Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 15

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 15
15 Hinsegin dagar voru stofnaðir haustið 1999 sem sjálfstætt félag. Hugmyndafræði þeirra er að gleðin sé áhrifaríkasta vopnið, ekki hnefinn og reiðin yfir örlögum okkar fólks í gegnum tíðina. En ekki er allt sem sýnist. Með gleðinni minnumst við sigra þeirra hugrökku sem fóru fremst í baráttu samkynhneigðra og uppskáru háðung, niðurlægingu, fangelsun, líkamsárásir og jafnvel dauða. Augljósustu fórnarlömbin voru dragdrottningarnar og karlmenn sem þóttu kvenlegir, en þeir voru ekki þeir einu. Með gleðinni sýnum við menningu okkar og sögu en allt of oft gleymist að hún er einstök og sérstök. Því þótt við höfum víða unnið þann sigur að verða jöfn fyrir lögunum og gagnkynhneigðir vorum við ekki, erum við ekki og verðum aldrei streit. Nú á tuttugu ára afmælinu minnumst við áfram sigranna og fórnanna sem færðar voru en við megum aldrei gleyma hver við erum. Fullnaðarsigurinn getur aldrei og má aldrei verða sá að verða streit. Þannig myndum við vanvirða sögu okkar, baráttu og fórnir þeirra þúsunda sem sköpuðu okkur betri heim. Heim þar sem við getum sungið stolt: „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?“ Til hamingju við öll. Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík 1999 til 2011

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.