Fréttablaðið - 03.04.2021, Side 24
Alma Rut og sambýlis-maður hennar Haf-steinn Freyr eiga fjög-ur börn á aldrinum 19 mánaða til 19 ára og hefur nú tengdadóttir
jafnframt bæst í hópinn.
Alma sem hefur undanfarið
stundað nám við Keili ákvað að
taka hlé frá námi og leggja allt í að
hugsa um fjölskylduna.
„Ástæðan fyrir því er að mestu
leyti sú að tvö yngstu börnin mín
hafa glímt við veikindi. Við höfum
lagt okkur fram við að sinna þeim
vel og okkur öllum, enda er það álag
á alla fjölskylduna þegar einhver
veikist og enn meira þegar tveir
veikjast.“
Ákveðinn vendipunktur varð
í lífi fjölskyldunnar fyrir fimm
árum sem olli hugarfarsbreytingu.
„Við Haffi tókum þá ákvörðun
þegar sonur okkar veiktist að vera
bjartsýn, jákvæð, hamingjusöm og
glöð. Við tókum líka ákvörðun um
að gera allt eins skemmtilegt og við
gætum þrátt fyrir aðstæðurnar sem
við vorum í og við höfum gert það.
Það hvernig við hugsum skiptir öllu
máli; bæði fyrir okkur og börnin
okkar öll. Því það er staðreynd að
okkar hugarfar hefur áhrif á hugar-
far barna okkar.“
Þegar sonurinn lá inni á spítala
lögðu þau sig fram við að gera dvöl-
ina að einhverju góðu og gleðilegu,
einhverju sem skapaði tilhlökkun
og það segjast þau enn gera í dag.
„Sonur okkar fer í erfiðar lyfja-
meðferðir í hverjum mánuði og er
í framhaldi slappur í fimm daga. Í
þessa fimm daga er allt gert kósí
heima fyrir hann, hann fær að
ráða hvað er í matinn og fær alltaf
verðlaun sem við pökkum inn og
fær að ráða hvað við gerum.“ Alma
segir þetta hafa gert það að verkum
að sonurinn telji dagana fram að
spítalavist jafnvel þó hann viti að
hann þurfi að vera með æðalegg og
í lyfjagjöf. „Hann telur dagana því
hann elskar þessa fimm daga sem
hann fær í staðinn og þær stundir
sem hann á með okkur.“
Eins árs varnareinangrun
Heimsfaraldur COVID-19 hefur
undanfarið ár gert fjölskyldunni
erfiðara fyrir en samkvæmt læknis-
ráði hefur hún verið í svokallaðri
varnareinangrun vegna veikinda
barnanna. „Við tókum líka ákvörð-
un þá um að gera það eins skemmti-
legt og við gætum. Haffi hefur verið
mjög mikið frá vinnu því þegar
mesta smitið er þurfum við að vera
öll í varnareinangrun.“
Alma segir þau hafa lagt áherslu
á að halda rútínu og finna sér og
börnunum alltaf eitthvað skemmti-
legt að gera bæði inni og úti þar sem
ekki var fólk. „Þessir tólf mánuðir
voru góðir og gáfu okkur margar
stundir saman. Við gerðum helling
skemmtilegt og einbeittum okkur
líka að því að gera þroskandi hluti
fyrir börnin. Við kenndum syni
okkar heima og fundum upp á alls
konar sniðugu í kringum það. Við
gerðum til dæmis alla stafina og
tölurnar úr leir, bjuggum til fal-
legar skólabækur og prentuðum út
það sem við vissum að gæti kennt
honum en væri um leið eitthvað
sem hann hefði gaman af.“
Hún segir þetta almennt vera leið
fjölskyldunnar í gegnum lífið. „Við
Haffi erum samstíga, hann tekur
þátt í öllu og erum við til að mynda í
marga daga að undirbúa okkur fyrir
öskudag, þá förum við öll í búning
og gerum mikið úr deginum sem er
einn af okkar uppáhaldsdögum.“
Tíminn er í huga Ölmu dýrmætur.
„Mér finnst svo mikilvægt að verja
eins miklum tíma með börnunum
mínum og ég get. Ég hef líka alltaf
elskað að gera fjölbreytta hluti
með þeim og finna upp á einhverju
skemmtilegu.“
Hugmyndir sem kosta lítið
Nýverið ákvað Alma að taka þetta
skrefinu lengra og deila hugmynd-
unum með fleirum.
