Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 13
13 Í júní 1999 stóðu Samtökin ʼ78 að hátíðahöldum á Ingólfstorgi en á vormánuðum hafði það runnið upp fyrir nokkrum eldri hommum að 27. júní það ár yrðu 30 ár liðin frá Stonewall-uppreisninni svokölluðu í New York. Lögreglunni í New York, sem stundaði rassíur á stöðum samkynhneigðra, er til vorkunnar að hún gerði sér ekki grein fyrir á hvers konar tímasprengju hún var að stíga á þessum degi. Þetta var nefnilega útfarardagur Judy Garland, átrúnaðargoðs homma, og þeir höfðu safnast saman á Stonewall-barnum til að fylgjast með útförinni í sjónvarpi. Hommarnir, og auðvitað lesbíurnar líka sem þó sigldu meira undir radarnum, höfðu í áratugi búið við fjandsamlega löggjöf og fjandsamlega lögreglu. En á þessum degi var þeim meira en misboðið. Þegar lögreglan var að draga hommana inn í Svörtu Maríurnar segir þjóðsagan að skáldið Allen Ginsberg hafi gengið hjá og sagt „ætlið þið virkilega að láta bjóða ykkur þetta?“ Við þetta byrjuðu hommarnir að streitast á móti lögreglunni og það endaði með þriggja daga óeirðum í Greenwich Village. Þarna liggja rætur Hinsegin daga í Reykjavík því árið 1970 voru fyrstu Gay Parades, eða gleðigöngurnar eins og við köllum þær á íslensku, farnar í nokkrum borgum Bandaríkjanna. Síðan þá hefur göngunum fjölgað bæði þar og um allan heim og nú er engin borg með borgum nema hún státi af Hinsegin dögum og gleðigöngum.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.