Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.04.2021, Qupperneq 22
Margaret vinnur r a n n s ó k n i n a u nd i r h a nd­leiðslu Gyðu Margrétar Pét­ursdóttur, pró­ fessors í kynjafræði við Háskóla Íslands og settust þær niður með blaðamanni og ræddu hana og hug­ myndina sem liggur á bak við. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd, er það nú ekki táknrænt orðalag fyrir efnið, í svolítinn tíma,“ segir Gyða í léttum tón. „Eftir að ég rakst á grein eftir ísraelska fræði­ konu sem gerði rannsókn þar sem hún kortlagði eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið.“ Greinin heitir „Regretting Moth­ er hood: A Sociopolitical Analysis,“ og fræðikonan á bak við hana heitir Orna Donath. Gyða tók greinina fyrir í kennslu sinni í kynjafræði og segir hana hafa hreyft mikið við sér sjálfri og nemendum hennar. Kven-og móðurhlutverkið verið samtvinnuð „Í framhaldi sótti ég um styrk í rannsóknasjóð Háskólans og þá kom Margaret til og er að vinna að sams konar rannsókn hér á landi, en eftir því sem ég best veit var fyrr­ nefnd rannsókn lengi vel sú eina sinnar tegundar í heiminum. Það sem kveikti í mér sérstaklega var hversu samtvinnaðar hugmyndir um kven­ og móðurhlutverkið eru, sérstaklega fyrir þann hóp kvenna sem nýtur ákveðinna forréttinda, til dæmis gagnkynhneigðar og ófatlaðar. Það að hægt sé að sjá eftir að eignast börn er ein af þessum upplifunum sem er varla til í orða­ bókinni. Enda er móðurhlutverkið svo samtvinnað því að vera kona. Það er gengið út frá því að á ein­ hverjum tímapunkti verðir þú móðir og að þú munir síðan finna þig í því hlutverki.“ Orna Donath auglýsti á sínum tíma í ísraelsku dagblaði og í gegn­ um samfélagsmiðla. Fjölmargar konur gáfu sig fram sem vildu ræða við hana, en allar undir nafnleynd. „Þarna fengu konur möguleikann á að opna sig um eitthvað sem þær höfðu upplifað en aldrei fengið tækifæri til að ræða,“ útskýrir Gyða. Nafnleynd konunum mikilvæg Ma rgaret seg ir rannsók nina alþjóðlega en í henni taki ekki aðeins íslenskar konur þátt. „Þetta er margbreytilegur hópur, bæði taka erlendar konur þátt, samkyn­ hneigðar konur, fatlaðar konur og transkarlar,“ segir hún en það var haustið 2019 sem hún fór að leita að viðmælendum. „Rannsóknin er tvíþætt, ég tala annars vegar við konur sem tekið hafa ákvörðun um að eignast ekki börn og hins vegar konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn.“ Aðspurð hvernig gengið hafi að fá viðmælendur til að taka þátt svarar Margaret; „Ef við tölum um fyrri hópinn, valið barnleysi, þá var ekki mikið mál að fá þátttakendur. En það var aðeins erfiðara þegar kom að eftirsjánni og í þeim hópi lögðu viðmælendur áherslu á að koma fram undir nafnleynd.“ Tilfinningunni fylgir skömm Margaret viðurkennir að umræðu­ efnið sé að mörgu leyti erfitt viður­ eignar. „Það er ákveðið sjokk falið í því  fyrir samfélagið að það geti verið til konur þarna úti sem sjái eftir því að hafa eignast börnin sín. Tilfinningunni fylgir skömm, en ég hef enn ekki talað við þá konu sem sér eftir börnunum sjálfum, heldur snýr eftirsjáin mikið frekar að þessu hlutverki og þeirri ábyrgð sem móðurhlutverkinu fylgir. Það sama má lesa út úr rannsókn Ornu. Viðbrögðin eru aftur á móti sterk ef kona segir: „Ég hefði kannski ekki átt að eignast börn.