„Ég tek oft myndir og um daginn
fór ég að ræða við Haffa um að mig
langaði að gera eitthvað til þess að
aðrir gætu séð það sem við værum
að gera, til að gefa fólki innblástur
að alls konar hugmyndum. Ein-
hverju sem væri hægt að gera heima
eða úti. Hvort sem það var að tálga
eða fara í dýragarð.“
Alma útbjó hóp á Facebook undir
nafninu Leikum okkur. „Hugmynd-
in var að gera hóp þar sem fólk gæti
séð bara venjulega fjölskyldu gera
eitthvað saman. Hóp sem væri eðli-
legur, engar uppstillingar og engin
glansmynd. Bara við að njóta þess
að vera með börnunum okkar. Hóp
þar sem fólk gæti fengið innblástur
og hugsað: „Hey, sniðugt! Mig lang-
ar að gera þetta með börnunum
mínum!“ segir hún og bætir við að
á móti fáu þau hugmyndir frá með-
limum hópsins.
„Mér fannst líka sniðugt að koma
með alls konar hugmyndir sem
kosta lítið sem ekkert eins og að
gera sand úr morgunmat eða gera
f löskuskeyti, tjalda inni eða hoppa
í pollum. Bara það að hoppa í polli
er svo mikil skemmtun og það er
svo mikilvægt að staldra við, horfa
á börnin okkar, njóta þess með
þeim þó þau verði blaut og skítug
og þakka fyrir að þau geti það því
það eru mörg börn sem geta það
ekki.
Hoppum í pollum
Mér finnst líka svo mikilvægt að
minna sig reglulega á að börn vilja
ekkert meira í lífinu frá okkur en að
við gefum þeim tíma. Þess vegna er
svo mikilvægt að við njótum þess
að vera með þeim hvort sem það er
að fara eitthvað, spila, föndra eða
tala saman. Við Haffi verjum f lest-
um helgum og miklum tíma saman
og gerum eitthvað sem gleður
okkur og börnin okkar. Við förum
til dæmis mikið í fjöruna, um dag-
inn fundum við tré og bjuggum til
rólu og klifurstiga, við búum oft til
eitthvað eins og leir og stundum
liggjum við bara öll saman uppi í
rúmi og gerum skuggamyndir.
Mér f innst svo mikilvægt að
staldra við og hugsa hvernig ég er
að forgangsraða og hvar börnin eru
í þeirri forgangsröðun, ef forgangs-
röðunin er ekki rétt þá er svo lítið
mál að breyta henni. Bara með því
einu að fara út og hoppa í pollum.“
Börnin vilja tíma með okkur
Alma Rut Ásgeirsdóttir tók þá ákvörðun, þegar sonur hennar veiktist þriggja ára gamall í kjölfar flensu, að hafa
jákvæðnina að leiðarljósi. Varnareinangrunina undanfarið hafa þau lagt sig fram um að gera sem besta fyrir alla.
Alma Rut og Thelma í fallegu herbergi heimasætunnar en Alma er dugleg að kaupa notaðan fatnað og selja aftur auk
þess sem hún hefur fundið mikið af notuðum leikföngum og munum og gert upp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
Þær mæðgur fundu fallegt dúkkuhús til sölu á Facebook og gerðu það upp.
Alma keypti ódýrar litaprufur, málaði húsið með þeim og lakkaði svo yfir.
Eldhúsið fann Alma líka til sölu ódýrt á Facebook og gerði upp. Hún notaði
litaprufur en sprautaði höldur og vask, veggfóðraði svo með sængurveri og
lakkaði yfir. „Þetta kostaði mjög lítið og var æðislega gaman,“ segir hún.
„Thelma á mikið af fallegum fötum sem eiga það sameiginlegt að kosta lítið og vera flest keypt notuð. Svo sel ég
fötin aftur þegar þau eru orðin of lítil og kaupi fyrir peninginn næstu stærðir.“ Kjólarnir hanga svo uppi til skrauts.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
HUGMYNDIN VAR AÐ
GERA HÓP ÞAR SEM FÓLK
GÆTI SÉÐ BARA VENJU-
LEGA FJÖLSKYLDU GERA
EITTHVAÐ SAMAN. HÓP
SEM VÆRI EÐLILEGUR,
ENGAR UPPSTILLINGAR
OG ENGIN GLANSMYND.
3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð