. Ég var 22 ára og var þarna dæmdur í 25 ár fyrir glæp sem ég framdi ekki. Ég sökk í djúpt þunglyndi en ég ætlaði ekki að gefast upp. Ég var saklaus maður og hafði enn trú á lögunum svo ég krafðist þess að fá að áfrýja málinu. Þeir tóku ekkert mark á mér fyrr en eftir átta daga hungur- verkfall. Þá samþykkti dómarinn að skoða málið mitt nánar en í bili þyrfti ég að bíða í fangelsi.“ Hann var einn yngsti fanginn í fangelsinu á Kos og eini Palestínu- maðurinn og varð þá mikið fyrir barðinu á eldri föngum. Eftir fjórtán mánaða helvíti, eins og hann orðar það, fékk hann fregnir um að hann ætti að mæta fyrir dómara. „Þá sigldum við frá Kos til Ródos. Fann frið á Íslandi Mohammed Alswerki er uppalinn á Gaza, þaðan sem hann flúði 22 ára, vegna ofbeld- is ísraelska hersins. Hann hefur siglt á troð- fullum gúmmíbát yfir Miðjarðarhaf, verið rændur af lögreglu, fangelsaður og loks sýknaður af glæp sem hann framdi ekki. Mohammed Alswerki var dæmdur í 25 ára fangelsi en sleppt eftir 14 mánaða fangelsisvist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara@frettabladid.is ÉG VAR AFKLÆDDUR OG BUNDINN Á HÖNDUM OG GEFIÐ RAFSTUÐ Í HVERT SINN SEM ÞEIR HEYRÐU EKKI SVÖRIN SEM ÞEIR VILDU. 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.