Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2019, Qupperneq 9

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2019, Qupperneq 9
9 Lögreglan hafði komið á staðinn fjórum dögum fyrr og yfirleitt lét hún sér nægja að koma mánaðarlega eða svo. Og þar að auki gátu menn verið nokkuð öruggir með að lögreglan léti ekki sjá sig eftir miðnættið. En nú brá nýrra við. Í dæmigerðri rassíu lögreglunnar voru öll ljós á staðnum kveikt og viðskiptavinir urðu að raða sér upp og sýna lögreglunni skilríki. Þeir sem ekki höfðu skilríki voru handteknir. Og allir sem voru í dragi voru handteknir, hvað sem öllum skilríkjum leið. Konur og karlar urðu að sæta því að kannað væri hvort þau væru ekki í a.m.k. þremur flíkum sem hæfðu líkamlegu kyni þeirra, annars voru þau handtekin. Þau lög giltu raunar víðar en í New York að einstaklingum var bannað að klæðast fatnaði sem ekki passaði við líkamlegt kyn þeirra samkvæmt óskeikulu mati lögreglunnar. Vikurnar áður en lögreglan lét til skarar skríða á Stonewall höfðu slíkar árásir á bari verið óvenju tíðar. Samt sem áður kom það öllum á óvart þegar lögreglan birtist þar skyndilega. En nú lá eitthvað í loftinu. Gestirnir voru ekki lengur tilbúnir að láta leiða sig út eins og lömb til slátrunar. Vissulega tókst lögreglunni að koma þeim út af barnum en þar lauk samanburðinum við hefðbundna aðgerð lögreglunnar. Ein sagan segir svo frá að lögreglan hafi tekið fantalega á þeim handteknu, sem hún var að troða inn í bíla sína. Þannig hafi lögreglumaður slegið lesbíu í höfuðið með kylfu og hún hrópað til áhorfenda að gera eitthvað. Þá hafi allt fuðrað upp í átökum. „Guð minn góður, byltingin er hafin!“ Ein þekktasta baráttukona þessa tíma, dragdrottningin Silvia Rivera, eins og hún kallaði sig, lýsti kvöldinu svona: „Það næsta sem við vitum er að ljósin eru kveikt og hey! Það er áhlaup! Þeir byrjuðu að leiða drottningarnar út í röð og vísa þeim inn í lögreglubílana og þeir höfðu tekið skammbyssurnar úr slíðrum. Svo flugu Molotov-kokteilarnir. Og ég hugsaði: „Guð minn góður, byltingin er hafin! Guði sé lof! Þið hafið komið fram við okkur eins og skít í öll þessi ár! Ónei, nú er komið að okkur!“ Vinkona hennar, Marsha P. Johnson, var í fararbroddi dragdrottninganna þetta kvöld og næstu árin. Hún sagði svo frá: „Þegar ég kom niður í bæ stóð allt í ljósum logum. Og við vorum á götunum, veltum bílum um koll og, almáttugur, stöðvuðum umferð, öskrandi og kallandi og allt!“ Lögreglan hafði aldrei lent í öðru eins. Þarna var hópur fólks sem yfirleitt hafði stillt sér upp í röð, sýnt skilríkin og flýtt sér á braut eða gengið handjárnað um borð í lögreglubíla. Núna neitaði fólkið að hlýða lögreglu. Og ekki nóg með það. Hópurinn sem kominn var út á gangstétt lét öllu lauslegu rigna yfir lögregluna. Smápeningum, grjóti og múrsteinum. Og reyndi að ryðjast inn á barinn sinn aftur. Lögreglan var fáliðuð, þurfti að hörfa aftur inn á barinn og óskaði eftir aðstoð. Óeirðalögregla, grá fyrir járnum, flýtti sér á staðinn, stillti sér upp í þétta röð og gekk hægt en ákveðið að mótmælendunum til að ryðja götuna. En hópurinn ætlaði sér ekki að hopa. Dragdrottningarnar stilltu sér upp í fremstu röð, kræktu saman handleggjum og dönsuðu can-can. Þær sveifluðu fótunum taktfast hátt í loft upp og sungu. Óeirðalögreglan átti ekkert svar – nema draga fram kylfurnar. Einhver hringdi í stærstu dagblöð New York og lét þau vita að dregið hefði til tíðinda á Christopher-stræti. Þau birtu fréttir daginn eftir en því miður hefur aðeins ein ljósmynd varðveist frá þessu kvöldi. Hún sýnir hóp