Fréttablaðið - 03.04.2021, Side 30

Fréttablaðið - 03.04.2021, Side 30
Störf í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Nánari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Intellecta: www.intellecta.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. • Vöktun sjálfvirkra tilkynningarkerfa skipa • Fjarskiptaþjónusta við skip • Móttaka, greining og miðlun neyðarkalla auk tilkynninga um slys eða óhöpp • Samhæfing verkefna Landhelgisgæslu Íslands vegna leitar og björgunar, löggæslu og fiskveiðieftirlits Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingum til starfa í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Reykjavík. Um vaktavinnu er að ræða þar sem unnið er á þrískiptum átta tíma vöktum. Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af störfum tengdum sjó eða flugi • Siglingafræðiþekking • Þekking og reynsla af fjarskiptum nauðsynleg • Mjög gott vald á íslensku og ensku • Góð almenn tölvukunnátta • Samskiptahæfileikar, sjálfstæði og metnaður til faglegra starfa er skilyrði • Almenn þekking á íslenskri landafræði *Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgis-gæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. Verkefnastjóri reikningshalds Hlutverk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði í þágu almennings auk þess að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og hafa virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.hms.is. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélaga. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfinu. Menntunar- og hæfniskröfur: Vilt þú taka þátt í að byggja upp framsækinn vinnustað sem leggur áherslu á nýsköpun, aðgengi upplýsinga og stafrænar lausnir? Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugum liðsauka til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála á Íslandi. Við leitum að metnaðarfulltum einstaklingi til að bætast í hóp öflugra sérfræðinga í fjármálateymi. Um framtíðarstarf er að ræða. Nánari upplýsingar um starfið veita Ólafur Þór Þorláksson, fjármálastjóri (olafur.thorlaksson@hms.is) í síma 440 6400 og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. • Ábyrgð á færslu fjárhagsbókhalds Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Húsnæðissjóðs (HS) • Ábyrgð á keyrslu lánasafns úr Libra í Navision • Ábyrgð á mánaðarlegum afstemmingum eigna og skulda • Ábyrgð með fylgni við uppgjörsstaðla ríkisins • Ábyrgð á skilum virðisaukaskattskýrslu og kröfu um endurgreiðslu • Ábyrgð á færslu bókhalds úr Navision í Orra (FJS) • Umsjón með gæðamálum fjármála • Stýrir uppgjörsvinnu HMS og HS (mánaðarleg, árshluta- og ársuppgjör) • Umsjón með skýrslugjöf til ytri og innri aðila Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allir hæfir einstaklingar eru hvattir til að sækja um, óháð kyni, og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. • Háskólapróf á sviði reikningshalds og endurskoðunar eða sambærilegt nám • Yfirgripsmikil reynsla af fjárhagsbókhaldi og reikningsskilum • Löggilding eða reynsla af endurskoðun og af uppgjörsstöðlum hins opinbera er kostur • Góð þekking og færni á Navision og Excel • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð • Skipulagshæfileikar og nákvæmni • Samskiptahæfileikar og geta til að vinna í og stýra teymi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.