“ Margaret segir viðmælendur og börn þeirra vera á öllum aldri en elsti viðmælandi hennar er á átt­ ræðisaldri og hafði gengið með þessa tilfinningu innanbrjósts allt frá því að hún varð móðir. Aðspurð hvort hún upplifi að þessi eftirsjá móður hafi haft áhrif á tengsla­ myndun móður og barns segist hún vilja fara varlega með að full­ yrða það, þó vissulega séu stundum merki þess. „Margir myndu ganga að því vísu að tengslarof hafi orðið en það er alls ekki tenging þar á milli. Það er alls ekki svo að allir þeir sem upp­ lifa þessa tilfinningu hafi upplifað tengslaröskun.“ Ánægðar með börnin sín Margaret segir eftirsjána eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Sumar mæðranna hafi upplifað fæðingar­ þunglyndi. „Það má spyrja sig hvort það sé stundum hluti af eftirsjá en ég myndi fara varlega með slíkar alhæfingar. Margar hafa upplifað frábæra meðgöngu og þar fram eftir götunum. Þær fundu sig aftur á móti ekki í þessu hlutverki, fannst það heftandi. Þær sinntu því þó og voru ánægðar með börnin sín.“ Gyða kemur hér inn í samtalið og bendir á að mikilvægt sé að hafa í huga að í raun sé ekki hægt að alhæfa um hvað sé algengt og hvað ekki þegar kemur að gögnum þeim sem þær séu að vinna með. „Þetta er of boðslega fjölbreyttur hópur en það sem er svo magnað er að allir þessir viðmælendur okkar eiga það sameiginlegt að hafa upp­ lifað eftirsjá og bjóði sig fram til að ræða það.“ Margaret bætir við; „Ég hef ekki séð neitt eitt sem stendur upp úr í hópunum og sameinar þá. Aðstæð­ ur eru mjög fjölbreyttar og engin augljós skýring á því að annað hvort ætla sér ekki að verða móðir eða sjá eftir móðurhlutverkinu.“ Þrýstingur á barneignir Þeim stöllum er tíðrætt um þessa ríku tengingu sem álitin er vera á milli barneigna og þess að vera kona. „Það verða margir hissa ef þeir heyra að konur ætli sér ekki að eign­ ast börn. Það myndast þá ákveðinn þrýstingur og konur fá oft að heyra að þær séu kaldar og sjálfselskar og þær spurðar hver ætli eiginlega að sjá um þær þegar þær verði aldrað­ ar. Sumar konur hafa eignast börn vegna slíks þrýstings, frá samfélag­ inu eða fjölskyldu og maka, segir Margaret. Aðspurð hvers vegna þær hafi valið að bera saman konur sem völdu sér barnleysi og konur sem upplifa eftirsjá eftir barneignir, svarar Gyða; „Mér fannst áhugavert að skoða þessa hópa saman, ann­ ars vegar hópinn sem fær sífellt að heyra það að hann muni sjá eftir að því að eignast ekki börn og svo hins vegar hópinn sem má ekki upplifa eftirsjá. Við erum strax farin að sjá þarna sameiginlega þræði sem gæti verið áhugavert að skoða og þá kannski aðallega út frá þessari sam­ félagslegu pressu.“ Hafa aldrei rætt þetta áður Þær segja konurnar sem upplifa eftirsjána hafa burðast með sam­ viskubit, sumar hverjar stóran hluta ævinnar. „Auðvitað líður mörgum eins og það sé eitthvað að þeirra hugsun. Þær geta ekki talað um þetta við neinn. Í rannsókn Ornu kom til að mynda fram að ein kona sem hafði orðað þessa tilfinningu í sauma­ klúbb fékk heimsókn frá Barna­ verndarnefnd daginn eftir. Svo þetta er alls ekki auðvelt mál að ræða um,“ útskýrir Margaret og bætir við: „Flestir sem tala við mig hafa ekki rætt þetta við sína nán­ ustu. Sumar hafa minnst á þetta við maka en þá sjaldan og kannski ekki upplifað skilning. En f lestar eru bara að tala um þetta í fyrsta sinn.“ Margaret seg ist v ilja opna umræðuna um að þessi tilfinning sé möguleg. „Svo að ef þú upplifir að þú eigir ekki að eignast börn þá er það örugglega rétt hjá þér. Það er mikil ábyrgð fólgin í móðurhlutverkinu, ábyrgð sem þú hleypur ekki frá. Í dag er talað um barneignir sem val hvers og eins svo ef þú sérð eftir því að hafa eignast barn, þá var það þitt val. En við vitum að þetta er loðið val því það er mikill þrýstingur á konur að eignast börn. Ef þú ætlar ekki að eignast barn þarftu að gera grein fyrir því. Svo það má segja að þú hafir val en það val er tengt miklum þrýstingi.“ Barnið gerir þig hamingjusama Gyða bætir við: „Nú er talað um að jafnrétti hafi nánast verið náð og konur hafi aldrei haft eins mikið val og núna. Það sem Margaret er að benda á er að þetta sé að vissu leyti blekkingarorðræða því í raun sé ekki valfrelsi til staðar. Þér er aftur á móti talin trú um að þú hafir valið og þú svo gerð ábyrg fyrir því vali.“ Margaret segir hamingjupress­ una jafnframt spila hér inn í. „Barnið muni gera þig hamingju­ sama og þannig ertu fullnægður kvenmaður en konur sem ekki eignast börn hafa í gegnum tíðina verið stimplaðar óhamingjusamar. Það held ég að sé arfur frá gömlum tíma, þegar konur völdu ekki barn­ leysi heldur kannski frekar gátu ekki eignast börn og voru þannig óhamingjusamar.“ Gyða bendir að lokum á að það komi skýrt fram í báðum rann­ sóknum að viðmælendur skilji á milli barnanna sem þær elska og svo þess hlutverks sem þær finni sig ekki í eða líki ekki við. „Viðmælendur okkar virðast upplifa þetta þannig að þær elski börnin sín en hlutverkið henti þeim ekki,“ og Margaret bætir við; „Það að þú ætlir ekki að eignast börn þýðir ekki að þú hatir börn. En það segir mikið að fólk finni sig knúið til að slá alltaf þessa varnagla.“ Ég hefði ekki átt að eignast börn Að hafna eða sjá eftir móðurhlutverkinu er vinnuheiti rannsóknar sem Margaret Anne Johnson vinnur að, við námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hvort tveggja er ákveðið tabú en hið síðara þó líklega enn stærra. Í rannsókn sinni hefur Margaret rætt við konur sem sjá eftir því að hafa eignast börn. Þær elska börn sín en tengja ekki við móðurhlut- verkið og finnst það heftandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, er leiðbeinandi Margaretar í rannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN KARLSSON Margaret Anne Johnson vinnur nú að áhugaverðri rannsókn sem ber vinnuheitið: Að hafna eða sjá eftir móðurhlutverkinu. MYND/AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ÞAÐ AÐ ÞÚ ÆTLIR EKKI AÐ EIGNAST BÖRN ÞÝÐIR EKKI AÐ ÞÚ HATIR BÖRN. MÉR FANNST ÁHUGAVERT AÐ SKOÐA ÞESSA HÓPA SAMAN, ANNARS VEGAR HÓPINN SEM FÆR SÍFELLT AÐ HEYRA ÞAÐ AÐ HANN MUNI SJÁ EFTIR AÐ ÞVÍ AÐ EIGNAST EKKI BÖRN OG SVO HINS VEGAR HÓPINN SEM MÁ EKKI UPPLIFA EFTIRSJÁ. 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.