heimilislausra unglinga takast á við lögreglu. Hverfa ekki lengur auðmjúk á braut Kvöldið eftir hafði ekkert dregið úr baráttuandanum og fólk hópaðist saman á Christopher-stræti. Fólk sem áður hafði þurft að banka á dyr Stonewall og vera vegið og metið í gægjugati áður en því var hleypt inn, var núna „out and proud“, kysstist á götum úti, afneitaði hvorki sér né öðrum. Lögreglan kom á staðinn og var miklu fjölmennari en kvöldið áður en taldi samt þann kost vænstan að kalla aftur á óeirðalögreglu. Aftur stilltu drottningarnar sér upp fremstar og dönsuðu. Lögreglan ætlaði að yfirbuga hópinn með því að handtaka drottningarnar en um leið og ein var gripin réðst allur hópurinn fram til að frelsa hana. Uppreisnin á Christopher-stræti stóð alls í sex daga, ekki eingöngu við Stonewall- barinn heldur einnig í nálægum götum og Christopher-garðinum skammt frá. Einn óeirðadaginn var Marsha P. Johnson tekin tali af fréttamanni sjónvarpsstöðvar. Inngangur fréttarinnar var á þessa leið: „Heimurinn þarf nú að horfast í augu við það sem hann hefur reynt að hunsa. Hómósexúal fólk hverfur ekki lengur auðmjúkt á braut þegar það verður fyrir fyrirlitningu, háði eða hatri. „Gay Power“ fólk nútímans berst fyrir fullu efnahagslegu og lagalegu jafnræði og viðurkenningu.“ Að því búnu sneri fréttamaðurinn sér að dragdrottningunni og spurði hvers vegna hún væri þarna. Og það stóð ekki á svarinu: „Elskan mín, ég vil gay-réttindin mín núna. Ég held að það sé tími til kominn að gay bræður og systur öðlist réttindi,“ sagði Marsha. „Og alveg sérstaklega konurnar,“ bætti hún við og blikkaði í myndavélina. Þrátt fyrir að átökin við Stonewall teljist marka upphaf virkrar réttindabaráttu, ef ekki í hinum vestræna heimi þá a.m.k. í Bandaríkjunum, þá fer því fjarri að þar hafi í fyrsta skipti bólað á samtökum hinsegin fólks. Í Bandaríkjunum voru tvö félög þekktust. Annað var The Mattachine Society, samtök homma sem stofnuð voru í Los Angeles árið 1950. Í fyrstu voru þau róttæk samtök sem áttu sér það markmið að sameina homma og fræða jafnt þá sem aðra, veita þeim forystu og aðstoða í baráttu við dómskerfið. Þremur árum síðar gafst félagsskapurinn upp á svo róttækri nálgun og ákvað að einbeita sér að samlögun að samfélaginu með það að markmiði að öðlast virðingu. Hópurinn hafði þá fjarlægst marxískan uppruna sinn nokkuð, konur bæst í hópinn og fólk með fjölbreyttari pólitískan bakgrunn en stofnendurnir. Hugsunin var sú að fleiri myndu kasta fordómum sínum ef sýnt væri fram á að hommar og lesbíur væru eins og „venjulegt fólk“. Í kjölfarið stofnaði hópur átta lesbía í San Francisco félagið Daughters of Bilitis árið 1955, í fyrstu aðeins til að geta hist á öruggum stað og dansað saman. Síðar þróaðist starfið í stuðning við lesbíur sem voru að koma út en að lokum varð barátta þeirra svipuð baráttu Mattachine Society, þ.e. lögð var áhersla á að félagsmenn féllu sem best að samfélaginu. Bæði þessi samtök urðu fyrir mikilli gagnrýni í kjölfar Stonewall, enda töldu herskáir aktívistar hins nýja tíma að varfærnisleg nálgun þeirra væri úrelt og gagnslaus. Mattachine Society starfar enn, þó í breyttri mynd sé, en síðasta aðildarfélag Daughters of Bilitis hætti starfsemi 1995. Að sama skapi voru mörg þeirra, sem aðhylltust hugmyndafræði Mattachine Society og Daughters of Bilitis, ekki ánægð með baráttugleðina og steytta hnefana við Stonewall. Dragdrottningarnar voru t.d. í þeirra huga birtingarmynd hinseginleika sem féll illa að tilraunum þeirra til að sýna fram á að þau væru „venjuleg“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.